fbpx

Miðvikudaginn 25. september var haldinn stofnfundur klasans Fuglar á Suðurlandi. Markmiðið með klasanum er að bæta og byggja upp innviði ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, með tilliti til fuglatengdrar ferðaþjónustu og möguleikum á að markaðssetja Suðurland sem fuglaskoðunarsvæði á alþjóðavísu.

Ráðinn var klasastjóri, tímabundið til verkefnisins, Guðríði Ester Geirsdóttir. Verkefnastjóri er Þórður Freyr Sigurðsson, ráðgjafi hjá SASS.

Upplýsingar þær sem nú þegar eru til um fuglaskoðunarsvæði á Suðurlandi verða dregnar saman og lokið verður kortlagningu áhugaverðra svæða á Suðurlandi. Út frá þeim upplýsingum verður unnt að leggja fram tillögur um endurbætur eða uppbyggingu á aðstöðu, aðgengi og merkingum á svæðum innan tiltekinna sveitarfélaga.

Stefnt er að því að halda námskeið í fuglaleiðsögn á vordögum 2014. Markmið með námskeiðinu er að efla vitund rekstraraðila í ferðaþjónustunni á þeim tækifærum sem liggja í fuglatengdri ferðaþjónustu.

Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari, hélt erindi um Suðurland sem fuglaskoðunarsvæði. Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, fór yfir tækifæri í markaðssetningu fuglatengdrar ferðaþjónustu og Ari Páll Pálsson, verkefnastjóri Fuglastígs Norð-austurlands hélt erindi.