fbpx

Þann 11. janúar sl. undirrituðu með sér SASS og Sinfóníuhljómsveit Suðurlands  samning um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Mun styrkur SASS nema 2 m.kr. árið 2022 til að halda skólatónleika og kynna klassíska tónlist fyrir nemendum í grunnskólum á Suðurlandi. Með stuðningi sínum vill SASS auðga menningarlíf á Suðurlandi og skjóta frekari rótum undir starfsumhverfi klassískra tónlistarmanna á

Guðmundur Óli Gunnarsson hljómsveitarstjóri og Margrét Blöndal framkvæmdarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands skrifa undir samninginn

Suðurlandi.

Sinfóníuhljómsveit Suðurlands var stofnuð haustið 2020, hljómsveitarstjóri sveitarinnar er Guðmundur Óli Gunnarsson og Margrét Blöndal er framkvæmdarstjóri. Er þetta mikilvægt verkefni fyrir tónlistarskólana á svæðinu, og mun tilkoma hljómsveitarinna koma til með að breyta menningarlífi á Suðurlandi. Verkefnið mun efla samskipti og samvinnu við aðra tónlistamenn og listgreinar, sem og að bæta ímynd landshlutans, sjálfsmynd íbúanna, og stuðla að fjölbreytni.

Sumarið 2021 tók Sinfóníuhljómsveit Suðurlands þátt í Oddahátíð. Auk þess sem hún hélt 12 skólatónleika, sem er einn meginþáttur starfsins. Voru þessir tónleikar m.a. fjármagnaðir af SASS.

Við óskum Sinfóníuhljómsveitinni til hamingju með styrkinn og óskum þeim velfarnaðar á starfsárinu.