fbpx

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga verður haldið 1. og 2. nóvember nk. skv. eftirfarandi dagskrá.  Þar verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands.  Ársþingið munu sækja um 70 sveitarstjórnarmenn og embættismenn sveitarfélaganna auk gesta.  Meðal gesta ársþingsins fundarins verða Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og þingmenn kjördæmisins.
Meðal fyrirlesara á þinginu verður  Anna Margrét Guðjónsdóttir forstöðumaður Brusselskrifstofu  Sambands íslenskra sveitarfélaga sem mun flytja fyrirlestur um áhrif ESB á íslensk sveitarfélög:

Dagskrá ársþingsins er eftirfarandi:

 

Fimmtudagur 1. nóvember

 

9.30 – 10.00                Skráning fulltrúa

 

10.00 – 10.10              Setning

 

10.10 – 12.00             Aðalfundur SASS

 

12.00 – 13.00              Hádegisverður

 

13.00 – 13.30              Ávörp gesta

13.30 – 15.20              Aðalfundur Skólaskrifstofu Suðurlands

15.30 – 17.00              Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands

17.00 – 19.00              Nefndastörf

Föstudagur 2. nóvember

 

 

8.00  –  10.00              Áframhald  nefndastarfa

 

10.00 – 10.30              Kaffihlé

 

10.30 – 12.00               Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

12.00 – 13.00              Hádegisverður

 

13.00 – 14.30              Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands

 

14.30 – 15.30              Aðalfundur SASS, framhald

 

15.30 – 17.00              Umræður um nefndaálit og afgreiðsla þeirra

Almennar umræður

 

17.00                           Slit ársþings

 

 

Hugsanlegt er að tímasetningar færist framar ef aðalfundir taka styttri tíma en gert er ráð fyrir í dagskrá.

 

Einnig er gerður  fyrirvari um  aðrar hugsanlegar breytingar á dagskránni.