fbpx

Markaðsstofa Suðurlands stendur fyrir málþingi um ferðaþjónustu á Suðurlandi og stefnumótun til framtíðar. Málþingið fer fram föstudaginn 7. nóvember kl. 13:30- 16:30 á Icelandair Hótel Vík.  Fjallað verður um dreifingu ferðamanna, lengd dvalar á svæðinu, ásamt hugmyndum um stefnumótun ferðamála á Suðurlandi til framtíðar. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum, sem verða nýttar til stefnumótunar um starfsemi og hlutverk Markaðsstofunnar fyrir ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi.

Athugið að málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir hjartanlega velkomnir. Um kvöldið verður svo haldin uppskeruhátíð ferðaþjónustufyrirtækja á Suðurlandi.

Dagskrá uppskeruhátíðar:
19:30 – Fordrykkur
20:00 – Kvöldverður og skemmtun

Veislustjórn og gamanmál verða í höndum Atla Þórs Albertssonar leikara. Heiðursgestur kvöldsins er ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Jakob Björgvin og Magnús Kjartan munu svo sjá um að spila undir dansi.

Nánari upplýsingar og skráning á netfanginu ragnhildur@south.is