fbpx

Markmið

Efling forvarna og valdelfingar ungmenna á Suðurlandi með jafningjafræðslu.

Verkefnislýsing

Eitt sveitarfélag mun ,,hýsa“ verkefnið og ráða ungmennit til starfa á grundvelli jafningjafræðslu eða sem ,,fræðarar“. Fræðarar munu taka þátt í jafningjafræðslunámi á vegum Reykjavíkurborgar. Tilgangur verkefnisins er að öll ungmenni á Suðurlandi hafi með þátttökusinni aukið vitund sína gagnvart þeim áskorunum sem ungmenni standa frammi fyrir í dag eða á hverjum tíma, með valdeflingu og með áherslu á forvarnir. Unnið er með þekkta og viðurkennda aðferðarfræði. Þar sem fjögur ungmenni munu starfa yfir sumarið og heimsækja vinnustaði ungmenna og eftir atvikum skóla, í öllum sveitarfélgöum á Suðurlandi. Umsjónarmaður fylgir verkefninu eftir á vegum Árborgar. Verkefnið hefur áður verið framkvæmt með góðum árangri árið 2020.

Málaflokkur 

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Árangursmælikvarðar

Árangursmat í formi könnunar meðal þátttakenda.

Lokaafurð

Afurð verkefnisins er að öll ungmenni á Suðurlandi hafi með þátttöku sinni aukið vitund sína gagnvart þeim áskorunum sem ungmenni standa frammi fyrir í dag eða á hverjum tíma. Unnin verður samantekt við lok verkefnis ásamt árangursmati samantektin kynnt á ársþingi SASS í október 2023.


Framkvæmdaraðili
Sveitarfélagið Árborg
Samstarfsaðilar
Sveitarfélögin á Suðurlandi og Reykjavíkurborg
Heildarkostnaður
6.500.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
6.500.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið hefst með undirbúningi að vori og verður lokið 31.12.2023
Númer
193009