fbpx
Almennt má segja að jákvæð þróun síðustu ára í fjármálum sveitarfélaga hafi  haldið áfram á árinu 2013. Afkoma sveitarfélaga batnar í heildina tekið og fjárhagslegur styrkur þeirra fer vaxandi. Þetta kemur m.a. fram í 5. tbl. Fréttabréfs hag- og upplýsingasviðs sambandsins sem nú er komið út. Að þessu sinni er fjallað um ársreikninga sveitarfélaga árið 2013.

Miðað við niðurstöður ársreikninga ársins 2013 eru ýmis jákvæð teikn á lofti í fjármálum sveitarfélaga. Má þar t.a.m. nefna að þegar tekið er tillit til reiknaðra liða er rekstrarnðurstaða fyrir óreglulega liði jákvæð um 3,7% af heildartekjum samanborið við 0,6% árið 2012.