fbpx

Markmið

Katla jarðvangur (Katla UNESCO Global Geopark) er nýbúinn að fara í gegnum stefnumótunarferli fyrir tilstuðlan sveitarfélaganna þriggja með aðstoð ráðgjafafyrirtækisins Alta. Ein megintillagan í stefnumótuninni er að skýrari svæðismörkun (regional branding) sé mikilvæg til að leysa úr læðingi frekari ávinning af UNESCO vottuninni. Verkefnið styður vel við megináherslu málaflokks umhverfis í Sóknaráætlun Suðurlands um aukna umhverfisvitund, og áherslu málaflokks atvinnu og nýsköpunar um að ferðaþjónusta á Suðurlandi byggist á sjálfbæru samfélagi, ennfremur um áherslu á að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

Fundað hefur verið m.a. með Íslandsstofu, Markaðssstofu Suðurlands og Svæðisgarðinum á Snæfellsnesi varðandi vinnu þessara aðila að svæðismörkunarverkefnum. Þá hefur verið sóttar upplýsingar með þátttöku á Nordic Place Branding ráðstefnu í nóv/des 2020. Fyrir milligöngu Íslandsstofu er gert ráð fyrir að funda með Austurbrú vegna vinnu við Áfangastaðinn Austurland, Vestfjarðastofu vegna vinnu við Vestfjarðahringinn og Markaðsstofu Norðurlands vegna vinnu við Norðurstrandaleið (Arctic Coast Way) og Demantshringinn (Diamond Circle). Þá hefur verið leitað tilboða um ráðgjöf hjá erlendum aðilum sem komið hafa að sumum ofantalinna verkefna hér á Íslandi. Kostnaður við vel heppnuð verkefni af þessu tagi virðist annars vegar vera fólgin í sérhæfðri ráðgjöf sem sótt hefur verið erlendis, og hins vegar til ítarlegs samtals við íbúa og fyrirtæki á viðkomandi svæði. Þá er í kjölfarið unnin vörumerkjahandbók auk fleiri markaðstóla. Frekari verkefnislýsing er í vinnslu. Gert er ráð fyrir að verkefninu megi dreifa á tvö ár.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-24

Í áherslum málaflokksins Atvinna og nýsköpun tengist svæðismörkunin áherslunum um að bæta samkeppnishæfni fyrirtækja á Suðurlandi, og að ferðaþjónusta á Suðurlandi byggist á sjálfbæru samfélagi.

Í áherslum málaflokksins Umhverfi tengist svæðismörkunin áherslunni um að ýta undir notkun skipulags á Suðurlandi m.a. til að stýra betur ferðamennsku og innviðauppbyggingu og skilgreina verndarsvæði.

Í áherslum málaflokksins Samfélag tengist svæðismörkunin áherslu um að efla menningartengda ferðaþjónustu, en menningararfurinn er mikilvægur þáttur í starfsemi jarðvanga. Þá styður svæðismörkunin áhersluna um enn nánara samstarf sunnlenskra sveitarfélaga, en þrjú sveitarfélög standa að jarðvanginum og svæðismörkunarverkefninu.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Nr. 2: Ekkert hungur. Í áherslum Íslands varðandi þetta markmið er kveðið á um sjálfbæra þróun í landbúnaði, og lífræna og heilnæma framleiðslu. Gera má ráð fyrir að svæðismörkunin muni m.a. taka til þessara þátta.
Nr. 8: Góð atvinna og hagvöxtur. Í áherslum Íslands varðandi þetta markmið er m.a. kveðið á um aukna framleiðni í sátt við umhverfi og samfélag. Gera má ráð fyrir að svæðismörkunin vinni að þessu markmiði.
Nr. 9: Nýsköpun og uppbygging. Í áherslum Íslands varðandi þetta markmið er m.a. kveðið á um að efla innviði í samgöngum og ferðaþjónustu. Svæðismörkunin kemur beint að þessum þáttum.
Nr. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög. Í áherslum Íslands varðandi þetta markmið er m.a. kveðið á um áskoranir vegna strjálbýlis. Umrætt svæði er strjálbýlt og víðáttumikið þar sem umtalsverður hluti íbúa býr utan skilgreindra þéttbýliskjarna.
Nr. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla. Í áherslum Íslands varðandi þetta markmið er m.a. kveðið á um ferðaþjónustu í sátt við náttúru og samfélag. Svæðismörkunin mun væntanlega fela þetta markmið í sér.
Nr. 15: Líf á landi. Í áherslum Íslands varðandi þetta markmið er vikið að þremur þáttum sem allir koma væntanlega við sögu í svæðismörkuninni; (i) vinna áfram að því að byggja upp net verndarsvæða sem nái yfir sem flesta þætti íslenskrar náttúru, (ii) vinna að endurheimt landgæða, stöðva eyðingu vistkerfa og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni, og (iii) tryggja sjálfbæra nýtingu vistkerfa lands.

Árangursmælikvarðar

Verkefnið fellur almennt að öllum þremur málefnasviðum sóknaráætlunar Suðurlands. Eitt mælanlegra markmiða Sóknaráætlunar Suðurlands er að ljúka við gerð heildstæðrar landnýtingaráætlunar fyrir árið 2025. Vinna við svæðismörkun þessa víðáttumikla svæðis nýtist vel í vinnu við landnýtingaráætlunina. Annað mælanlegra markmiða Sóknaráætlunar Suðurlands er að auka framleiðni fyrirtækja um 10% fyrir árið 2025. Árangursrík svæðismörkun stuðlar að aukinni framleiðni fyrirtækja ásamt því að skapa aðstæður fyrir fjölgun nýskráðra fyrirtækja, en markmiðið þar var einnig fjölgun um 10% fyrir árið 2025.

Lokaafurð

Svæðismörkun Kötlu Geopark


Verkefnastjóri

Framkvæmdaraðili
Katla UNESCO Global Geopark
Samstarfsaðilar
Rangárþing Eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur
Heildarkostnaður
8.000.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
8.000.000 kr.
Ár
2021
Upphaf og lok verkefnis
Mars-desember 2021
Staða
Lokið
Númer
213008

Lokaskýrsla

Lokaskyrsla-Katla-jardvangur-Svaedismorkun_JMJ