fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að draga saman þekkingu við innleiðingu loftslagsáætlana sveitarfélaga á Suðurlandi svo verði til samræmt verklag, þekking og hagræðing sem nýtist heildinni. Ásamt því að draga saman markmið og aðgerðir sveitarfélaga, sem grunn að tillögum að verkefnum sem náð geta yfir allan landshlutann. Með þessu getur stefnumótun sveitarfélaga og Sóknaráætlunar Suðurlands náð hámarks samlegð og árangri.

Verkefnislýsing

Unnið verður að greiningu á loftlagsáætlunum sveitarfélaga á Suðurlandi. Dreginn saman lærdómur af ferlinu og hvernig sveitarfélögin í heild geti með áætlunum sínum náð settum markmiðum fyrir landshlutann í heild. Unnin verður samantekt upp í samtölum og gögnum frá sveitarfélögunum og málþing með sveitarstjórnafólki og starfsmönnum sem koma að vinnunni þegar samantektin liggur fyrir.

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála. Sameiginlegur slagkraftur þeirra skiptir sköpum til að greiða fyrir þeim umskiptum sem þurfa að eiga sér stað til að markmiðum Parísarsamningsins verði náð og að Ísland nái að standa við loforð sitt um kolefnishlutleysi árið 2040. Jafnframt mun sú aðlögun íslensks samfélags að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga ekki eiga sér stað án aðkomu sveitarfélaganna.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Meginmarkmið Sóknaráætlunar Suðurlands snúa beint að loftlagsmálum, s.s. um að draga úr losun og auka bindingu. Nú liggur fyrir að öll sveitarfélög eru skuldbundin til að skila af sér loftlagsáætlunum. Mikil tækifæri geta falist í því að markmið sveitarfélaga skili sér inn í tillögur að aðgerðum og verkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands sem vinna að sama markmiði.

Málaflokkur

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Tengja má loftslagsstefnu sveitarfélaga beint við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun með sérstakri áherslu á markmið 11 (vistvænar samgöngur, loftgæði og úrgangur), 12 (vistvæn innkaup) og 13 (stefnumótun í loftslagsmálum).

Árangursmælikvarðar

Að lærdómur verði dreginn af vinnu sveitarfélaganna og að mælanlegir mælikvarðar loftlagsáætlana sveitarfélaga verði grunnur að uppfærðum markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands.

Lokaafurð

Bættar aðferðir við gerð loftlagsáætlana sveitarfélaga og uppfærð markmið Sóknaráætlunar Suðurlands.


Verkefnastjóri
Elísabet Björney
Framkvæmdaraðili
SASS
Heildarkostnaður
2.500.000 kr.
Þar af framlag úr sóknaráætlun
2.500.000 kr.
Ár
2022
Upphaf og lok verkefnis
janúar-desember 2022
Staða
Í vinnslu
Númer
223006