fbpx

Markmið

Gerð gagnabanka til að styrkja ímynd og ásýnd Suðurlands í formi mynda og texta fyrir landshlutann þar sem auðlindir, náttúra, menning og mannlíf væri í forgrunni, sem nýst gæti sveitarfélögum, klösum, SASS og Markaðsstofu Suðurlands í efni s.s. á vefsíðum, kynningum, skýrslum o.fl.

Verkefnislýsing

Gerður verður sameiginlegur textabanki á íslensku og ensku þar sem sameiginleg ásýnd, áherslur og auðlindir eru dregnar fram til þess að nýta til kynningar, upplýsingagjafar og fleira. Skráningu mynda og texta yrði með merki (e. tag) sem auðveldar uppflettingar og leit.
Helstu verkþættir:

  • Þarfagreining á myndum og textum
  • Skipulag og samantekt á því efni sem til er
  • Kaup á textaskrifum á íslensku og ensku ásamt samræmingu við fyrirliggjandi efni
  • Kaup á myndefni út frá niðurstöðu þarfagreiningar
  • Gerð gagnabanka
  • Kynna og gera aðgengilegan til hagnýtingar viðeigandi aðila

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist beint fjórum af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð

Skilvirkur gagnagrunnur með merktum (e.tags) texta og myndum


Verkefnastjóri
Dagný Hulda Jóhannsdóttir
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Suðurlands
Samstarfsaðili
SASS. Faghópur sveitarfélaganna um ferðamál. Fulltrúar klasa.
Heildarkostnaður
3.500.000
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.500.000
Ár
2019
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árinu 2019
Árangursmælikvarði/ar
Betri samhæfing og fagleg ásýnd landshlutans út á við.
Staða
Í vinnslu


Staða verkefnis

Ráðinn var starfsmaður til að vinna verkefnið með starfsmönnum Markaðsstofu Suðurlands. Haft var samband við faghóp sveitarfélaga á Suðurlandi um ferðamál og upplýsingar fengnar frá þeim um efnistök mynda á hverju svæði auk ábendinga um ljósmyndara og unnin þarfagreining útfrá því. Þá var leitað til ljósmyndara á Suðurlandi og óskað eftir myndum af þessum lista. Valið var úr myndum og samið við ljósmyndara. Samhliða þessu var unnið að því að finna hentugt kerfi sem uppfyllti þau skilyrði sem lagt var upp með við gerð slíks gagnabanka. Bynder varð fyrir valinu og þar má finna allar myndirnar á einum stað. Það þurfti að vinna að uppsetningu með kerfisstjórum frá Bynder svo kerfið væri rétt sett upp út frá þörfum myndabankans. Hver mynd er svo merkt til að falla að flokkunarkerfinu og auðveldar það leit í kerfinu. Myndabankinn er kominn í loftið og til þar til bærra notenda ásamt reglum um notkun. Mikilvægt er þó að halda áfram að safna þangað inn myndum á næstu árum. Í textahluta er búið að taka saman efnistök og fá textahöfunda til að semja texta á íslensku og þýða yfir á ensku.