fbpx

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Herdísi Gunnarsdóttur forstjóra nýrrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sem tekur til starfa 1. október næstkomandi. Herdís var valin úr hópi tíu umsækjenda. Ný Heilbrigðisstofnun Suðurlands verður til við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Selfossi, Höfn og í Vestmannaeyjum. Herdís er fædd í Reykjavík 1968. Eiginmaður hennar er Guðmundur Örn Guðjónsson aðalvarðstjóri hjá Ríkislögreglustjóra, en hann starfar nú sem yfirmaður öryggismála hjá Stjórnarráðinu. Þau eiga þrjá stráka.