fbpx

Markmið:

Að koma á námi í tæknifræði og leikskólafræðum á fagháskólastigi á Suðurlandi.

Verkefnislýsing:

Á grundvelli niðurstaðna fjarnámsskýrslunnar (áhersluverkefni 2017) og samstarfs við HÍ verður unnið að greiningarvinnu og mótun náms á stigi fagháskólanáms í tæknifræði og leikskólafræðum. Verður kennslan fyrsta skólaárið bundin við Suðurland. Gert er ráð fyrir að um fjarnám/dreifnám verði að ræða og stunda megi það með vinnu.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist með beinum hætti einni af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands;

  • Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð

Verkefnið styður einnig við markmið Sóknaráætlunar á sviði menntamála, s.s. um að auka framboð fjarnáms á framhalds- og háskólastigi á Suðurlandi, tryggja jafnt aðgengi að menntun um allan landshlutann og um að auka samvinnu menntastofnana á svæðinu og utan þess.

Lokaafurð:

Námsleiðir í tæknifræði og leikskólafræðum.

Annað:

Verkefnastjóri
Sigurður Sigursveinsson
Verkefnastjórn
Sigurður Sigursveinsson
Þórður Freyr Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
Háskólafélag Suðurlands
Samstarfsaðili
HÍ og þekkingarsetur á Suðurlandi


Heildarkostnaður
5.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183003