fbpx

Samningur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og ríkisins um menningarmál hefur ekki verið gerður fyrir árið 2015. Verið er að vinna að nýjum samningum milli ríkis og sambanda sveitarfélaga á landsvísu. Talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar en ætlunin er að sameina í einn samning menningarsamninga, vaxtarsamninga og samninga um sóknaráætlun. Þar með verður væntanlega til nýr sjóður sem úthlutað verður úr bæði til menningarverkefna og nýsköpunar. Unnið er með ríkinu að gerð nýs samnings og ætla má að hægt verði að auglýsa á fyrstu mánuðum þessa árs.

Nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands í síma 480-8207 eða menning@sudurland.is