fbpx

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar

Markmið: Laða að ný fyrirtæki, innlend sem erlend. Verkefnislýsing: Komið verði upp safni upplýsinga fyrir fjárfesta á sérstöku vefsvæði. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi með Íslandsstofu og öðrum atvinnuþróunarfélögum. Stuðst verður við gátlista yfir upplýsingar sem talin er þörf á fyrir fjárfesta, oftast þá miðað við erlenda fjárfesta en upplýsingar verða á Íslensku og

Markmið: Að byggja upp safn hagupplýsinga fyrir Suðurland og miðla þeim á vef SASS. Verkefnislýsing: Verkefnið gengur út á að safna saman hagupplýsingum fyrir Suðurland. Upplýsingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar til að þjóna atvinnulífi, sveitarfélögunum og við gerð stefnumörkunar fyrir landshlutann. Gögnin munu m.a. nýtast í hagsmunagæslu, stöðugreiningu eða til kynningar fyrir aðila sem

Markmið: Að fjölga gestum safna, sýninga og setra á Suðurlandi. Verkefnislýsing: Verkefnið gengur út á það að skapa sameiginlegan kynningarvettvang fyrir söfn, sýningar og aðra menningarstarfsemi á Suðurlandi með útgáfu bæklings eða menningarpassa. Passinn mun veita afslátt af aðgangseyri þar sem það á við eða annarri þjónustu. Bæklingnum verður með upplýsingum um söfn, sýningar og

Markmið: Að innleiða fjarheilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Verkefnislýsing: Um er að ræða innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Um tilraunaverkefni er að ræða og felst stuðningur Sóknaráætlunar Suðurlands við verkefnastjórnun á tímabili innleiðingarinnar. Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019: Verkefnið tengist beint leiðarljósi Sóknaráætlunar Suðurlands um jákvæða samfélagsþróun og framtíðarsýnar um sterkar byggðir og strausta innviði. Lokaafurð: Fjarheilbrigðisþjónustan

Markmið: Að koma á námi í tæknifræði og leikskólafræðum á fagháskólastigi á Suðurlandi. Verkefnislýsing: Á grundvelli niðurstaðna fjarnámsskýrslunnar (áhersluverkefni 2017) og samstarfs við HÍ verður unnið að greiningarvinnu og mótun náms á stigi fagháskólanáms í tæknifræði og leikskólafræðum. Verður kennslan fyrsta skólaárið bundin við Suðurland. Gert er ráð fyrir að um fjarnám/dreifnám verði að ræða

Markmið: Að ná fram niðurstöðum um mögulegar staðsetningar fyrir alþjóðaflugvelli á Suðurlandi með tilliti til veðurfars. Verkefnislýsing: Að greina mögulegar staðsetningar fyrir alþjóðaflugvelli á Suðurlandi með tilliti til veðurfars og vinna að veðurathugunum á þeim svæðum. Einnig að vinna að heildrænni kortlagningu veðurfars í landshlutanum og birta á Kortavef Suðurlands. Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019: Verkefnið

Markmið: Að ná fram sameiginlegri stefnu sveitarfélaganna á Suðurlandi í að lágmarki fimm megin flokkum í umhverfis- og auðlindamálum. Verkefnislýsing: Gerð verkefnalýsingu um gerð umhverfis- og auðlindastefnu, þar sem fram kemur umfang verkefnisins og skilgreiningar á hvaða megin þætti skal vinna með í stefnunni sem taka til umhverfis- og auðlindamála. Í framhaldi verður hafist handa