fbpx

Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi/verkefnastjóri SASS með starfsaðstöðu á Höfn í Hornafirði.  Alls sóttu sex um starfið. Guðrún hefur meira eða minna unnið sjálfstætt að sínum eigin fyrirtækjum síðustu ár. Hún hefur sett á laggirnar og rekið nokkur fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri. Nú síðast Heilshugar sem selur matvöru sem kallast Millimál og þar á undan Gastu sem selur m.a. roðklædda vasapela sem seldir hafa verið um borð í flugvélum Icelandair. Guðrún Ásdís hefur lokið grunnnámi í Byggingartæknifræði og hefur stundað mastersnám í Alþjóðaviðskiptum við Bifröst. Guðrún Ásdís er rétt rúmlega þrítug, gift, þriggja barna móðir og hún er uppalin á Hornafirði. Guðrún Ásdís tekur til starfa hjá SASS 2. nóvember nk.