fbpx

Markmið

Reikna út kolefnisspor Suðurlands í heild, greina orsakavalda kolefnislosunar og möguleika á samdrætti og mótvægisaðgerðum fyrir Suðurland.

Verkefnislýsing

Leitað verður til sérfræðinga á sviði umhverfismála í verkefnið. Auk heildstæðrar aðgerðaráætlunar um loftlagsmarkmið verður unnið að skilgreiningu og flokkunar lands vegna landbúnaðar, landgræðslu og skógræktar m.t.t. verndunar, nýtingar og endurheimt votlendis skv. samþykktum ársfundar SASS 2018. Núverandi staða verði kortlögð og stefna mótuð ásamt aðgerðaráætlunum í sátt við samfélag og hagsmunaaðila.

Tengsl við sóknaráætlun 2015-2019

Kolefnisspor og loftlagsmál snerta alla og greining lausna til úrbóta fyrir landshlutann er mikilvægt skref. Verkefnið tengist beint fjórum af sex megin áherslum Sóknaráætlunar Suðurlands:

  • Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum
  • Vinna að heildrænni kortlagningu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða
  • Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
  • Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum

Lokaafurð

Að verkefni loknu verða til útreikningar og leiðir til að jafna kolefnisspor á Suðurlandi. Skilgreiningar, flokkun og kortlagning á landbúnaðalandi, landgræðslu og skógrækt m.t.t. kolefnisjöfnunar, verndunar og nýtingar. Verkefnið verði unnið eins og hægt er þannig að það verði hluti af Kortavef Suðurlands.


Verkefnastjóri
Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf /Environice
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Sveitarfélög á Suðurlandi og þær stofnanir sem sinna loftlagsmálum og skilgreindum landnýtingarflokkum.
Heildarkostnaður
8.000.000.-
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
8.000.000.-
Ár
2019
Tímarammi
Fyrir árslok 2019
Árangursmælikvarði/ar
Heildstæð aðgerðaráætlun Suðurlands vegna loftlagsmála
Staða
Verkefninu er lokið

Afurðir

Skýrslan um Kolefnisspor Suðurlands er nú tilbúin og má hala henni niður hér (.pdf)

Skýrslan er þannig upp byggð að fyrst er gefið yfirlit yfir losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi skv. landsskýrslu Íslands (kafli 2) og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum (kafli 3). Í kafla 4 er fjallað um losun gróðurhúsalofttegunda á Suðurlandi og farið yfir helstu forsendur og niðurstöður útreikninga. Í 5. kafla er síðan fjallað um leiðir til að draga úr losun og mögulegar leiðir til kolefnisbindingar.

Kolefnisspor Sudurland 200416