fbpx

SASS og Atorka ásamt grunn- og framhaldsskólum á Suðurlandi, munu standa að kynningu á starfsgreinum og einstökum fyrirtækjum, fimmtudaginn 19.mars 2015 í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Til kynningarinnar eru sérstaklega boðnir nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskóla og 1. og 2. árs nemar í framhaldsskólum á Suðurlandi, auk þess sem aðrir nemar FSU og annara framhaldsskóla svæðisins eru velkomnir. Áætlaður fjöldi nemenda sem munu sækja kynninguna er um 6-800.
Fyrirkomulagið verður þannig að einstakar starfsgreinar og fyrirtæki verða með aðstöðu til kynningar, taka  á móti nemum og kynna þeim kosti og möguleika við að starfa í viðkomandi starfsgrein eða fyrirtæki.
Þeir aðilar, fulltrúar starfsgreina, einstök fyrirtæki eða fyrirtækjahópar sem hafa áhuga á kynna sér málið frekar eða taka beinan þátt í þessum metnaðarfulla viðburði, vinsamlega hafið sambandi við, Kristínu Hreinsdóttir, verkefnastjóra hjá SASS, kristinh@sudurland.is og/eða Sigurð Þór Sigurðsson, formann Atorku, sthor@trs.is

sass logo (2)atorka