Fréttir

2. júní 2014

Sveitarfélagið Ölfus: B-listi Framfarasinna með 515 atkvæði eða 54,8% D-listi Sjálfstæðisflokksins með 237 atkvæði eða 25,2% Ö-listi Framboð félagshyggjufólks með 188 atkvæði eða 20,0% Á kjörskrá í Ölfusi voru 1382 og var kjörsókn 72,3 prósent. Sveitarstjórnin er þannig skipuð: 1. Sveinn Samúel Steinarsson B – lista 2. Anna Björg Níelsdóttir B – lista 3. Jón

27. maí 2014

Upplýsingamiðstöð Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið opnuð í Hótel Selfossi og  verður opið á virkum dögum frá kl. 08:00 til 20:00, á laugardögum frá kl. 10:00 til 14:00, lokað á sunnudögum.  Það eru þau Heiðar Guðnason og Helga Gísladóttir, sem reka upplýsingamiðstöðina, ásamt því að vera með bókunarkerfi fyrir ferðamenn. Bæði eru þau ferðamálafulltrúar frá Háskólanum

27. maí 2014

Dagskrá Hafnardaga í Sveitarfélaginu Ölfuss hefst formlega fimmtudaginn 29. maí og nær hátíðin hámarki um helgina og lýkur á sjálfan sjómannadaginn,  sunnudaginn 1. júní. Dagskráin hófst reyndar mánudaginn 26. maí með útsendingu útvarps Hafnardaga á tíðninni FM 106,1 og verður útvarpsstöðin í loftinu alveg til klukkan 18:00 sunnudaginn 1. júní. Hægt er að sjá dagskrá

23. maí 2014

Alls eru 184 listar í framboði til 74 sveitarstjórna í kosningunum 31. maí næstkomandi. Á listunum eiga sæti 2.916 einstaklingar, 1536 karlar og 1380 konur. Karlar eru 53% frambjóðenda, konur 47%. Þessi hlutföll eru hin sömu og voru í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2010. Listakosningar í 53 sveitarfélögum Í komandi kosningum eru listakosningar í 53 sveitarfélögum því þar

22. maí 2014

Fjölskyldu-og menningarhátíðin Fjör í Flóa verður haldin helgina 30. maí til 1. júní 2014. Dagskrá er fjölbreytt að vanda og sjá má nánari upplýsingar um dagskrá Fjör í Flóa 2014  hér Kort af Flóahreppi

20. maí 2014

Aðalfundur Kvenfélags Hrunamannahrepps haldinn 31. mars 2014, lýsir yfir áhyggjum af stöðu öldrunarmála á Suðurlandi nú þegar biðlistar eftir hjúkrunarrými lengjast og lengjast um allt land. Fundurinn telur ekki forsvaranlegt að aldraðir þurfi að flytjast úr sínu byggðarlagi til dvalar á hjúkrunarrýmum í öðrum byggðarlögum, fjarri fjölskyldu og vinum. Fundurinn kallar eftir stefnumörkun um uppbyggingu

19. maí 2014

Á stjórnarfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga  (SASS) þriðjudaginn 13. maí var m.a. fjallað um hjúkrunarrými á Suðurlandi og stöðuna í málaflokknum.  Unnur Þormóðsdóttir, stjórnarmaður hjá SASS, bæjarfulltrúi í Hveragerði og formaður  vistunarmatsnefndar á Suðurlandi gerði grein fyrir biðlistum eftir hjúkrunar- og hvíldarrýmum. Í máli hennar  koma fram að  Í heilbrigðisumdæmi Suðurlands eru 23 einstaklingar á biðlista

19. maí 2014

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum farið minnkandi. Kosningaþátttaka í kosningum 2010 var sú lægsta í 40 ár eða 73,5% og lækkaði um 5,2 %-stig frá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest

14. maí 2014

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hafa óskað eftir þátttöku sveitarfélaga í verkefninu Hjólreiðaferðamennska á Suðurlandi og jafnframt er óskað eftir upplýsingum um skráðar hjólaleiðir í sveitarfélaginu.  Markmið verkefnisins er að til verði samræmdar upplýsingar yfir hjólaleiðir, sem nota megi til kynningar opinberlega s.s. með kortaútgáfu, af ferðamála- eða markaðs- og kynningarfulltrúum, hagsmunaaðilum eða öðrum við markaðssetningu

8. maí 2014

Sveitarfélagið Árborg hefur keypt tvöhundruð hektara land í kringum jörðina Laugardæli í Flóahreppi. Landið er keypt á  288 milljónir króna af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga. Svæðið verður framtíðar útivistar og atvinnusvæði Selfyssinga. Skrifað var undir kaupsamninginn í Golfskálanum á Selfossi þriðjudaginn 7. maí en með kaupunum er land golfvallarins tryggt, sem framtíðarsvæði til uppbyggingar. Nýju landið,