fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 12. ágúst  2011,  kl. 11.00

Mætt:  Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Elín Einarsdóttir, Elliði Vignisson (í síma),  Ásgerður Gylfadóttir, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Guðfinna Þorvaldsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna til fundar.

 Dagskrá

 1. Fundargerð sumarfundar landshlutasamtakanna frá 23. júní sl.

Til kynningar.

2. Almenningssamgöngur á Suðurlandi.1. a.       Vinna við undirbúning málsins. 

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir vinnu sem farið hefur fram á undanförnum vikum.  Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með ráðgjöfum, einstökum sveitarfélögum  og fleiri aðilum.  Stefnt er að útboði 17. ágúst nk.  Boðað hefur verið til fundar aðildarsveitarfélaganna 16. ágúst nk.

  1. b.       Samningur Vegagerðar og SASS, dags. 26. júlí 2011.

Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um staðfestingu sveitarfélaganna.  Nokkur sveitarfélög hafa þegar staðfest hann.

  1. Bréf frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 7. júlí 2011, þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög á Suðurlandi taki þátt í verkefninu.
  2. d.      Bréf frá Hveragerðisbæ, dags. 21. júlí 2011,

Í bréfinu er lýst  yfir ánægju með drög að samningi við Vegagerðina og drög að kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna.

  1. e.       Bréf frá SASS, dags. 3. ágúst 2011, þar sem óskað staðfestingar aðildarsveitarfélaganna á samningi við Vegagerðina.
  2. Bréf  frá Sveitarfélaginu Árborg , dags. 4. ágúst 2011, þar sem fram kemur að sveitarfélagið staðfestir samning við Vegagerðina fyrir sitt leyti.
  3. Bréf  frá Hveragerðisbæ, dags. 4. ágúst 2011, þar sem fram kemur að sveitarfélagið staðfestir samning við Vegagerðina fyrir sitt leyti.
  4. Bréf  frá Flóahreppi, dags. 4. ágúst 2011, þar sem fram kemur að sveitarfélagið staðfestir samning við Vegagerðina fyrir sitt leyti.
  5. Drög að  skiptingu ábyrgðar sveitarfélaganna vegna almenningssamgangnanna. Vísað til stjórnar frá starfshópi SASS um almenningssamgöngur.  Drögin rædd.

3. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dags. 3. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar um drög að      reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Framkvæmdastjóra falið að semja umsögn  í samræmi við umræður á fundinum sem send verður stjórn til samþykktar.

 4. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu, dags. 20. júní 2011, þar sem óskað er umsagnar um drög að reglugerð um stjórn vatnamála.

Stjórn SASS gerir ekki athugasemdi við tillögur að stjórnunarlegri uppbyggingu sem fram koma í drögunum.  Hins vegar gerir stjórn SASS alvarlegar athugasemdir við 6. grein reglugerðardraganna  um vatnasvæðanefndir þar sem fram  kemur að tilnefningaraðilar, þar á meðal sveitarfélögin, greiði kostnað af setu fulltrúa sinna í nefndinni.  Kostnaður vegna þóknunar og ferða  getur verið umtalsverður og eðlilegt og sjálfsagt að  viðkomandi ráðuneyti/ríkisstofnun  greiði allan kostnað vegna verkefna sem það stofnar til og ber ábyrgð á.

 5. Bókun Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 9. júní sl. vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um sorpbrennslur með undanþágu frá tilskipun ESB.

Stjórn SASS tekur undir sjónarmið nefndarinnar sem fram koma í bókuninni.   Það skýtur skökku við að að Umhverfisráðuneytið bregðist við gagnrýni Ríkisendurskoðunar  á  Umhverfisstofnun, sem er undirstofnun ráðuneytisins, með því að ýja að því að til bóta væri að breyta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hvað varðar  meðhöndlun úrgangs  með því að færa verkefnið frá sveitarfélögum til ríkisins.

 6. Erindi frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (uppboð aflaheimilda), 839. mál. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/139/s/1510.html 

Frumvarpið lagt fram.

 7. Bréf frá VSÓ Ráðgjöf, dags. 21. júní 2011, varðandi þjónustu fyrirtækisins við sveitarfélög og samtök þeirra.

Til kynningar.

8. Sóknaráætlun fyrir Suðurland

Staða mála kynnt.

9. Efling sveitarstjórnarstigsins

Staða mála kynnt.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn 9. september nk.

Fundi slitið kl.  12.30