fbpx

Markmið:

Að kanna grundvöll þess að halda nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna á Suðurlandi og leggja fram verk-, tíma- og kostnaðaráætlun um framkævmd keppninnar ef tilefni er til.

Verkefnislýsing:

Verkefnið gengur út á að koma á fót árlegri nýsköpunarkeppni milli framhaldsskóla á Suðurlandi, sem myndi bera heitið Nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna á Suðurlandi. Markmiðið er að efla þann kraft sem býr í framhaldsskólanemendum til að skapa frambærileg nýsköpunarverkefni, bjóða upp á fyrsta flokks stoðefni og stuðning fyrir nemendur og efla almenna nýsköpunarvitund.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019:

Verkefnið tengist beint einni af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands;

  • Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun

Verkefnið vinnur einnig að fjölmörgum sértækum markmiðum Sóknaráætlunar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Lokaafurð:

Verk-, tíma- og kostnaðaráætlun um nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna.

Annað:

Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir og Hrafn Sævaldsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Framhaldsskólar á Suðurlandi

Heildarkostnaður
1.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
1.000.000.-
Ár
2018
Tímarammi
Árið 2018
Staða
Í vinnslu
Númer
183011