fbpx

Ratsjáin var fyrst keyrð í samstarfi Ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar árið 2016 en með stuðningi frá Byggðaáætlun 2019. Í verkefninu geta þátttakendur kynnst hver öðrum, geta miðlað þekkingu og reynslu sín á milli og myndað með sér samstarf og tenglsanet.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við viðeigandi aðila hverju sinni en í ár er það samstarf við landhlutasamtökin á Íslandi.

Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá efnisþætti sem teknir verða fyrir.

Meðal efnisþátta sem verða í boði eru:

 • Nýsköpun og vöruþróun
 • Markaðsmál og markhópar
 • Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja
 • Breyttir tímar og tækifærin – kaupákvörðunarhringurinn
 • Draumur stofnenda – tilgangur og markmiðasetning
 • Heimasíður – hvernig skarar síðan mín fram úr?
 • Streitustjórnun
 • Vörumerkjastjórnun
 • Endurhugsaðu viðskiptamódelið
 • Skapandi hugsun sem verkfæri til framfara
 • Samkeppnishæfni og sérstöðugreining, svo dæmi séu tekin.

 

Meðal helsta ávinnings sem núverandi fyrirtæki í Ratsjánni nefna með þátttöku sinni í verkefninu er:

 • Skerpt á fókus á þeim atriðum sem þarf að huga að núna til skemmri tíma
 • Gefið þér ný verkfæri til að vinna með inní nýjan veruleika
 • Hjálpað þér að kafa í kjarnann á þínu fyrirtæki og endurskipulagt ferla
 • Gefið þér vísbendingar um hvar í rekstri þarf að endurhugsa til framtíðar þegar hjólin snúast á ný
 • Gefið þér tækifæri á að spegla þig meðal jafningja sem eru í sömu stöðu
 • Komið auga á ný viðskiptatækifæri með hjálp vörþróunar og nýsköpunar
 • Þjálfað þig og lykilstjórnendur í breytingastjórnun, aukinni sjálfbærni og nýjum leiðum til stafrænnar vegferðar.
 • Stóraukið tengslanetið og samstarf aðila á milli

Hér má finna slóð á kynningarfund sem haldinn var 25. janúar 2022.

Á vef verkefnisins má einnig finna frekari upplýsingar og umsóknarform.