fbpx

Undirritaður var samningur um samstarfsverkefni um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi þann 27. september 2007.  Samninginn undirrituðu Magnús Skúlason framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Laufey Jónsdóttir framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Suðurlandi.

Samningurinn felur í sér samstarf þriggja stofnana um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi. Heilbrigðisstofnun Suðurlands greiðir fyrir 60%, Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Suðurlandi fyrir 20% og Skólaskrifstofa Suðurlands fyrir 20%.  Mun iðjuþjálfi sjá um greiningu, ráðgjöf og meðferð barna á aldrinum eins til átján ára á Suðurlandi.

Sérfræðingar Skólaskrifstofu geta vísað málum til iðjuþjálfa, ásamt sérfræðingum heilsugæslu og teymis á vegum Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra.