fbpx

Leyndardómar Suðurlands, kynningarátaki Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga lýkur um helgina með fjölbreyttum viðburðum um allt Suðurland. Átakið, sem hófst föstudaginn 28. mars hefur tekist frábærlega. Boðið hefur verið upp á um 200 viðburði um allan fjórðunginn og hefur þátttakan yfirleitt verið mjög góð. Nýting á fríum Strætó hefur verið sérstaklega góð enda fer brosið varla af farþegum, sem nýtt hafa sér vagnana. Hægt er að skoða allar upplýsingar um viðburði Leyndardóma Suðurlands um helgina í tímaröð hér og nánar um hvern viðburð fyrir sig hér og einnig á www.sudurland.is

 P