fbpx

Fréttir

6. desember 2012

 Verkefnisstjórar/ráðgjafar á sviði atvinnu- og byggðaþróunar Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir að ráða tvo verkefnastjóra/ráðgjafa.  Annar ráðgjafinn verður með starfsstöð á Hornafirði en hinn á Selfossi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og  Atvinnuþróunarfélag Suðurlands verða sameinuð um  nk. áramót  til þess að að takast á við aukin verkefni  landshlutasamtakanna í framtíðinni.  Starfssvæði samtakanna nær frá Ölfusi

29. nóvember 2012

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga veita árlega verðlaun  fyrir framúrskarandi framlag á sviði menntunar á Suðurlandi sem um leið  er hvatning til frekari dáða. Verðlaunin verða veitt í fimmta sinn nú í vetur.  Allir þeir sem koma að skólastarfi með einhverjum hætti geta fengið verðlaunin; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar, háskólastofnanir,  kennarar, einstaklingar eða hópar, skólaskrifstofur, sveitarfélög/skólanefndir, foreldrafélög

29. nóvember 2012

Sóknaráætlanir landshluta – 400 milljónir til sveitarfélaga Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti 27. nóvember, úthlutun 400 milljóna króna í sóknaráætlanir landshluta fyrir árið 2013. Fjármagninu var deilt á átta landshluta og er þeim ætlað að ákvarða á grundvelli sóknaráætlana hvernig fjármagninu verður varið. Um er að ræða fé sem ætlað er að fullreyna það skipulag

22. nóvember 2012

Í sambandi við stefnumótunarvinnu í menningarmálum á Suðurlandi er netkönnun um menningarmál í gangi sem allir eru hvattir til að svara. Netkönnunina er hægt að svara hér: netkönnun Vinsamlega takið nokkrar mínútur til að svara spurningunum til að auðvelda okkur vinnuna. Frestur til að svara spurningum er til 30. nóvember 2012.  

24. október 2012

Helgina 1. – 4. nóvember nk. verður haldin Safnahelgi á Suðurlandi, allsherjar menningar-og matarveisla fyrir börn og fullorðna. Má þar nefna flóamarkað og lambhrútasýningu á Flúðum,  safnarasýning í Brautarholti, smalahundasýning  á Kirkjubæjarklaustri , matur að asískri fyrirmynd á hlaðborði í Hörgslandi, heilgrillað lamb í Meðallandi, blústónleikar í Tré og list, sveitamarkaður á Hvolsvelli, jazz í Café

7. september 2012

Undirbúningur að Safnahelgi á Suðurlandi er hafinn, en að henni standa Samtök safna á Suðurlandi. Í ár verður safnahelgin haldin í fimmta sinn, helgina 2.-4. nóvember. Líkt og áður er það Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands sem starfar að undirbúningnum ásamt nefnd sem í sitja tengiliðir af öllum svæðum á Suðurlandi, en um er að ræða

7. september 2012

Þjóðleikur 2012-2013 -fyrir leikhúsáhugafólk á aldrinum 13-20 ára Auglýst eftir hópum til þátttöku Þjóðleikur er stórt leiklistarverkefni sem haldið er að frumkvæði Þjóðleikhússins í fimm landshlutum í vetur í samstarfi við Menningarráð, sveitarfélög og fleiri aðila. Hvaða hópar geta sótt um? Allir hópar mega sækja um að vera með í Þjóðleik; áhugaleikhópar, skólahópar eða vinahópar,

20. ágúst 2012

Breytingar á akstri á leiðum á Suðurlandi – gjaldfrjálst milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar til kynningar. Fréttatilkynning 19. ágúst Vegna skólasetningar í Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudag og miðvikudag og óska frá Árborg um akstur milli Eyrarbakka/Stokkseyri og Selfoss frá og með mánudeginum verður aksturinn daganna 20. ágúst til 23. ágúst með óhefðbundnu sniði. Gjaldfrjálst verður á

14. ágúst 2012

  Í gær 13. ágúst  var undirritaður samningur á milli SASS og Hópbíla hf.  um viðbótarakstur almenningsvagna á Suðurlandi.  Um er að ræða viðbót við núverandi kerfi sem grundvallast á samningi við Fjölbrautaskóla Suðurlands um akstur með nemendur skólans, samningi við Sveitarfélagið Árborg um akstur á milli þéttbýlisstaða sveitarfélagsins og samningum við Sveitarfélagið Ölfus og