fbpx

Markmið:

Laða að ný fyrirtæki, innlend sem erlend.

Verkefnislýsing:

Komið verði upp safni upplýsinga fyrir fjárfesta á sérstöku vefsvæði. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi með Íslandsstofu og öðrum atvinnuþróunarfélögum. Stuðst verður við gátlista yfir upplýsingar sem talin er þörf á fyrir fjárfesta, oftast þá miðað við erlenda fjárfesta en upplýsingar verða á Íslensku og ensku. Einnig verður stuðst við almennar upplýsingar um fjárfestingar á Íslandi, sem að hluta eru upplýsingar sem koma munu frá Íslandsstofu en einnig unnið með verkefninu „innviðagreining Suðurlands“ þar sem upplýsingar um innviði Suðurlands verður komið á framfæri, að því marki að þau eiga við þennan markhóp. Einnig verður unnið með Kortavef Suðurlands í framsetningu á upplýsingum og sveitarfélögin hvött til að tengja lausar lóðir við við Kortavefinn, sem nú er virkt að einhverju marki í Ölfusi og Hornarfirði. Unnin verður sérstakur „hamur“ við Kortavefinn og þannig birt önnur útfærsla af honum með þeim upplýsingum sem eiga við þann markhóp, á því vefsvæði.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið vinnur beint að einu sértæku markmiði Sóknaráætlunar Suðurlands, um að laða að ný fyrirtæki, innlend sem erlend.

Lokaafurð:

Upplýsingavefur fyrir fjárfesta á Suðurlandi.

Annað:

Verkefnastjóri
Þórður Freyr Sigurðsson
Verkefnastjórn
Þórður Freyr Sigurðsson
Dagný H. Jóhannsdóttir
Hrafn Sævaldsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Íslandsstofa og Markaðsstofa Suðurlands


Heildarkostnaður
2.500.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
2.500.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183007