fbpx

Umhverfisnefnd Bláskógabyggðar hefur afhent umhverfisverðlaun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 en verðlaunað er fyrir snyrtilegasta heimilisgarðinn, snyrtilegasta fyrirtækið og sérstök hvatningarverðlaun eru veitt. Snyrtilegasti heimilisgarðurinn er að þessu sinni Ey á Laugarvatni, eigendur Hörður Bergsteinsson og Elín Bachmann Haraldsdóttir. Hann þykir mjög snyrtilegur og stílhreinn. Snyrtilegasta fyrirtækið er Gufuhlíð í Reykholti, eigendur eru Hildur Ósk Sigurðardóttir og Helgi Jakobsson Gufuhlíð er stærsta garðyrkjustöð landsins sem framleiðir agúrkur. Hvatningaverðlaun fá ábúendur á Ljósalandi í Laugarási, þau mæðgin Ragnheiður Jónasdóttir, Böðvar Þór Unnarsson og Jónas Unnarsson. Á Ljósalandi  var í upphafi rekin garðyrkjustöð en þó nokkuð er síðan hún var aflögð og hefur verið í allnokkurri niðurníðslu um árabil. Nýir eigendur hafa síðustu missera lyft grettistaki í umhverfismálum og endurnýjun allri svo eftir hefur verið tekið. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu verðlaunanna, frá hægri, Böðvar Þór Unnarsson Ljósalandi, Jakob Helgason sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Helga og Hildar í Gufuhlíð, Elín Bachmann Haraldsdóttir Ey ásamt barnabörnum og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir formaður umhverfisnefndar Bláskógabyggðar.

Verdlaun Blaskogabyggd