fbpx

Útsvarstekjur á hvern íbúa sveitarfélaganna á Suðurlandi sveiflast mjög mikið á milli áranna 2002-2012, en eru mismiklar eftir sveitarfélögum. Vestmannaeyjar, Hornafjörður og Sveitarfélagið Ölfus, standa upp úr allt tímabilið, sérstaklega þó Vestmannaeyjar og Hornafjörður, sem rekja má til góðæris í uppsjávarafla og vinnslu.

Þessar sveiflur endurspegla þann veruleika sem stjórnendur sveitarfélaga standa frammi fyrir. Því ber að viðhafa faglega langtíma hugsun í uppbyggingu og standa fast á því að halda og vinna að jafnvægi í fjármálum og framþróun sveitarfélagsins.

Tekjuþróun sveitarfélaga á Suðurlandi súlurit