fbpx

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun  fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í annað sinn nú í haust. Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir,  kennarar; einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög  o.fl.

 

Veitt verða peningaverðlaun sem nýtt verði til áframhaldandi menntunarstarfs.   Þeir aðrir sem tilnefndir verða munu fá formlega viðurkenningu um tilnefninguna.  Verðlaunin verða afhent við formlega athöfn í október nk.

Hér með er óskað eftir tilnefningum  til verðlaunanna. Rétt til að tilnefna til verðlaunanna hafa  allir þeir sem tengjast skóla-  og menntunarstarfi með einhverjum hætti.  Tilnefningum skal fylgja ítarlegur rökstuðningur.  Mennta- og menningarmálanefnd SASS velur úr tilnefningum og veitir verðlaunin.  Tilnefningar skulu hafa borist  til Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Austurvegi 56 Selfossi, eigi síðar en 15. september nk.