fbpx

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga stóðu fyrir málþingi um framtíð háskólanáms á Suðurlandi á Hótel Selfossi 26. apríl 2016.  Málþingið þótti takast einkar vel. Tólf framsögur voru á fundinum, þ.e. frá öllum sjö háskólum landsins, Háskólafélagi Suðurlands, forsætisráðherra, formanni allsherjar- og menntamálanefndar, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þá lýsti fjarnemi reynslu sinni af fjarnámi á háskólastigi.

Mikill samhljómur var á fundinum um mikilvægi þess að bæta aðgengi að háskólamenntun á Suðurlandi. Þá kom fram að þó svo málefni háskólanna væru gjarnan skilgreind sem verkefni ríkisins skipti aðkoma sveitafélaga og atvinnulífs einnig miklu máli.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga eru staðráðin í að fylgja málþinginu eftir með nánari stefnumörkun í þessum málaflokki og kalla eftir frekara samstarfi við háskólana og hagaðila á Suðurlandi.

IMG_0637 IMG_0641 IMG_0646 IMG_0648 IMG_0650 IMG_0651 IMG_0654 IMG_0657 IMG_0658 IMG_0660 IMG_0661 IMG_0662 IMG_0664 IMG_0665IMG_0628 IMG_0636 IMG_0655 IMG_0656