fbpx

Markmið:

Að byggja upp safn hagupplýsinga fyrir Suðurland og miðla þeim á vef SASS.

Verkefnislýsing:

Verkefnið gengur út á að safna saman hagupplýsingum fyrir Suðurland. Upplýsingarnar eru fyrst og fremst ætlaðar til að þjóna atvinnulífi, sveitarfélögunum og við gerð stefnumörkunar fyrir landshlutann. Gögnin munu m.a. nýtast í hagsmunagæslu, stöðugreiningu eða til kynningar fyrir aðila sem vilja flytjast inn á landshlutann eða koma þar upp starfsemi.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist beint tveimur af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands;

    • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum.
    • Vinna að heildrænni kortlagninu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða.

Eins tengist verkefnið sértækum markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands, s.s. um að laða að ný fyrirtæki, innlend sem erlend og um að efla grunngerðir atvinnulífs í landshlutanum.

Lokaafurð:

Uppsett safn hagupplýsinga sem miðlað verður af vef SASS.

Annað: 

Verkefnastjóri
Hrafn Sævaldsson
Verkefnastjórn
Hrafn Sævaldsson
Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS


Heildarkostnaður
2.500.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.500.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183006