fbpx

Fundargerð
aðalfundar SASS
haldinn í fjarfundi
29. og 30. október 2020

Setning ársþings

Eva Björk Harðardóttir, formaður SASS, setur fundinn og býður þingfulltrúa velkomna að skjánum á ársþing SASS, sem í þetta sinn fer fram rafrænt í ljósi COVID-19 aðstæðna. Ræðir hún um hversu einstakt síðasta starfsár hefur verið í sögu okkar en jafnframt hve frábært er að tækni sem þessi geri það að verkum að hægt sé að halda ársþing SASS árið 2020. Til stóð að halda ársþingið í sveitarfélaginu Rangárþinga ytra en það verður heimsótt síðar.

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður tilnefnir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóra, og Björk Grétarsdóttur, oddvita, sem fundarstjóra og Rósu Sif Jónsdóttur sem fundarritara. Var það samþykkt samhljóða.

Í lok máls síns felur formaður fundarstjórum stjórn fundarins.

 Björk Grétarsdóttir tekur til máls og býður fundargesti velkomna á rafrænan aðalfund SASS.

Kosning kjörbréfanefndar

Björk Grétarsdóttir tekur til máls og leggur hún fram svohljóðandi tillögu stjórnar SASS að kjörbréfanefnd.

Kjörbréfanefnd                                               Sveitarfélag
Aldís Hafsteinsdóttir                                          Hveragerðisbær
Ari Björn Thorarensen                                       Sveitarfélagið Árborg
Kristján S. Guðnason                                        Sveitarfélagið Hornafjörður

Er tillagan samþykkt samhljóða og tekur kjörbréfanefnd þegar til starfa.

Starfsskýrsla 2019 -2020

Eva Björk Harðardóttir, formaður, flytur skýrslu stjórnar. Fer hún yfir skipan stjórnar og skipurit SASS. Fastráðnir starfsmenn SASS eru 7 og auk þess einn í tímabundnu starfi. Samstarfsaðilar og ráðgjafar eru margir og dreifðir um allt Suðurland en ráðgjafaþjónusta er mikilvægur þáttur í starfi SASS. Mikið hefur verið unnið í ráðgjöf á sviði byggðaþróunar. Ráðgjöfin snýr fyrst og fremst að atvinnuþróun, nýsköpun og menningarmálum. Samtökin veita ýmsa styrki s.s. úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, Mennta- og Menningarverðlaun Suðurlands og fyrir atvinnuskapandi nemendaverkefni.
COVID-19 hefur haft mikil áhrif á starfsemi SASS þetta árið. Breytingar voru gerðar á áhersluverkefnum og nýtt verkefni sett af stað Sóknarfæri ferðaþjónustunnar en aukaframlag kom frá ríkinu til Sóknaráætlana, þ.m.t. Sóknaráætlunar Suðurland.
Mikil áhersla hefur verið á fjarfundi og hélt stjórnin fjölda fjarfunda m.a. með ráðherrum, þingmönnum og fulltrúum aðildarsveitarfélaganna á Suðurlandi til að halda aðilum upplýstum um stöðu mála. Einnig hefur ráðgjöf farið fram í gegnum fjarfundi. Mörgum samráðsfundum hefur þurft að slá á frest og bíða þeir betri tíma.
Ráðgjafar SASS eru starfandi víða um Suðurland. Þessi starfsemi byggir mest á samningi SASS og Byggðastofnunar um atvinnu- og byggðaþróun á Suðurlandi. Markmið ráðgjafaþjónustunnar tekur mið af Sóknaráætlun Suðurlands og styður m.a. við atvinnuskapandi verkefni, verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og menningar og listsköpun á Suðurlandi. Hjá ráðgjöfum fer mikill tími í ráðgjöf tengt umsóknum, ráðögjöf til fyrirtækja og í innra starf.
Í haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2019 bárust 156 umsóknir og var úthlutað tæplega 37 m.kr. til 79 verkefna. Í vorúthlutun 2020 bárust 154 umsóknir og var úthlutað tæplega 39 m.kr. til 90 verkefna. Verið er að yfirfara umsóknir vegna haustúthlutunar 2020 en 165 umsóknir bárust og er gert ráð fyrir að úthluta samtals um 40 m.kr. Árangursmat og þjónustukönnun er gerð árlega meðal umsækjenda í Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Með því má sjá hvernig styrkir hafi nýst og mikilvægi þeirra til að hægt sé að framkvæma verkefni.
Ræddi hún um Sóknaráætlun Suðurlands sem er sértæk byggðaáætlun fyrir Suðurland og jafnframt samheiti yfir samning landshlutasamtakana við hið opinbera um fjármögnun Sóknaráætlunar Suðurlands, þ.m.t. Uppbyggingarsjóð Suðurlands og áhersluverkefni.
Samningur um Sóknaráætlun 2020 -2024 var undirritaður haustið 2019, framlag ríkisins til SASS lækkar samkvæmt nýrri skiptireglu stjórnvalda, en á sama tíma hækkar framlag sveitarfélaga til samningsins. Stjórn SASS hefur tekið við verkefnum sem verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands hefur sinnt. Markmið nýrrar áætlunar er m.a. að auka nýsköpun, fjölga nýskráðum fyrirtækum, auka framleiðni fyrirtækja, auka fjármagn til nýsköpunar og fjölga opinberum störfum. Einnig á að auka umhverfisvitund meðal íbúa, minnka kolefnisspor og auka menningu, velferð og samstarf.
Áhersluverkefnin eru mörg. Má þar nefna samstarfsverkefnið Orkídeu en markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni sjálfbærri orkuháðri matvælaframleiðslu og vinnslu á Suðurlandi með bættri nýtingu endurnýjanlegra auðlinda og hámarka samfélagsleg og efnahagsleg tækifæri. Ráðnir hafa verið tveir starfmenn og verður markmið þeirra að auka getu svæðisins til að taka þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og laða að aukna þekkingu á tækifærum í nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu. Auk SASS koma að verkefninu Landbúnaðarháskóli Íslands, Landsvirkjun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
Nú þegar er búið að setja saman starfshóp um verkefni sem er í gangi í Vestmannaeyjum. Þar er verið að kanna hvort hægt sé að starfrækja arðbært fiskeldi í stórum stíl í hafinu út af Suðurlandi.
Ekki má gleymi Hamingjulestinni sem hefur það markmið að stuðla að bættu geðheilbrigði sem leiðir til aukinnar hamingju og vellíðunar meðal íbúa. Hvert sveitarfélag hefur valið sér hamingjuráðherra sem er tengiliður Hamingjulestarinnar. Fyrirhugað er að vera með geðheilbrigðisviku eða hamingjuviku á Suðurlandi í samstarfi við fræðsluaðila.
Menntahvöt er verkefni sem hefur það að markmiði að auka eftirspurn eftir menntun á Suðurlandi og hækka þannig menntastig. Lokið hefur verið við hönnun á kynningarefni um Sunnlenskt námsver.
Áhersluverkefni Sóknaráætlunar árið 2019 voru m.a. Menningarverðlaun Suðurlands, vinna starfshóps um húsnæði fyrir nemendur við FSu og Jafningjafræðsla. Síðast nefnda verkefnið tengist 50 ára afmæli samtakanna.
Farið var í verkefnið Sóknarfæri ferðaþjónustunnar í vor en sérstakt framlag fékkst á fjáraukalögum til verkefnisins. Markmiðið er að styrkja starfandi ferðaþjónustu á Suðurlandi og þau fyrirtæki sem hafa megintekjur sínar af ferðamönnum og -þjónustu.
Alls sóttu 211 fyrirtæki um styrk og fengu 96 fyrirtæki styrk að fjárhæð 500 þús.kr. hvert.
Menntaverðlaun 2019 voru afhent í janúar sl. og hlaut Flúðaskóli verðlaunin í ár fyrir leiklistarstaf á menntasviði.
Ungmennaráð Suðurlands er eitt af verkefnum SASS. Þar sitja 15 fulltrúar, einn frá hverju sveitarfélagi og eru fjölbreytt verkefni sem fjallað er um þar og geta sveitarstjórnarmenn svo sannarlega samsvarað sér við þau verkefni.
ART verkefnið, en vonast er til að hægt verði að landa enn einum samningnum um verkefnið sem fyrst. Það hefur verið erfitt að gera samning við félagsmálaráðuneytið til lengri tíma. Biðlar hún til sveitarstjórnarmanna að hamra á þessu verkefni við alþingismenn þegar að þeir funda saman. Einnig fer hún yfir önnur verkefni sem SASS vinnur að og má þar nefna samráðteymi sveitarfélaga vegna COVID-19 faraldursins, með ráðherrum, þingmönnum Suðurkjördæmis o.fl.
Að lokum ræðir hún um áskoranir SASS sem eru miklar. Það er áskorun að „keyra“ í gegnum COVID-19 kófið sem nú er á veginum og er líklegt að veturinn verði erfiður en ef unnið er í samvinnu og samstarfi, þá eru okkur allir vegir færir.

Starfsskýrslan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Ársreikningur SASS 2019

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, kynnir ársreikning SASS fyrir árið 2019. Tekjur SASS 2019 voru 171 m.kr., rekstrargjöld tæplega 169 m.kr. og fjármunatekjur um 400 þús.kr. Tekjuafgangur af reglulegri starfsemi var 2,9 m.kr. og tekjur af aflagðri starfsemi 3,5 m.kr. Rekstrarhagnaður ársins var því 6,4 m.kr. Ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála greiddi samtökunum 36 m.kr. í lok árs 2019 sem var uppsafnað tap af rekstri almenningssamgangna árið 2018. Uppgjörið bætti eiginfjárstöðu samtakanna.

Ársreikningur SASS 2019 er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fjárhagsáætlun SASS 2021

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, kynnir fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2021 og fer yfir forsendur tekju- og gjaldaliða en gert er ráð fyrir að gjald á íbúa hvers sveitarfélags sem aðild á að samtökunum sé óbreytt á milli ára.

Fundarstjóri gefur orðið laust, Helgi Kjartansson og Sæmundur Helgason taka til máls.

Fjárhagsáætlun SASS 2021 er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Niðurstaða kjörnefndar um lögmæti fundarins

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður kjörnefndar, kvaddi sér hljóðs og kynnti niðurstöðu um lögmæti fundarins. Kom fram að kjörnir fulltrúar eru 65 en gild kjörbréf eru fyrir 50 fulltrúa. Alls eru 46 aðalfulltrúar mættir og 4 varamenn, 15 fjarverandi. Fundurinn úrskurðast því lögmætur.

SKIPAN Í STARFSHÓPA ÁRSÞINGSINS

Björk Grétarsdóttir, fundarstjóri, ber upp eftirfarandi tillögur að hópaskiptingu en formenn hópanna eru fulltrúar í aðal- og varastjórn samtakanna (feitletrað) og ráðgjafar á vegum SASS eru ritarar (skáletrað):

Hópar    
1 Ásta Berghildur Ólafsdóttir Ásahreppur
1 Elín Fríða Sigurðardóttir Rangárþing eystra
1 Aldís Hafsteinsdóttir Hveragerðisbær, bæjarstjóri
1 Ásgerður Kristín Gylfadóttir Sveitarfélagið Hornafjörður og stjórn SASS
1 Kjartan Björnsson Sveitarfélagið Árborg
1 Axel Sæland Bláskógabyggð
1 Eyþór H. Ólafsson Hveragerðisbær
1 Bjarki Guðnason Skaftárhreppur
1 Njáll Ragnarsson Vestmannaeyjabær
1 Hrafn Sævaldsson Þekkingarsetur Vestmannaeyja
     
2 Brynhildur Jónsdóttir Sveitarfélagið Árborg
2 Bryndís Eir Þorsteinsdóttir Hveragerðisbær
2 Hildur Sólveig Sigurðardóttir Vestmannaeyjabær 
2 Bryndís Björk Hólmarsdóttir Sveitarfélagið Hornafjörður
2 Þorbjörg Gísladóttir Mýrdalshreppur sveitarstjóri
2 Hrafnkell Guðnason Flóahreppur
2 Grétar Ingi Erlendsson Sveitarfélagið Ölfus og stjórn SASS
2 Sigurður Sigurjónsson Hrunamannahreppur
2 Kristófer A Tómasson Skeiða- og Gnúpverjahreppur
2 Þórður Freyr Sigurðsson SASS
     
3 Margrét Jónsdóttir Flóahreppur
3 Helga Kristín Kolbeinsdóttir Vestmannaeyjabær
3 Christiane L. Bahner Rangárþing eystra
3 Matthildur Ásmundardóttir Sveitarfélagið Hornafjörður
3 Anna Sigríður Valdimarsdóttir Skeiða- og Gnúpverjahreppur
3 Helgi S. Haraldsson Sveitarfélagið Árborg
3 Ari Björn Thorarensen Sveitarfélagið Árborg og stjórn SASS
3 Rafn Bergsson Rangárþing eystra
3 Steinar Lúðvíksson Sveitarfélagið Ölfus
3 Ingunn Jónsdóttir Ráðgjafi HfSu
     
4 Rósa Matthíasdóttir Flóahreppur
4 Þórunn Pétursdóttir Hveragerðisbær
4 Björk Grétarsdóttir Rangárþing ytra og stjórn SASS
4 Kristín Magnúsdóttir Sveitarfélagið Ölfus
4 Guri Hilstad Ólason Rangárþing eystra
4 Kristján S. Guðnason Sveitarfélagið Hornafjörður
4 Sveinn Ægir Birgisson Sveitarfélagið Árborg
4 Trausti Hjaltason Vestmannaeyjabær
4 Valtýr Valtýsson Ásahreppur, sveitarstjóri
4 Elísabet Björney Lárusdóttir Ráðgjafi SASS
4 Smári B. Kolbeinsson Grímsnes- og Grafningshreppur
     
5 Klara Öfjörð Sigfúsdóttir Sveitarfélagið Árborg
5 Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerðisbær
5 Eva Björk Harðardóttir Skaftárhreppur og stjórn SASS
5 Ásta Stefánsdóttir Bláskógabyggð, sveitarstjóri
5 Björn Kristinn Pálmarsson Grímsnes- og Grafningshreppur
5 Hjalti Tómasson Rangárþing ytra
5 Jón Páll Kristófersson Sveitarfélagið Ölfus
5 Björgvin Skafti Bjarnason Skeiða- og Gnúpverjahreppur
5 Gísli Halldór Halldórsson Sveitarfélagið Árborg, bæjarstjóri
5 Ragnhildur Sveinbjarnardóttir Markaðsstofa Suðurlands
5 Páll Róbert Matthíasson Sveitarfélagið Hornafjörður
     
6 Þórhildur Ingvadóttir Sveitarfélagið Árborg
6 Ása Valdís Árnadóttir Grímsnes- og Grafningshreppur
6 Harpa Margrét Guðsteinsdóttir Rangárþing ytra
6 Þrúður Sigurðardóttir Sveitarfélagið Ölfus
6 Margrét Harpa Guðsteinsdóttir Rangárþing ytra
6 Gunnar Egilsson Sveitarfélagið Árborg
6 Friðrik Sigurbjörnsson Hveragerðisbær og stjórn SASS
6 Eggert Valur Guðmundsson Sveitarfélagið Árborg 
6 Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur
6 Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir Ráðgjafi Nýheimar
     
7 Halldóra Hjörleifsdóttir Hrunamannahreppur
7 Drífa Bjarnadóttir Mýrdalshreppur
7 Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjabær
7 Eydís Þ Indriðadóttir Flóahreppur
7 Tómas Ellert Tómasson Sveitarfélagið Árborg
7 Helgi Kjartansson Bláskógabyggð og stjórn SASS
7 Einar Bjarnason Skeiða- og Gnúpverjahreppur
7 Steindór Tómasson Rangárþing ytra
7 Sæmundur Helgason Sveitarfélagið Hornafjörður
7 Guðlaug Ósk Svansdóttir Ráðgjafi HfSu
7 Ágúst Sigurðsson Rangárþing ytra
     
8 Valgerður Sævarsdóttir Bláskógabyggð
8 Arndís Harðardóttir Skaftárhreppur
8 Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Vestmannaeyjabær og stjórn SASS
8 Lilja Einarsdóttir Rangárþing eystra
8 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Sveitarfélagið Árborg
8 Páll Tómasson Mýrdalshreppur
8 Ásgrímur Ingólfsson Sveitarfélagið Hornafjörður
8 Jón G Valgeirsson Hrunamannahreppur
8 Sandra Brá Jóhannsdóttir Skaftárhreppur
8 Bjarni Þorkelsson Grímsnes og Grafningshreppur
8 Vala Hauksdóttir Ráðgjafi Kötlusetur
     
9 Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Skaftárhreppur
9 Sólveig Þorvaldsdóttir Sveitarfélagið Árborg
9 Arna Ír Gunnarsdóttir Sveitarfélagið Árborg og stjórn SASS
9 Elín Grétarsdóttir Ásahreppur
9 Agnes Geirdal Bláskógabyggð
9 Jón Bjarnason Hrunamannahreppur
9 Anton Kári Halldórsson Rangárþing eystra
9 Elís Jónsson Vestmannaeyjabær
9 Björgvin Óskar Sigurjónsson Sveitarfélagið Hornafjörður
9 Þuríður Helga Benediktsdóttir Ráðgjafi Kirkjubæjarstofa

Fundarstjóri gefur orðið laust, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Eva Björk Harðardóttir taka til máls.

Tillögurnar um starfshópa eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða

TILLAGA UM LAUN STJÓRNAR OG NEFNDA/RÁÐA

Björk Grétarsdóttir, fundarstjóri, kynnir tillögu um laun stjórnar, ráða og nefnda en hlutfallstölur af þingfarakaupi er óbreyttar á milli ára.
Tillaga til aðalfundar SASS 29. október 2020 um laun stjórnar, ráða og nefnda

  1. Laun stjórnar skulu nema 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Föst mánaðarlaun formanns skulu nema 10% af þingfararkaupi en auk þess fær formaður 4,5% af þingfararkaupi fyrir hvern stjórnarfund. Fyrir aðra fundi í ráðum og nefndum skulu þau nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund.
  2. Laun fulltrúa í ráðum og nefndum skulu nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Laun formanns ráðs eða nefndar skulu nema 4% af þingfarakaupi fyrir hvern fund.
  3. Fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum skulu fá greitt fyrir akstur til og frá fundarstað skv. akstursdagbók í samræmi við reglur RSK um aksturskostnað.

Fundarstjóri gefur orðið laust. Enginn tekur til máls.

Tillaga um laun stjórnar, ráða og nefnda er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

NIÐURSTAÐA KJÖRNEFNDAR UM LÖGMÆTI FUNDARINS

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður kjörnefndar, kveður sér hljóðs og kynnir niðurstöðu um lögmæti fundarins. Kemur fram að kjörnir fulltrúar eru 66 en gild kjörbréf eru fyrir 53 fulltrúa. Alls eru 50 aðalfulltrúar mættir, 3 varamenn og 13 fjarverandi. Fundurinn úrskurðast því lögmætur.

KOSNING Í STJÓRN OG NEFNDIR

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður kjörnefndar, ber upp eftirfarandi tillögur kjörnefndar um stjórn og nefndir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Tillaga kjörnefndar að skipan í nefndir og ráð fyrir ársþing SASS 2020 er eftirfarandi:

Stjórn Fræðslunets Suðurlands skipað til 1 árs í senn

Aðalmaður:
Ása Valdís Árnadóttir, Grímsnes- og Grafningshreppur
Til vara:
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur

Fagráð Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands skipað til 1 árs í senn

Aðalmaður:
Ásta Berghildur Ólafsdóttir, Ásahreppur
Til vara:
Sæmundur Helgason, Sveitarfélagið Hornafjörður

FSu – Tillaga að nefndarmönnum þar sem ný skólanefnd tekur til starfa vorið 2021

Aðalmenn:
Sigurður Einar Guðjónsson, Hveragerðisbær
Jón G. Valgeirsson, Hrunamannahreppur
Varamenn:
Sesselía Dan Róbertsdóttir, Sveitarfélagið Ölfus
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur

ML – Tillaga að nefndarmönnum þar sem ný skólanefnd tekur til starfa vorið 2021

Aðalmenn:
Gunnar Þorgeirsson, Grímsnes- og Grafningshreppur
Eydís Indriðadóttir, Flóahreppur
Til vara:
Alda Pálsdóttir, Hveragerðisbær
Kristín Þórðardóttir, Rangárþing eystra

Stjórn Markaðsstofu Suðurlands til 1 árs í senn

Aðalmaður:
Grétar Ingi Erlendsson, Sveitarfélagið Ölfus
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði
Til vara:
Ása Valdís Árnadóttir, Grímsnes- og Grafningshreppur
Friðrik Sigurbjörnsson, Hveragerðisbær

Kjörnefnd SASS

Aðalmenn
Kristján Sigurður Guðnason, Sveitarfélagið Hornafjörður
Bjarki Guðnason, Skaftárhreppur
Elís Jónsson, Vestmannaeyjabær
Anton Kári Halldórsson, Rangárþing eystra
Ingibjörg Harðardóttir, Grímsnes- og Grafningshreppur
Valgerður Sævarsdóttir, Bláskógabyggð
Helgi Haraldsson, Sveitarfélagið Árborg
Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbær
Steinar Lúðvíksson, Sveitarfélagið Ölfus
Varamenn
Bryndís Björk Hólmarsdóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Drífa Bjarnadóttir, Mýrdalshreppur
Helga Jóhanna Harðardóttir, Vestmannaeyjabær
Haraldur Eiríksson, Rangárþing ytra
Arna Ír Gunnarsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Björgvin Skapti Bjarnason, Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Árni Eiríksson, Flóahreppur
Eyþór H. Ólafsson, Hveragerðisbær
Gestur Þór Kristjánsson, Sveitarfélagið Ölfus

Formaður: Aldís Hafsteinsdóttir, Hveragerðisbær
Varaformaður: Kristján Sig. Guðnason, Sveitarfélagið Hornafjörður

Stjórn SASS

Aðalmenn:
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur
Lilja Einarsdóttir, Rangárþing eystra
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Vestmannaeyjabær
Arna Ír Gunnarsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Ari Björn Thorarensen, Sveitarfélagið Árborg
Helgi Kjartansson, Bláskógabyggð
Friðrik Sigurbjörnsson, Hveragerðisbær
Grétar Ingi Erlendsson, Sveitarfélagið Ölfus
Varamenn:
Kristján Sigurður Guðnason, Sveitarfélagið Hornafjörður
Eva Björk Harðardóttir, Skaftárhreppur
Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjabær
Björk Grétarsdóttir, Rangárþing ytra
Eggert Valur Guðmundsson, Sveitarfélagið Árborg
Brynhildur Jónsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Ása Valdís Árnadóttir, Grímsnes- og Grafningshreppur
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Hveragerðisbær
Jón Páll Kristófersson, Sveitarfélagið Ölfus

Þar sem Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur hafa með sér helmingarskiptareglu varðandi stjórnarsetu í SASS, leggur kjörnefnd til að nýr formaður verði, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Sveitarfélaginu Hornafirði og að varaformaður verði, Helgi Kjartansson, Bláskógabyggð.

Fundarstjóri gefur orðið laust, Eggert Valur Guðmundsson og Aldís Hafsteinsdóttir taka til máls.

Tillaga að stjórn Fræðslunets Suðurlands er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga að aðilum í fagráð Upplýsingarmiðstöðvar Suðurlands er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga að nefndarmönnum í skólanefnd FSu er borin undir atkvæði samþykkt samhljóða.

Tillaga að nefndarmönnum í skólanefnd ML er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Tillaga að stjórn Markaðsstofu Suðurlands er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga að kjörnefnd SASS er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri gefur orðið laust Eva Björk Harðardóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Lilja Einarsdóttir taka til máls.

Kosning í kjörnefnd SASS er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Kosning í stjórn SASS er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga að formanni og varaformanni í kjörnefnd er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Aldís Hafsteinsdóttir tekur til máls og leggur til að Ásgerður Kristín Gylfadóttir verði formaður og Helgi Kjartansson verði varaformaður í stjórn SASS.

Fundarstjóri gefur orðið laust. Sæmundur Helgason, Aldís Hafsteinsdóttir, Einar Freyr Elínarson, Helgi Kjartansson, Lilja Einarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir og Íris Róbertsdóttir taka til máls.

Rætt er um að fyrirhuguð formannsskipi hefði átt að kynna fulltrúum fyrir þingið. Einnig hefði átt að taka fram í upphafi kjörtímabils að skiptareglan væri í gildi við kjör formanns þannig að þingfulltrúar séu upplýstir um að formaður sé aðeins kosinn til tveggja ára.
Tillaga að formanni og varaformanni í stjórn SASS er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Eva Björk Harðardóttir, fyrrverandi formaður, tekur til máls og þakkar það traust sem henni hefur verið sýnt þau tvö ár sem hún hefur verið formaður og óskar Ásgerði til hamingju með nýtt hlutverk og velfarnaðar sem nýr formaður SASS. Að lokum slítur hún aðalfundi SASS.

Fundarstjóri gefur orðið laust.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður SASS, tekur til máls og þakkar það traust sem henni er sýnt til að leiða samtökin.

Helgi Kjartansson, varaformaður, tekur til máls og þakkar þeim sem nú eru að ganga úr stjórn SASS fyrir gott samstarf og býður nýja fulltrúa í stjórn velkomna.

UMRÆÐUR

Ágúst Sigurðsson, fundarstjóri, tekur við stjórn fundarins.

Ungmennaráð Suðurlands
Sólmundur Sigurðarson varaformaður Ungmennaráðs Suðurlands og fræðari og Hallgerður Freyja Þorvaldsdóttir fræðari kynna verkefnið Jafningjafræðsla.

Sólmundur tekur til máls. Ungmennaráð Suðurlands sendi þrjár bókarnir til stjórnar SASS. Fyrsta var um nýsköpun, önnur var um áhrif COVID-19 á ungmenni og þriðja bókunin var um jafningjafræðslu á Suðurlandi (JFS) sem verður kynnt hér.
Hallgerður Freyja tekur til máls og kynnir nýtt merki (lógó) JFS.
Hvað er Jafningjafræðsla? Það er að ungur fræðir unga á jafningjagrundvelli. Telja þau það skila betri árangri þar sem þau eru nær ungmennunum í aldri en t.d. foreldrar eða kennarar. Allar skoðanir eru metnar og það er passað upp á að krakkarnir hafi sitt tjáningarfrelsi.
Þetta byrjaði í vor þegar að teymið sótti námskeið hjá Hinu húsinu í Reykjavík. Þar fengu þau þjálfun og ýmsar hugmyndir um hvernig á að framkvæma fræðsluna.
Jafningjafræðarar heimsóttu alla vinnuskóla í sumar eða um 600 ungmenni að undanskildum Flúðum þar sem fáir krakkar voru í vinnuskóla en stefnan er að heimsækja grunnskólann á Flúðum í vetur. Hóparnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og ekki er sama fræðslan á öllum stöðum. Þau nýta sér samfélagsmiðlana s.s. Facebook og Instagram og hvetja krakkana til að fylgja því. Í lok hverrar fræðslu eru gefin út blöð með ýmsum upplýsingum og úrræðum. Unglingarnir gátu sent inn nafnlausar spurningar um hvað þau vildu helst ræða. Rætt var um ýmis mál. Má þar nefna, jafnrétti, klám, kynlíf, kvíða, vímuefni, nikótín og orkudrykki, einelti, líkamsímynd, geðheilbrigði o.fl.
Samkvæmt umræðum við unglingana þá er lítil fræðsla um þessi mál í skólum. Þau fengu ungmennin til að svara könnun um fræðsluna og mátti þar sjá að mikill meirihluti var ánægður með fræðsluna. Það sem framundan er, er að fara í alla grunnskóla og fræða.
Þau skora á SASS að gera jafningjafræðslu Suðurlands að varanlegu verkefni.

Orkídea
Sigurður Markússon, viðskiptaþróun Landsvirkjunar, kynnir verkefnið með nýráðnum framkvæmdastjóra og rannsóknar- og þróunarstjóra Orkídeu.
Sigurður tekur til máls en í sumar var skrifað undir samning um Orkídeu en það er nýtt samstarfsverkefni á Suðurlandi. Markmiðið er að styðja við aukna verðmætasköpun, með sjálfbærri matvælaframleiðslu sem byggir á auðlindum á svæðinu. Fjórir aðilar koma að þessu verkefni, Landsvirkjun, Landbúnaðarháskóli Íslands, SASS og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið.
Af hverju er matvælaframleiðsla spennandi fyrir Suðurland? Matvælaframleiðsla er stærsta framleiðslugrein heims. Það þarf að auka matvælaframleiðslu um 50-70 % til ársins 2050 vegna aukinnar fólksfjölgunar. Það er ekki gerlegt nema að finna upp nýjar lausnir til matvælaframleiðslu. Það er í raun búið að leggja mikið af ræktuðu landi undir landbúnaðarland, breyta landi í akra. Við þetta hefur orðið mikil breyting á vistkerfi og lífríki jarðarinnar fyrir einhæfa framleiðslu en þessu þarf að breyta. Með þeirri breytingu verða til nýjar iðngreinar til að framleiða mat.
Ísland er vel í stakk búið til að takast á við þetta verkefni. Við höfum landið, vatnið, orkuna og getuna sem rímar við þær kröfur sem fram koma í sjálfbærum markmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Það er gríðarleg tækniþróun framundan, áherslan er á endurheimt vistkerfa, krafa er um að framleiðslan sé sjálfbær, hrein og rekjanleg.
Þetta er nú þegar hafið í sjávarútveginum. Mikil breyting hefur orðið í fiskveiðum með stýrðu umhverfi. Sambærilegt þarf að gera í landbúnaði. Við munum fara úr auðlindanýtingu í náttúrunni yfir í tæknina og nýta sjálfbærar auðlindir eins og orku og vatn. Það þarf að búa til kerfi til að lágmarka áhrif mannsins á náttúruna og framleiðslu á vörum í miklu magni. Það er mikið eftirlit frá söluaðilanum og einnig þarf að vera með allar vottanir í lagi. Framleiðslu sem þessa er hægt að gera bæði í stórum og smáum einingum.
Suðurland er fullt af sjálfbærum auðlindum, þekkingu, áhuga og aðstæður eru góðar. Það er búið að ráða starfmenn og í framhaldi á að fara í samræður við aðila á svæðinu.
Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Orkídeu og Helga Gunnlaugsdóttir rannsóknar- og þróunarstjóri félagsins en þau kynntu sig.

Störf án staðsetningar
Tryggvi Hjaltason, verkefnisstjóri hjá tölvufyrirtækinu CCP, segir frá reynslu sinni af að starfa fyrir fyrirtækið í Vestmannaeyjum

Tryggvi er verkefnisstjóri hjá CCP en í upphafi ræðir hann um þær breytingar sem hafa orðið á milli kynslóða. Hér í eina tíð skipti mestu máli að kaupa sér fasteign og hafa fjárhagslegt öryggi. Kynslóðir í dag leggja miklu meira upp úr tilgangi, frelsi og náttúru og mun það skipa stóran sess í búsetuþróun á komandi árum.
Hann er stjórnandi greiningardeildar CCP, en ákvað að flytja til Vestmannaeyja fyrir tveimur árum og flutti starfið með sér. Hann telur lífsgæðin vera betri í Vestmannaeyjum en í borginni fyrir 5 manna fjölskyldu. Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða fyrir barnafólk. Þar er minna stress, gott samfélag og samfélagslegur stuðningur. Hann hefur fengið aukinn frítíma eftir að hann flutti og hefur það eflt hann í föðurhlutverkinu en einnig getur hann sinnt fleiri verkefnum og áhugamálum. Hann er talsmaður þess að flytja störf án staðsetningar. Það eru ekki öll störf háð því að starfsmaðurinn sé í höfuðstöðvunum.
Þó að COVID-19 faraldurinn sé ekki góður þá hefur hann opnað á frekara tækifæri fyrir fólk til að vinna heima. Það hafa fleiri fjölskyldur flutt til Eyja, íslenskar sem erlendar, eftir að hafa séð og heyrt af flutningi fjölskyldu Tryggva og eru fleiri að skoða þennan kost.
Það skiptir máli fyrir sveitarfélögin að markaðsetja sig sem sveitarfélag sem hægt er að flytja til og vinna fjarvinnu, en auðvitað þarf að vera til staðar aðstaða til að taka á móti þessum aðilum, það þarf líka að passa upp á að grunnþarfir fjölskyldufólks séu til staðar. Nú styttist í nýtt úrræði hjá ríkinu þar sem erlendir aðilar geta komið til Íslands og flutt með sér störf og unnið í hálft ár án þess að þurfa að sækja um leyfi. Sveitarstjórnir eiga að grípa tækifærið. Stóra sóknarfærið er að markaðsetja sig í samræmi við þetta. Vandinn er ekki að það sé ekki fólk sem vill flytja í bæjar- og sveitarfélögin, heldur þarf að leiðbeina þeim um hvað og hvernig þau fara að því. Gildi Íslands – hrein náttúra, friður, afslappandi umhverfi er algjör styrkur í þessari markaðssetningu.

Nýsköpun
Júlíus Ingvi Jónsson einn stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal fer yfir reynslu sína af stofnun fyrirtækisins en Ragnhildur Ágústsdóttir eiginkona hans og stofnandi forfallaðist.

Júlíus segir frá fyrirtækinu Lava Show sem hann stofnaði ásamt Ragnhildi eiginkonu sinni. Um er að ræða fyrstu og einu hraunsýningu í heiminum þar sem hægt er að sjá bráðið hraun en einnig eru gestir fræddir um eldvirkni Íslands. Hugmyndin kviknaði í túristagosinu á Fimmvörðuhálsi. Þau hjónin fóru í ferð upp á jökul og langaði í framhaldi að gera eitthvað svo að fólk gæti upplifað eldgos. Tíminn leið og þau fóru að móta hugmyndina, árið 2015 sagði Júlíus upp vinnunni og hóf að vinna að verkefninu. Þau tóku þátt í Gullegginu sem er nýsköpunarkeppni og voru í topp tíu þar, í framhaldi af því fóru þau í viðskiptahraðal Startup Reykjavík og þar héldu þau sína fyrstu hraunsýningu. Þau bjuggust við að allir fjárfestar myndu heyra í þeim, en svo var ekki raunin. Að finna fjárfesta tók tíma, en að lokum fengu þau stuðning frá hjónum sem höfðu langað að opna afþreyingu í Vík í Mýrdal og úr varð að þau hófust handa við að gera upp gamla Krónuhúsið á staðnum. Þau fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Einnig fengu þau styrki frá SASS, Sóknaráætlun Suðurlands.
Þau opnuðu 1. september 2018 og fengu í samstarf við sig Súpufélagið til sjá um veitingar. Það er erfitt að markaðsetja svona fyrirtæki en það sem auglýsti þau mest eru góðar umsagnir á samfélagsmiðlum. Árið 2019 gekk gríðarlega vel. Þegar að COVID-19 skall á þá var þeim brugðið en Íslendingar voru duglegir að koma og heimsækja þau í sumar og gekk það því vonum framar. Ferðagjöfin var talsvert nýtt hjá þeim, einnig kom markaðsstyrkur SASS, sem hluta af Sóknaráætlun Suðurlands, sér vel. Nú eru þau að nota tímann í að skapa ný tækifæri og eru að framleiða Hrafntinnu. Einnig eru þau að byggja bræðsluofn sem er færanlegur og sjá þau fullt af tækifærum í því.
Þau hafa lært margt og horfa björtum augum fram á veginn í ferðaþjónustu eftir COVID-19.

Umræður
Fundarstjóri gefur orðið laust. Hrafnkell Guðnason, tekur til máls um störf án staðsetningar það má ekki rugla saman heimastörfum og COVID-19. Það er nauðsynlegt að hafa starfsaðstöðu eins og t.d. Þekkingarsetur Vestmannaeyja, það skiptir máli að geta hitt fólk.

Íris Róbertsdóttir tekur til máls og sagði frá uppbyggingu á starfsaðstöðu í Vestmannaeyjum. Það er mikilvægt að byggja upp samfélag. Sækja þarf í styrki frá ríkinu til að geta sett upp svona aðstöður og þarna eiga sveitarfélögin að vinna saman að nýsköpun á landsbyggðinni og koma upp aðstöðu til að búa til samfélag fyrir þá sem vilja flytja störfin sín út á land.

Aldís Hafsteinsdóttir spyr á spjallinu, hvað verið sé að borga í gjöld fyrir starfsaðstöðu. Tryggvi svaraði að það sé á bilinu 30-60 þús. kr. á mánuði eftir því hvar leigt er, einnig er misjafnt hvað er innifalið. Það má ekki gleyma að þegar störf eru flutt á milli svæða að þá kemur auka fjármagn inn í hagkerfið á svæðinu.
Ágúst Sigurðsson spyr út í Orkídeu. Eru plön um hvernig hægt er að sækja frekari fjármuni. Einnig leggur hann spurningu fyrir Júlíus hjá Lava Show. Hvað var erfiðast? Var það fjármögnun eða eitthvað annað?
Sigurður svarar að reynt verði að stækka verkefnið með fjármagni utan frá. Þeim langar að sækja í stóra innlenda- og erlendasjóði. Hugmyndin er að vera með stekt net og öflugt starfsfólk sem vinnur að uppbyggingu verkefnisins.

Júlíus Ingi segir frá því að erfiðast hafi verið ferlið frá hugmynd að framkvæmd. Einnig er erfitt að tryggja að það sé til bráðið hraun á hverjum degi. Eins er það áskorun að halda uppi gæðum sýningarinnar.
Sæmundur Helgason leggur fram spurningu í gegnum spjallið. Myndu fyrirtæki sem eiga starfsmenn í fjarbúð eins og tilviki CCP taka þátt í byggja upp aðstöðu?

Tryggvi tekur til máls. Það er breytilegt milli fyrirtækja og jafn ólíkt og fyrirtækin eru mörg. Hann sagði aðaláskorunina að vera í fjarvinnu að þú þarft að minna stöðugt á þig þegar að þú ert ekki á staðnum með hinum hjá CCP og hafa ber í huga að þetta hentar fólki misvel.

Björg Grétarsdóttir tekur við fundarstjórn.

Ávarp
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson tekur til máls og þakkar boðið á SASS þingið við þessar sérstöku aðstæður. Hann saknar þess að geta ekki hitt sveitarstjórnarmenn á þessum tímum en ræddi um leið um hvað við erum lánsöm Íslendingar að hafa byggt upp góða innviði á svið fjarskipta á undanförnum árum.
Ísland ljóstengt er vel heppnað verkefni en búið er að tengja nánast öll heimili og fyrirtæki og með því jafna tækifæri margra á ýmsum sviðum. Næsta ár er sjötta árið sem ríkið styrkir verkefnið og er vonast til að klára þau verkefni sem eftir eru en í framhaldi þarf að huga að þeim stöðum sem markaðsmisbrestur hefur verið.
Hann kynnir um þessar mundir stóraukna fjárheimild í samgöngur og er það gleðiefni en aukningin er um 32% er milli ára. Þær vegaframkvæmdir sem á að fara í á Suðurlandi eru m.a. að aðskilja aksturstefnu frá stofnæðum höfuðborgarsvæðisins og að Hellu, ný Ölfusárbrú, hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli, ný brú yfir Núpsvötn, nýr vegur um Biskupstungnabraut um Geysissvæði og Tungufljót. Fækka á einbreiðum brúm. Framlög til hafnarmála og almenningssamgangna verða aukin og framlög til viðhalds á flugvöllum. Um leið og farið verður í þessi verkefni skapast fjöldi starfa.
Ræddi hann um mikilvægi loftbrúar í landinum og þá nauðsyn að þeir sem búa fjarri höfuðborgarsvæðinu hafi þann kost og fái niðurgreiðslu á flugleiðum. Samgönguáætlun er ein stærsta byggðaaðgerðin, því samgöngur hafa svo mikil áhrif á búsetu fólks. Það eru þó ákveðin vonbrigði og áhyggjuefni að ekki hafi náðst að hrinda í framkvæmd aðgerðinni Störf án staðsetningar en ekki hefur náðst að sannfæra stjórnendur ríkisstofnanna um ágæti þess, þar þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Vinna við Grænbókina er í vinnslu. Hann hvetur sveitarstjórnir til að kynna sér stöðuna í samráðsgátt stjórnvalda og taka þátt í mótun um þetta mál. Það hefur tekist að auka framlög úr byggðaáætlun. Þetta eru ekki háar fjárhæðir en þær eru að nýtast til nýsköpunar og er því fé vel varið.
Með komu COVID-19 hefur ferðamönnum fækkað, fyrirtæki eru í rekstrarvanda, atvinnuleysi eykst og samkomuhald er úr skorðum. Það þarf að taka skynsamlegar ákvarðanir. Ríkistjórnin hefur gripið til margvígslegra aðgerða, sóttvarnaráðstafanir eru metnar eftir aðstæðum hverju sinni og reynt er að tryggja að hægt sé að lifa sem best með veirunni.
Það er stefna ríkisstjórnarinnar að verja samfélagið, vernda fólk og hefja viðspyrnu. Það verður því mikill halli á ríkissjóði á komandi árum. Ríkisjóður stóð sem betur fer vel í upphafi aðgerða, þökk sé góðri stöðu hans og hvernig búið hefur verið í haginn á góðæristímum. Það er vilji til að styrkja fjárhagslega stöðu fyrirtækja og einstaklinga til að koma í veg fyrir að verðmæti og störf tapist. Þetta snýst að miklu leyti um atvinnu.
Fjármálaáætlun næstu ára er helsta áskorunin til að snúa við hallarekstri og koma böndum á skuldasöfnun. Faraldurinn hefur einnig haft mikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Staðan er þó misjöfn frá einu sveitarfélagi til annars. Hann þakkar það góða samstarf sem er á milli ríkis og sveitarfélaga en flestar aðgerðir ríkisins hafa bein eða óbein áhrif á fjármál sveitarfélaga. Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingarkerfi hefur án efa haft áhrif á að fallið í útsvarstekjum varð minna en búist var við. Rekstarniðurstaða sveitarfélaga varð lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ásamt því að auknar fjarfestingar eru einnig miklar.
Fór hann yfir viðbótarstuðning ríkisins vegna COVID-19 til sveitarfélaga. Auka á fé til málaflokks fatlaðra og framlag þar sem kostnaður við fjárhagsaðstoð er yfir tilgreindum mörkum, styðja á við eflingu sveitarstjórnarstigsins með aukinni sjálfbærni og sameiningu, lækka á tryggingargjald og fleira.
Fór hann yfir stefnumótunandi áætlun fyrir sveitarstjórnarstigið. Þar eru 11 skilgreindar aðgerðir sem vinna á að, meðal annars eru tillögur um lágmarks íbúafjölda í sveitarfélögum. Áætlað er að árið 2022 verði lágmarksíbúafjöldi 250 manns og 1.000 manns frá sveitarstjórnarkosningum 2026. Með þessum sameiningum má bæta þjónustu við íbúa, laga fjármál og auka við innviði. Einnig fór hann yfir heildarframlög Jöfnunarsjóðs ef sveitarfélögin færu í sameiningarviðræður. Það þarf að nýta opinbert fé betur á næstu árum, nú er kominn tími til að bretta upp ermar og hefjast handa.
Hann er bjartsýnn að eðlisfari og hefur það nýst honum vel á þessum tímum sem við höfum gengið í gegnum. Með reynslu af faraldrinum munum við taka framtíðinni opnum örmum, óhrædd og reynslunni ríkari.
Fundarstjóri gefur orðið laust Tómas Ellert Tómasson og Sigurður Ingi Jóhannsson taka til máls.

Ávarp
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður, Sambands íslenskra sveitarfélaga

Aldís Hafsteinsdóttir tekur til máls en í upphafi fer hún yfir stefnumörkun sambandsins en megin áhersluefni hennar er að sveitarstjórnarstigið sé öflug meginaðstoð velferðar íbúa, það er nauðsynlegt að tekjustofnar séu tryggðir í samræmi við verkefni sem sveitarfélögunum er falin, með réttlátu jöfnunarkerfi er sveitarfélögum gert kleift að sinna lögboðnum verkefnum með sambærilegum hætti. Hún fer yfir hagvöxt Íslands á árunum 2000-2024. Hún hræðist að árið 2021 verði ekki eins glæsilegt eins og flestir eru að vona. Það sem er ólíkt núna miðað við bankakreppuna er mikið atvinnuleysi en það er misjafnt á milli staða. Á Suðurlandi getur atvinnuleysið verið allt frá 5% og upp í miklu hærra hlutfall. Atvinnuleysisbætur kosta samfélagið mikið þó það sé ekki mikið fyrir þá sem þær þiggja. Atvinnuleysisbætur eru í dag borgaðar í 30 mánuði, að þeim loknum tekur við fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Hún telur að lengja þurfi tímabil atvinnuleysisbóta, því það er ekki auðvelt fyrir fjölskyldur að lifa á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að þessu verkefni.
Fór hún yfir fjárþörf sveitarfélaga á árinu 2021. Mörg sveitarfélög eru vel stæð og geta gripið til aðgerða með handbæru fé en önnur eru ekki eins vel stödd. Það er búið að vera í gangi samtal við ríkið í gegnum Jónsmessunefnd og ráðuneytin um þessi mál. Fór hún yfir aðgerðir sem hefur verið gripið til vegna COVID-19, nefndi hún sérstaklega endurgreiðslu á virðisaukaskatti fyrir sveitarfélögin. LOF samkomulagið, um afkomumarkmið og efnahag, sem gert var milli ríkis og sveitarfélaga er mikilvægt.
Ræddi hún um úttekt á rekstrargrundvelli hjúkrunarheimila og fjármögnun, daggjöld eru ekki að standa undir þeim kröfum sem Landlæknisembættið gerir til þessara stofnanna, það þarf að skoða alvarlega.
Meta þarf kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk og fjármögnun.
Það eru mörg umhverfis- og skipulagsmál á þingmálaskrá þennan veturinn, má þar nefna raflínuskipulag og raflínunefnd sem sambandið gaf jákvæða umsögn um. Hálendisþjóðgarðar, þau mál þarf að vinna í sátt við sveitarfélögin. Það eru mörg verkefni í gangi um meðhöndlun úrgangs og breytingar á sveitarstjórnarlögum. Vill hún vekja athygli á nýjum kosningalögum og fæðingarorlofslögum. Unnið er að verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum.
Skóla- og fræðslumál eru stór hluti af starfsemi sambandsins. Það var ánægjulegt þegar undirritaðir voru kjarasamningar við kennara í haust þó enn sé ósamið við tónlistarkennara. Einnig er það ánægjuefni að átaksverkefni í fjölgun kennara hefur gengið vel. Settur hefur verið nýr lagarammi um samþætta velferðarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna þeirra.
Stafrænt ráð hefur verið sett á laggirnar og er SASS með fulltrúa í því verkefni. Það er nauðsynlegt að vinna saman að stafrænni framþróun hjá sveitarfélögunum, það er hagræði fyrir alla.
Sambandið gerir 37 kjarasamninga við 61 stéttarfélag nú er unnið að útfærslu um styttingu vinnuviku.
Fór hún yfir fjölda sveitarfélaga og fjölda íbúa. Það hafa heyrst ýmsar óánægjuraddir um að sambandið hafi samþykkt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Það þarf að aðlaga sveitarstjórnarstigið að þeim raunveruleika sem við búum við og styrkja þau verkefni og grunnþjónustu sem íbúar eiga rétt á. Það þarf líka að búa sveitarstjórnarmönnum þau starfskilyrði sem vinnandi er í. Þetta er gott að hafa í huga þegar að umræður sveitarstjórnarmanna við þingmennina fara fram.
Að lokum sagði Aldís að við þurfum að muna að COVID-19 er tímabundið ástand. Við erum öll um borð í sama bátnum. Íslendingar eru heppnir að búa við bestu innviði í heimi. Þetta líður hjá og þá munum við standa reynslunni ríkari, tilbúin og öflug með getu og kunnáttu til að takast á við þær áskoranir sem þá munu blasa við.

Ágúst Sigurðsson tekur við fundarstjórn.

Nýsköpun
Starfshópar skipaðir þingfulltrúum tengjast sjálfvirkt fjarvinnustofum. Hver fjarvinnustofa er skipuð allt að 10 fulltrúum á ársþinginu. Til umræðu verður m.a. það hvað þurfa sveitarfélögin að gera til að nýsköpun og störf án staðsetningar geti orðið að veruleika?

Starfshópar kynna niðurstöður og umræður

Hópur 1
Ásgerður Kristín Gylfadóttir tekur til máls fyrir hóp nr. 1 og kynnir svör þeirra.
Formaður starfshóps: Ásgerður Kristín Gylfadóttir.
Ritari: Hrafn Sævaldsson
Aðrir þátttakendur: Ásta Berghildur Ólafsdóttir, Elín Fríða Sigurðardóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Axel Sæland.

Spurningar

Umhverfi:
1. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að stuðla að betri nýtingu auðlinda í landshlutanum?
Hugsa út fyrir boxið. Finna og skilgreina nýjar auðlindir – mannauð, menningu o.fl. Horfa á fleiri auðlindir en hinar hefðbundnu náttúruauðlindir. Bætt nýting t.d. úrgangs s.s. úr landbúnaði m.a. til metanframleiðslu, matvælaframleiðslu o.fl. Rannsókn/skýrsla gerð fyrir nokkrum árum sem benti á leiðir til að nýta þennan úrgang og skapa verðmæti. Einnig rætt um brotið gler sem fellur til hjá glerverksmiðjunni sem mætti nýta til sköpunar eða einhvers annars.

Atvinna og nýsköpun:
7. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að bregðast við eða hagnýta sér áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar (s.s. vegna fækkunar starfa)?
Eðli starfa breytist, ekki endilega fækkun starfa. Það þarf að fá nýjar tekjur af nýsköpun. Auka samstarf og samtal milli ólíkra geira, flest ný störf verða til innan núverandi fyrirtækja. Sv.fél þurfa að skapa umhverfi fyrir fyrirtæki til að byggja, leigja, koma sér fyrir. Benda á hvaða gæði, auðlindir eru innan sveitarfélagsins.

8. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að stuðla að sterkari samkeppnishæfni landshlutans?
Markaðssetja Suðurland – „Hamingjan er á Suðurlandi“. Greining. Sameining sveitarfélaga veitir meiri slagkraft.

Aukaspurning:
Hverjar eiga megináherslur SASS að vera á árinu 2021 með tilliti til Sóknaráætlunar Suðurlands?
Markaðssetja Suðurland – „Hamingjan er á Suðurlandi“. Leggja áfram áherslu á nýtingu rafmagns af Suðurlandi. Auka klasasamstarf á milli atvinnugreina og innan þeirra.

Hópur 2
Grétar Ingi Erlendsson tekur til máls fyrir hóp nr. 2 og kynnir svör þeirra.

Formaður starfshóps: Grétar Ingi Erlendsson
Ritari: Þórður Freyr Sigurðsson
Aðrir þátttakendur: Brynhildur Jónsdóttir, Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Bryndís Björk Hólmarsdóttir, Þorbjörg Gísladóttir, Hrafnkell Guðnason, Sigurður Sigurjónsson og Kristófer A. Tómasson.

Spurningar
Umhverfi:
2. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að ná betri árangri í að gera úrgang að auðlind?
Samræma flokkun og gjaldflokka gagnvart notendum. Koma á vigtun á óflokkuðu sorpi. Mögulega með föstu grunngjaldi.

Atvinna og nýsköpun:
9. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka fjölbreytileika atvinnulífsins, s.s. með störfum fyrir ungt fólk, aukinni hlutdeild skapandi greina og störfum sem krefjast hærra menntunarstigs?
Auka framboð á háskólanámi í fjarnámi. Tengja betur nemendur og atvinnulíf á svæðinu, s.s. í verkefnavinnu. Ásamt því að tengja nánar fyrirtæki saman inn á svæðinu. Efla fjarvinnustofur.

10. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að nýta betur mannauð Sunnlendinga af erlendum uppruna, m.a. til nýsköpunar og fjölgunar starfa?
Það fyrsta er að auka aðlögun þeirra að samfélaginu. Efla kortlagningu á mannauði innan svæða og styðja við gerð móttökuáætlana. Efla stuðning við skapandi greinar, meðal þess hóps.

Aukaspurning:
Hverjar eiga megináherslur SASS að vera á árinu 2021 með tilliti til Sóknaráætlunar Suðurlands?
Nýsköpun og endurreisn ferðaþjónustunnar.

Hópur 3
Matthildur Ásmundsdóttir tekur til máls fyrir hóp nr. 3 og kynnir svör þeirra.

Formaður starfshóps: Ari Björn Thorarensen.
Ritari: Ingunn Jónsdóttir
Aðrir þátttakendur: Margrét Jónsdóttir, Helga Kristín Kolbeinsdóttir, Christiane L. Bahner, Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Helgi S. Haraldsson, Rafn Bergsson og Steinar Lúðvíksson

Spurningar
Umhverfi:
3. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka nýsköpun í umhverfismálum, m.a. til að minnka kolefnisspor?
Hvetja SASS og sveitarfélögin til þess að vera leiðandi í klasa samstarfi meðal aðila sem vinna að nýsköpun í umhverfismálum með það að markmiði að stuðla að hringrásarhagkerfi á Suðurlandi og jafnframt að huga að þessum málum þegar kemur að úthlutun styrkja.

Atvinna og nýsköpun:
11. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að laða að ný fyrirtæki inn á svæðið?
Hafa alla innviði tilbúna til þess að taka á móti nýjum fyrirtækjum og vinna að markaðssetningu svæðanna samhliða því. Vinna að einhverskonar stefnumótun um hverskonar fyrirtæki vilji er til að fá inn á svæðið.

12. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að aðstoða fyrirtæki við að sækja fram á nýja og/eða erlenda markaði?
Veita ráðgjöf og leiðbeiningar um hvert og hvernig er hægt að sækja t.d. styrki og þekkingu, hvort sem er innan svæðis eða út fyrir það. Einnig að styðja og styrkja við markaðssetningu á svæðinu í sama tilgangi.

Aukaspurning:
Hverjar eiga megináherslur SASS að vera á árinu 2021 með tilliti til Sóknaráætlunar Suðurlands?
Atvinnumál og nýsköpun. Leggja jafnvel sérstaka áherslu á nýsköpun innan starfandi fyrirtækja með hvatningu og horfa á leiðir til þess að fá fyrirtæki til þess að starfa saman að nýjum hugmyndum og lausnum.

Hópur 4
Kristján Sigurður Guðnason tekur til máls fyrir hóp nr. 4 og kynnir svör þeirra.

Formaður starfshóps: Kristján Sigurður Guðnason.
Ritari: Elísabet Björney Lárusdóttir.
Aðrir þátttakendur: Rósa Matthíasdóttir, Þórunn Pétursdóttir, Björk Grétarsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Guri Hilstad Ólason, Sveinn Ægir Birgisson, Trausti Hjaltason, Valtýr Valtýsson og Smári B. Kolbeinsson.

Spurningar
Samfélag:
4. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka og bæta rými til listsköpunar og skapandi greina?
Aðstaðan

  • Bjóða fram fjölbreytt húsnæði til búsetu og aðstöðusköpun
  • Listasmiðjur
  • Stafrænar smiðjur (FabLab)

Viðburðir

  • Listsýningar, starfsemi, fullt af húsnæði sem er illa viðhaldið. Horfa á nýtingu húsnæðis með öðru sjónarmiði
  • Listahátíð/mánuður, viðburðir sem sveitarfélög myndu halda saman. List og skapandi greinar í heimabyggð

Atvinna og nýsköpun:
13. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að styðja við starfandi fyrirtæki á sviði vöruþróunar og nýsköpunar?

Markaðssetning:

  • Aukin kynning og markaðssetning á starfsemi og ráðgjöf á vegum SASS.
  • SASS fylgist betur með einyrkjum til að eiga frumkvæði við að miðla þekkingu og aðstoð til þeirra.
  • Meiri peningur? Öll markaðssetning kostar pening. Þolinmótt fé.

Bein nýsköpun:

  • Ungt fólk með í þróun og nýsköpun – menntaskólarnir bjóða upp á starfsnám/kynningu á fyrirtækjum? Eru valáfangar í boði fyrir nýsköpun í framhaldsskólum?
  • Aðstaða til að prófa sig áfram – vottuð eldhús o.þ.h.
  • Sveitarfélög komi upp þekkingasetrum sem skapa aðstæður fyrir fólk að sameina hugmyndir. Klasasamstarf? Fólk úr ólíkum áttum með ólíkan bakgrunn.

14. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að fjölga störfum án staðsetningar?

Markaðsetning sveitarfélaga

  •  Sveitarfélög markaðsetja sig fyrir að geta tekið á móti fólki sem vinnur í fjarvinnu
  • Búsetukostur og þjónusta sé góð og samkeppnishæf

Aðstaða

  • Koma upp starfsaðstöðu í sveitarfélögum.
  • Íbúðarhúsnæði verður líka að vera til staðar úti á landi. Leigumarkaður hefur verið lítill. Nýta félagsheimilin sem við erum rík af og standa meira og minna tóm. 

Þrýsta á ríki

  • Þrýsta á ríkisstofnanir að auglýsa störf án staðsetningar
  • Jákvæð áhrif COVID-19 – það sem áður var ómögulegt er núna mögulegt. Landsbyggðin á að nýta sér þetta ástand. Viðhorf til fjarvinnslu er að breytast mjög hratt, mikilvægt að fylgja þessu eftir.

Aukaspurning:
Hverjar eiga megináherslur SASS að vera á árinu 2021 með tilliti til Sóknaráætlunar Suðurlands?

  • Efla atvinnustig á Suðurlandi
  • Efla nýsköpun á Suðurlandi
  • Meiri sjálfbærni í atvinnulífinu, ferðaþjónustu t.d.
  • Auka matvælaframleiðslu – Lífræn ræktun

Hópur 5
Jón Páll Kristófersson tekur til máls fyrir hóp nr. 5 og kynnir svör þeirra.
Formaður starfshóps: Jón Páll Kristófersson.
Ritari: Ragnhildur Sveinbjarnardóttir,
Aðrir þátttakendur: Klara Öfjörð Sigfúsdóttir, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Ásta Stefánsdóttir, Björn Kristinn Pálmarsson, Hjalti Tómasson, Björgvin Skafti Bjarnason og Gísli Halldór Halldórsson

Spurningar
Samfélag:
5. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að nýta betur mannauð Sunnlendinga af erlendum uppruna, m.a. til hagsbóta fyrir samfélag og menningu?

  • Samskipti er lykilatriðið hér.
  • Greina þarf þennan mannauð og passa að upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga séu aðgengilegar á fleiri tungumálum.
  • Skapa vettvang þannig að fólk af mismunandi uppruna geti hist og átt í þessum mannlegu samskiptum. Mætti skoða hugmyndir um einhvers konar Alþjóðahús.
  • Hafa samfélagshátíðir þar sem lögð er áhersla á mismunandi menningu.
  • Grípa fjöltyngd börn snemma í skólakerfinu, strax í leikskóla, til að gera þau betur tilbúin fyrir t.d. grunnskólann. Nýta skóla- og leikskólastarf til að koma upplýsingum til barnafólks í hópnum.
  • Virkja félagasamtökin sem eru starfandi á svæðinu og stofnanir á vegum sveitarfélaga. Þarf að finna bestu snertifletina til að nálgast hópinn.

Atvinna og nýsköpun:
7. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að bregðast við eða hagnýta sér áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar (s.s. vegna fækkunar starfa)?

  • Vettvangur í hverju þorpi/hverfi til að eiga samskipti við annað fólk og sækja vörur og þjónustu, svo sem frystivöru, kælivöru, lyf, áfengi eða samskipti við hið opinbera.
  • Sveitarfélögin þurfa að vera tilbúin að aðlaga sína starfsemi og þjónustu að tækninni.
  • Stuðla að uppbyggingu sameiginlegrar skrifstofuaðstöðu/vinnuaðstöðu fyrir ólík fyrirtæki og stofnanir.

15. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka fjármagn til nýsköpunar?

  • Leita samstarfsaðila í einkageiranum.
  • Aðstoða fólk/fyrirtæki að sækja frekar í alls kyns sjóði og styrki.
  • Sveitarfélögin styðji við og örvi klasastarfsemi (t.d. með framlagi í formi húsnæðis) til að auka nýsköpun.
  • Herja á ríkið að auka fjármagn inn í t.d. Sóknaráætlun og nýsköpunarstyrki.
  • Sveitarfélög reyni að örva nýsköpun með kaupum sínum. Finni leiðir til að einfalda þjónustu og oft má nota nýsköpunarfyrirtæki til þess.

Aukaspurning:
Hverjar eiga megináherslur SASS að vera á árinu 2021 með tilliti til Sóknaráætlunar Suðurlands?

  • Ljósleiðari í þéttbýli, þarf að skoða þessa stöðu í ljósi markaðsaðstæðna.
  • Styðja við vel við starfandi fyrirtæki líka.

Hópur 6
Einar Freyr Elínarson tekur til máls fyrir hóp nr. 6 og kynnir svör þeirra.
Formaður starfshóps: Einar Freyr Elínarson
Ritari: Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir
Aðrir þátttakendur: Þórhildur Ingvadóttir, Ása Valdís Árnadóttir, Páll Róbert Matthíasson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Gunnar Egilsson og Eggert Valur Guðmundsson

Spurningar
Samfélag:
6. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka samstarf sveitarfélaga um verkefni sem stuðla að bættri andlegri- og líkamlegri heilsu (lýðheilsa) vegna COVID-19 faraldursins?
Nýta fjarþjónustu, s.s. fjarfyrirlestra og bjóða upp á fjarþjónustu.
Umræðupunktar: Standa fyrir erindum/fjarfyrirlestrum um lýðheilsu, hafa aðgengileg gögn með tillögum að skemmtilegri hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Bjóða upp á fjarþjónustu í geðheilbrigðisþjónustu. Virkja ungmennaráðin hvað varðar samskipti við þá sem mest þurfa á að halda, Bergrisinn, nýta umhverfið í kringum okkur á Suðurlandi, koma á samstarfi skóla og eldri borgara til að kenna á tæknina.

Atvinna og nýsköpun:
8. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að stuðla að sterkari samkeppnishæfni landshlutans?
Sveitarfélögin þrýsti saman á að grunninnviðir samgangna og fjarskipta séu góðir og að almennt séu fyrir hendi skilyrði til þess að nýta tækifæri sem felast í störfum án staðsetningar.

Umræðupunktar: Að vinna markvisst saman sem heildarsvæði, Suðurlandi sé jafnvel skipt upp í nokkur svæði. Vettvangur þar sem nýsköpunarverkefni eru betur kynnt til að sýna hvað er mikið í gangi á svæðinu. Tryggja að allt Suðurland sé ljósleiðaravætt. Störf án staðsetningar, verkefni sem framtíð er í, sveitarfélög liðki fyrir því. Þrýsta á að samgöngur séu góðar. Þriggja fasa rafmagn komist á allstaðar. Varmadælur á köldum svæðum.

9. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka fjölbreytileika atvinnulífsins, s.s. með störfum fyrir ungt fólk, aukinni hlutdeild skapandi greina og störfum sem krefjast hærra menntunarstigs?
Sveitarfélögin þrýsti á að ríkið flytji störf út á land og nýti þá öflugu innviði sem hafa verið byggðir – um allt land. Unnið sé að því að byggja upp háskólasamfélag á Suðurlandi og hækka þannig menntunarstig.

Umræðupunktar: Jarðvegurinn í hverju sveitarfélagi sé fyrir hendi s.s. lóðir og innviðir í lagi. Störf án staðsetninga, sveitarfélög hafi innviði fyrir störf án staðsetningar. Sveitarfélögin hafi góða aðstöðu/innviði fyrir þá sem vinna að nýsköpunarverkefni. Ríkið færi störf út á land, út um allt land! Opinberar stofnanir færi höfuðstöðvar út á land. Sveitafélögin sameiginlega fari í átak í að aðstoða bændur í að koma sínum afurðum á markað. Góð tengsl við háskólann. Byggja upp háskólasamfélag á Suðurlandi. Efla menntun, hækka menntunarstig.

Hópur 7
Helgi Kjartansson tekur til máls fyrir hóp nr. 7 og kynnir svör þeirra.
Formaður starfshóps: Helgi Kjartansson.
Ritari: Guðlaug Ósk Svansdóttir.
Aðrir þátttakendur: Halldóra Hjörleifsdóttir, Drífa Bjarnadóttir, Íris Róbertsdóttir, Eydís Þ Indriðadóttir, Tómas Ellert Tómasson, Einar Bjarnason, Steindór Tómasson og Sæmundur Helgason.

Spurningar
Umhverfi:
1. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að stuðla að betri nýtingu auðlinda í landshlutanum?
Verkefni sem stuðla að sjálfbærni og byggja á styrkleikum landshlutans. Huga að heimsmarkmiðum við alla verkefnamótun, vinna þau með samfélaginu, nefndum, og í allri stefnumótun landshlutans/sveitarfélaganna. Búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem vilja og geta unnið í landshlutanum. Huga að atvinnustefnu og auðlindanýtingu sveitarfélaganna t.d. með betra regluverki, gjaldskrám og leyfisveitingum þar sem við á. Kortleggja auðlindir og móta stefnu fyrir ólíkar auðlindir samanber Orkustefnu SASS. Virkja einstaklingsframtakið og minni fyrirtæki við nýtingu auðlinda sem til eru. Mannauður er auðlind, laða að nýja íbúa í landshlutann.

Atvinna og nýsköpun:
10. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að nýta betur mannauð Sunnlendinga af erlendum uppruna, m.a. til nýsköpunar og fjölgunar starfa?
Mikilvægt að ná betur utan um erlenda íbúa og bjóða m.a. upp á nám og fræðslu. Hvernig er hægt að aðstoða íbúa af erlendum uppruna sem hafa menntun sem ekki er gild eða metin á Íslandi. Þau hafa fjölbreytta menntun og þurfa aðstoð við að fá hana metna og jafnvel störf við hæfi. Koma upp aðstöðu fyrir íbúa til að skapa og fá aðstoð við að móta verkefni sem m.a. tengjast nýsköpun og öðrum verkefnum. Efla þátttöku þeirra í samfélaginu sem þau búa í, taka betur á móti nýjum íbúum og aðstoða þau til að aðlagast vel. Flókið að fá löggildingu og bæta þarf aðgengi þeirra m.a. með túlkun og þýðingu. Lykill er að vinna þetta mikið í gegnum skólakerfið, vinna í gegnum Jöfnunarsjóðinn. Búa til sameiginlegan vettvang fyrir fjölmenningu og fjölmenningarstefnu. Breyta viðhorfi til starfa og vinna markvisst gegn fordómum s.s. tungumálum. Vinna þetta heildstætt.

11. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að laða að ný fyrirtæki inn á svæðið?
Húsnæði þarf að vera til staðar, bæði til kaups og leigu. Einnig fyrir fyrirtækin. Byggja upp sterka nýsköpunarkjarna sem eiga í miklu samstarfi við atvinnulífið, gott samstarf þarf að vera á milli sveitarfélaga og á erlenda markaði líka. Ný fyrirtæki. Þurfum að taka aukna áhættu til að efla landshlutann t.d. með sameiginlegu átaki sem getur verið í formi markaðsátaks. Samstarf og samvinna er mikilvægt. Geta sveitarfélög komið með tillögur eða hugmyndir að starfsemi sem passar fyrir þau m.v. þær auðlindir sem þar eru til staðar. Er hægt að kortleggja þær þannig að aðgengi fyrir áhugasama sé gott. Innviðir þurfa að vera góðir og tilbúnir fyrir atvinnulífið og nýja íbúa.

Hópur 8
Lilja Einarsdóttir tekur til máls fyrir hóp nr. 8 og kynnir svör þeirra.

Formaður starfshóps: Lilja Einarsdóttir.
Ritari: Vala Hauksdóttir.
Aðrir þátttakendur: Arndís Harðardóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Páll Tómasson, Ásgrímur Ingólfsson, og Bjarni Þorkelsson.

Spurningar
Umhverfi:
2. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að ná betri árangri í að gera úrgang að auðlind?
Sveitarfélög og SASS eiga að auka tækifæri íbúa, stofnana og fyrirtækja til að flokka og endurnýta. Leita leiða til að samræma sorpflokkun yfir allt Suðurland eftir því sem auðið er. Sveitarfélög setji sér umhverfisstefnu og komi á vöktunarkerfi. Setja kraft í fræðslu til íbúa og fyrirtækja og skapa aðstæður til samstarfs. Stefna að mælingu á úrgangi, vigtun og stuðla að vitundarvakningu á úrgangsmagni.

Umræðupunktar

  • Sveitarfélög á Suðurlandi:
  • Urðun, grenndarstöðvar,
  • Grímsnes- og Grafningshreppur hefur komið upp grenndarstöðvum vítt og breitt, dregið þannig úr óflokkuðum úrgangi. Verkefnið hefur vakið athygli og lof. Enn verið að koma upp fleiri grenndarstöðvum.
  • Lífrænt sorp hirt í sumum sveitarfélögum
  • Vetni?
  • Grenndarstöðvum hefur verið fækkað hjá sumum sveitarfélögum vegna þess að þær voru ekki vaktaðar, voru ekki að skila árangri, voru of dýrar.
  • Fræðsla og samvinna um endurnýtingu/endurvinnslu
  • Skortur á samræmi
  • Mæling á sveitarfélagsskala eða jafnvel niður á einstök heimili?
  • Vigtun úrgangs og gjaldskrá í samræmi við vigt, eina lausnin?
  • Umhverfisstefna sveitarfélaga, mælikvarðar.

13. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að styðja við starfandi fyrirtæki á sviði vöruþróunar og nýsköpunar ?
Setja meiri kraft í ráðgjafaþjónustu SASS. Auglýsa þjónustuna betur innan svæðisins en einnig auka á fræðslu og þjálfun ráðgjafa. Leggja aukna áherslu á að ráðgjafar geti leiðbeint um erlenda sjóði, og erlent markaðsumhverfi sem er oft mjög flókið og því stuðningurinn mjög mikilvægur.
Gera ráðgjöfina og stuðningsefni meira áberandi og aðgengilegra á vef SASS. Klára að þýða stuðningsefni SASS á erlend tungumál.
Auka stuðning við vöruþróun og framþróun innan fyrirtækja, ekki eingöngu við hugmyndavinnu og stofnun fyrirtækis, þar sem um langhlaup er að ræða þegar fyrstu skrefin hafa verið tekin.
Að tryggja jafna aðstöðu óháð búsetu með rafmagnsöryggi og fjarskiptaöryggi.

Umræðupunktar:

  • Hindranir: krefst gífurlegs fjármagns og þekkingar á tollaumhverfi, gjöldum og reglum. Dýrt að fara í markaðsrannsóknir og markaðsherferðir á erlendum mörkuðum.
  • Getur SASS leiðbeint um ferlið og viðskiptaumhverfi á erlendum mörkuðum?
  • Tryggja fyrirtækjum þriggja fasa rafmagn, fjarskiptaöryggi og aðra nauðsynlega aðstöðu.
  • Skapa jöfn tækifæri óháð búsetu.
  • Auka stuðning við vöruþróun og framþróun innan fyrirtækja, ekki eingöngu við stofnun fyrirtækis.
  • Halda betur á lofti þeirri þjónustu sem er í boði. Hefja auglýsingaherferð og markaðsátak á þeirri ráðgjafaþjónustu sem er til staðar.
  • Fjármögnun: Styrkir hjálpa til við startup og hugmyndaþróun en oft skortir fjármögnun og stuðning við að koma fyrirtækjum almennilega á fót.
  • Erlenda styrkjakerfið er flókið.
  • Aðstoð við gerð umsókna í stóra erlenda sjóði. Mjög flókið og þarfnast sérfræðiþjónustu.
  • SASS á að aðstoða við að tengja saman rétta aðila í atvinnulífinu.
  • Að skapa aðstöðu.
  • Styrkja ráðgjafateymið í ráðgjöf um erlenda sjóði og erlent markaðsumhverfi
  • Að þýða efni SASS á erlend tungumál.

Aukaspurning:
Hverjar eiga megináherslur SASS að vera á árinu 2021 með tilliti til Sóknaráætlunar Suðurlands?

Umhverfismál. Kostnaðarsamur og mikilvægur liður

  • Auka sjálfbærni
  • Skapa störf tengd umhverfismálum
  • Nýsköpun í umhverfismálum
  • Draga úr matarsóun

Hópur 9
Arna Ír Gunnarsdóttir tekur til máls fyrir hóp nr. 9 og kynnir svör þeirra.

Formaður starfshóps: Arna Ír Gunnarsdóttir.
Ritari: Þuríður Helga Benediktsdóttir.
Aðrir þátttakendur: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Sólveig Þorvaldsdóttir, Elín Grétarsdóttir, Kolbeinn Sveinbjörnsson, Jón Bjarnason, Anton Kári Halldórsson, Elís Jónsson og Björgvin Óskar Sigurjónsson.

Spurningar
Samfélag:
6. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka samstarf sveitarfélaga um verkefni sem stuðla að bættri andlegri- og líkamlegri heilsu (lýðheilsa) vegna COVID-19 faraldursins?

  • Miðla af reynslunni og upplýsingagjöf til íbúanna um hver staðan er – samstarfshópur á vegum SASS.
  • Fjarfundir SASS með sveitarfélögunum, t.d. ræða hvernig hægt að nota veitt úrræði ríkisstjórnar osfrv. Stuttir og snarpir fundir
    Hvernig við komum til móts við íbúana á þessum erfiðu tímum – sem er jafn mikilvægt nú í dag og í byrjun.
  • Sveitarfélög aðilar að verkefninu Heilsueflandi samfélag
  • Hamingjulestin sem nú þegar hefur farið í gang
  • Almannavarnarteymi / áfallateymi virkt í Rangárvallasýslum allavega. Heyra jafnvel aðra landshluta / t.d. Austurland hefur verið virkt í þessu.

Atvinna og nýsköpun:
14. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að fjölga störfum án staðsetningar?

  • Pressa á hið opinbera og jafnvel hafa frumkvæði sjálf að því að koma störfum hingað
  • Í reyndinni geta mörg sveitarfélög verið að keppa um þetta innbyrðis. Brjóta þessa múra niður „án staðsetningar“ = „okkar úti á landi“.
  • Opinber störf vs störf á einkamarkaði. Einkageirinn orðinn jafnvel miklu öflugri í þessu – sbr. fyrirlestur Tryggva hjá CCP í Eyjum
  • Markaðssátak – háskólamenntað fólk er e.t.v. til staðar á staðnum, í bílskúrum/eldhúsum
  • Hornafjörður – byggja upp húsnæði fyrir störf án staðsetningar. Huga þarf að þolmörkum sveitarfélaga vegna sjálfbærni þegar vöxtur, íbúafjölgun, þjónustustig, o.fl. er annars vegar þá getur markaðssetningin ekki verið óhamin.
  • Passa þarf upp á samkeppnina sveitarfélag – einkaaðili, Hversu mikið sveitarfélagið tekur þátt í útleigu starfsstöðva á kostnað einkafyrirtækja eða bara leigir húsnæði af einkafyrirtæki fyrir störf án staðsetningar.
  • Fara í alþjóðlega markaðssetningu á okkar sveitarfélagi hér heima
  • Almenningssamgöngur fyrir fólkið sem vinnur part að heiman og part á höfuðborgarsvæðinu

15. Hvað geta sveitarfélög á Suðurlandi/SASS gert til að auka fjármagn til nýsköpunar?

  • Spurt var – Er nýsköpun hluti af lögbundnu hlutverki sveitarfélaga?
  • Fjármagn Sóknaráætlunar endurspegli líka þá markmiðasetningu um nýsköpun
  • Starfsmenn sveitarfélaga aðstoði við að sækja um styrki annað en hjá SASS = SASSráðgjafi á svæðinu.
  • Nýsköpunarmiðstöð og breytingar um áramót!! – að landshlutasamtök muni fá aukið hlutverk til sín
  • FabLab / efla stafrænar smiðjur

Fundarstjóri gefur orðið laust. Enginn tekur til máls.
Fundarstjóri tekur til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu um að nýta grein 4.5. í samþykktum SASS sem hljóðar svo:
Aðalfundur kýs fulltrúa í milliþinganefndir sem starfa að ákveðnum málefnum milli funda, samkvæmt sérstakri samþykkt aðalfundarins. Milliþinganefndir skila starfsskýrslu til næsta aðalfundar.
Lagt er til að hóparnir starfi á milli þinga á grunni gr. 4.5 í samþykktum SASS og stjórn SASS úthluti verkefnum á nefndirnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt, einn fulltrúi er á móti.
Fundarstjóri leggur til að ársþing SASS feli stjórn SASS að álykta um COVID-19 og stöðu sveitarfélaganna og nauðsyn þess að styðja þau og einnig um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli í samræmi við það sem hefur komið fram á fundinum.

Fundarstjóri gefur orðið laust. Ásta Stefánsdóttir tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður SASS, tekur til máls og þakkar fundarmönnum fyrir góðan fund og þakkar Evu Björk Harðardóttur, fráfarandi formanni, fyrir vel unnin störf.
Björg Grétarsdóttir tekur við stjórn fundarins.

Afhending menningarverðlauna SASS

Eva Björk Harðardóttir fyrrverandi formaður tekur til máls og afhendir menningarverðlaun Suðurlands 2020. Verðlaunin hljóta hjónin Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason að Kvoslæk í Fljótshlíð.
Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Er þetta í annað sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust 15 tilnefningar um 12 verkefni. Samkeppni um verðlaun af þessu tagi er mikil enda menningarlíf á Suðurlandi blómlegt og valið var því erfitt. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Tilnefningarnar eru aðeins toppurinn á ísjakanum í því mikla menningarstarfi sem á sér stað í fjórðungnum.
Rut og Björn hafa staðið fyrir menningarviðburðum á borð við tónleika og fyrirlestrarraðir frá árinu 2011. Tónleikarnir eru klassísks eðlis og hafa Rut og Björn fengið til liðs við sig fólk bæði úr heimahéraði sem og af höfuðborgarsvæðinu til að flytja fyrir gesti tónverk eftir nokkra þekkta Íslendinga og Bach, Mozart, Mendelssohn svo eitthvað sé nefnt. Rut hefur auk þess átt í samstarfi við kirkjukóra frá Breiðabólstað og frá Odda og Þykkvabæ og hélt hópurinn tónleika í þrennum kirkjum á Suðurlandi. Hafa Rut og Björn lagt sig fram um að efla tónlistarstarf í sveitarfélaginu og hafa t.a.m. boðið nemendum Tónlistarskóla Rangæinga á tónleika, sem haldnir hafa verið í Hlöðunni að Kvoslæk, til að hvetja þau til frekara tónlistarnáms. Klassíska tónlistin sem ómar frá Kvoslæk lyftir fólki og menningunni með og stuðla þau Rut og Björn að fjölbreyttri menningarupplifun í sveitarfélaginu sem og Suðurlandi.
Segir í rökstuðningi dómnefndar að hjónin á Kvoslæk hafi með drifkrafti sínum og eljusemi vakið verðskuldaða athygli á metnaðarfullum menningarviðburðum og hafi komið með ferskan innblástur í menningarlífið á staðnum. Menningarstarfsemi þeirra hafi vakið eftirtekt fyrir fjölbreytni og gefið jákvæða mynd af sunnlenskri menningu. Viðburðir þeirra hafi stuðlað að þátttöku íbúa á Suðurlandi og um leið laðað gesti að landshlutanum. Fyrirlestrarnir hafi í flestum tilvikum fjallað um efni sem tengjast Suðurlandi og þannig hafi þau einnig vakið athygli á menningararfi Sunnlendinga.

Rut Ingólfsdóttir tekur til máls og þakkar samtökunum fyrir viðurkenninguna.

Sólmundur Hólm uppstandari er með uppstand.

Fundarlok aðalfundar SASS kl. 16:15.

Ágúst Sigurðsson setur ársþing SASS kl. 9 að morgni föstudagsins 30.október.
Nú er komið að fundarlokum ársþings SASS og gefur fundarstjóri varaformanni, Helga Kjartanssyni, orðið. Þakkar hann sveitarstjórnarmönnum fyrir góðan, málefnalegan og gagnlegan fund. Einnig þakkar hann fundarstjórum, starfsmönnum SASS og öðrum starfsmönnum fyrir góðan undirbúning fyrir fjarfundinn sem honum fannst takast vel. Hann vonast þó til að hægt verði að hafa venjulegt ársþing að ári.
Fundi slitið kl.: 12:24
Rósa Sif Jónsdóttir, fundarritari

Fundargerð aðalfundar SASS 2020 (.pdf)