sass@sass.is 480-8200

Markmið

Gerð gagnabanka til að styrkja ímynd og ásýnd Suðurlands í formi mynda og texta fyrir landshlutann þar sem auðlindir, náttúra, menning og mannlíf væri í forgrunni, sem nýst gæti sveitarfélögum, klösum, SASS og Markaðsstofu Suðurlands í efni s.s. á vefsíðum, kynningum, skýrslum o.fl.

Verkefnislýsing

Gerður verður sameiginlegur textabanki á íslensku og ensku þar sem sameiginleg ásýnd, áherslur og auðlindir eru dregnar fram til þess að nýta til kynningar, upplýsingagjafar og fleira. Skráningu mynda og texta yrði með merki (e. tag) sem auðveldar uppflettingar og leit.
Helstu verkþættir:

  • Þarfagreining á myndum og textum
  • Skipulag og samantekt á því efni sem til er
  • Kaup á textaskrifum á íslensku og ensku ásamt samræmingu við fyrirliggjandi efni
  • Kaup á myndefni út frá niðurstöðu þarfagreiningar
  • Gerð gagnabanka
  • Kynna og gera aðgengilegan til hagnýtingar viðeigandi aðila

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Verkefnið tengist beint fjórum af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Lokaafurð

Skilvirkur gagnagrunnur með merktum (e.tags) texta og myndum


Verkefnastjóri
Dagný Hulda Jóhannsdóttir
Framkvæmdaraðili
Markaðsstofa Suðurlands
Samstarfsaðili
SASS. Faghópur sveitarfélaganna um ferðamál. Fulltrúar klasa.
Heildarkostnaður
3.500.000
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.500.000
Ár
2019
Tímarammi
Verkefnið verður unnið á árinu 2019
Árangursmælikvarði/ar
Betri samhæfing og fagleg ásýnd landshlutans út á við.
Staða
Í vinnslu
Númer