fbpx

Markmið:

Að ná fram sameiginlegri stefnu sveitarfélaganna á Suðurlandi í að lágmarki fimm megin flokkum í umhverfis- og auðlindamálum.

Verkefnislýsing:

Gerð verkefnalýsingu um gerð umhverfis- og auðlindastefnu, þar sem fram kemur umfang verkefnisins og skilgreiningar á hvaða megin þætti skal vinna með í stefnunni sem taka til umhverfis- og auðlindamála. Í framhaldi verður hafist handa við gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland, eftir samþykki auka aðalfundar SASS í júní 2018.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist með skýrum hætti fjórum af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum.
  • Vinna að heildrænni kortlagninu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða.
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum

Lokaafurð:

Tilbúin verklýsing fyrir ársþing SASS í júní.

Annað:


Verkefnastjóri
Guðlaug Ósk Svansdóttir
Verkefnastjórn
Þórður Freyr Sigurðsson, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir og Bjarni Guðmundsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili

Heildarkostnaður
10.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
10.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183001