fbpx

Markmið:

Að ná fram niðurstöðum um mögulegar staðsetningar fyrir alþjóðaflugvelli á Suðurlandi með tilliti til veðurfars.

Verkefnislýsing:

Að greina mögulegar staðsetningar fyrir alþjóðaflugvelli á Suðurlandi með tilliti til veðurfars og vinna að veðurathugunum á þeim svæðum. Einnig að vinna að heildrænni kortlagningu veðurfars í landshlutanum og birta á Kortavef Suðurlands.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist sérstaklega einni af megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

    • Vinna að heildrænni kortlagninu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða

Verkefnið styður einnig við önnur markmið Sóknaráætlunar á sviði atvinnuþróunar, s.s. um að efla grunngerðir atvinnulífs í landshlutanum, styðja við rannsóknir, vöruþróun og virðisaukandi aðgerðir, laða að ný fyrirtæki, innlend sem erlend og að efla rannsóknir og þróunarstarf, einkum varðandi jarðvísindi, náttúru og ferðamál.

Lokaafurð:

  • Niðurstöður um hvaða svæði uppfylla veðurfarsleg skilyrði
  • Veðurathuganir á tilgreindum svæðum
  • Yfirlit yfir veðurfar á Suðurlandi á Kortavef Suðurlands

Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS og Veðurstoða Íslands
Samstarfsaðili
Veðurstofa Íslands


Heildarkostnaður
5.500.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.500.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183002

 

 

Veðurathuganir á Suðurlandi (.pdf)

Format á veðurskilyrðum fyrir alþjóðaflugvöll á Suðurlandi (.pdf)

Frétt um efnið má finna hér