fbpx

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið excel-líkan sem sýnir á myndrænu formi annars vegar skuldahlutfall sveitarfélaga og hins vegar veltufé frá rekstri í hlutfalli við tekjur á árunum 2010-2013. Á excel skjalinu er unnt að velja eitt eða fleiri sveitarfélög eða einn eða fleiri landshluta og sjá veltufé frá rekstri á Y-ásnum og skuldahlutfall á X-ásnum.  Með þessu er auðvelt að sjá á myndrænu formi samanburð á fjárhagsstöðu sveitarfélaga, hvort skuldir séu háar eða lágar og hvort rekstur sveitarfélaga sé góður eða erfiður á árunum 2010-2013.
Skuldahlutfall-vs-Veltufe-fra-rekstri-

Logo samband_isl_sveitarfelaga