6. mars 2007

Í tillögu að 12 ára samgönguáætlun, sem nú er til umfjöllunar á Alþingi, er ekki gert ráð fyrir að framkvæmdum við Suðurstrandarveg ljúki fyrr en í lok tímabilsins..  Af þessu tilefni hafa stjórnir Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum  samþykkt eftirfarandi  sameiginlega ályktun um málið: ,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lýsa 

13. febrúar 2007

Veruleg aukning varð á umferðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur á síðasta ári. Umferðartalning   fer fram á 4 stöðum; við Ingólfsfjall, á Hellisheiði, á Sandskeiði og við Geitháls.  Meðalumferð við Ingólfsjall var 7.049 bílar á sólarhring, hafði aukist um 521 bíl á dag frá árinu áður eða um 8,0%.  Á Hellisheiðinni var meðalumferðin 6.443 bílar

7. febrúar 2007

400. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, miðvikudaginn 7. febrúar 2007, kl. 16.00 Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Björn B. Jónsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Elliði Vignisson, Þórunn Jóna Hauksdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Dagskrá 1. Ársreikningur SASS fyrir árið 2006 Samkvæmt ársreikningnum var rekstrarafkoma samtakanna jákvæð um kr.

29. janúar 2007

Primordia ráðgjöf ehf. (www.primordia.is), hefur tekið að sér að undirbúa stofnun „Háskólafélag Suðurlands hf.“, eins og vinnuheiti verkefnisins er í dag, sem á að miðla, og hugsanlega skapa, háskólanám á Suðurlandi.  Verkefnið er kostað af Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og hefur það að markmiði að miðla háskólanámi á Suðurlandi og byggja upp umhverfi í tengslum við það sem

22. janúar 2007

Skrifað var undir samning um rekstur meðferðar- og skólaúrræðisins Gaulverjaskóla fimmtudaginn 18. janúar 2007 kl. 12 í Félagslundi í Flóahreppi. Samningurinn tryggir rekstur úrræðisins í þrjú ár, eða til ársloka 2008. Þeir sem skrifuðu undir samninginn voru: Þorvarður Hjaltason, f.h. Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Kristín Hreinsdóttir, f.h. Skólaskrifstofu Suðurlands, Kári Stefánsson, f.h. Velferðarsjóðs íslenskra barna og

10. janúar 2007

399. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, miðvikudaginn 10. janúar 2007, kl. 12.00 Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Björn B. Jónsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þórunn Jóna Hauksdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Elliði Vignisson var í símasambandi. Gestir fundarins: Óskar Reykdalsson yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ágúst Sigurðsson rektor

22. nóvember 2006

398. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, miðvikudaginn 22. nóvember 2006, kl. 16.00 Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Björn B. Jónsson, Aldís Hafsteinsdóttir, Jóna Sigurbjartsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Elliði Vignisson og Þórunn Jóna Hauksdóttir boðuðu forföll. Dagskrá 1. Fundargerð Samgöngunefndar SASS frá 10. október sl. Fundargerðin staðfest. 2.

6. nóvember 2006

Á morgun þriðjudaginn 7. nóvember verður haldinn fundur um nýjar hugmyndir vegna Suðurlandsvegar og uppbyggingar umferðarmannvirkja. Fundurinn fer fram í Tryggvaskála á Selfossi frá kl. 12:00-13:40. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.   Stefanía Katrín Karlsdóttir bæjarstjóri Árborgar setur fundinn. Framsögumenn verða Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá, Einar Guðmundsson forstöðumaður Sjóvá Forvarnarhúss og Runólfur Ólafsson

16. október 2006

Vaxtarsamningur Suðurlands var undirritaður sl. föstudag á Hótel Hvolsvelli.  Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisns og hélt ávarp.  Í máli hans kom m.a. fram að vaxtarsamniningar færðu aukið vald til heimamanna og  efldu frumkvæði og samstöðu í byggðarlögunum. Meginmarkmið samningsins eru: að  efla Suðurland sem eftirsóttan valkost til búsetu,að auka samkeppnishæfni svæðisins

6. október 2006

Tekið hafa gildi lög um umhverfismat áætlana sem varða skipulagsáætlanir sveitarfélaga og áætlanir stjórnvalda í einstökum málaflokkum, s.s. um samgöngur og orkumannvirki. Lögin verða kynnt á opnum fundi á Þjónustuskrifstofu verkalýðsfélaganna, Austurvegi 56, 3. hæð, mánudaginn 9. október kl. 14.00 ásamt breytingum á lögum vegna efnistöku í eldri námum. Fulltrúar Skipulagsstofnunar og umhverfisráðuneytisins munu svara