fbpx

Fréttir

6. júní 2014

Kótelettan BBQ Festival, bæjar-fjölskyldu- og tónlistarhátíð,  verður haldin í 5. sinn á Selfossi 13. – 15. júní n.k.  

5. júní 2014

Finnbogi Alfreðsson ráðgjafi SASS verður með viðveru í Nýheimum á Höfn miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. júní 2014 Tímapantanir á finnbogi@sudurland.is  eða í síma 898 6039

5. júní 2014

Í júnímánuði efna Evrópustofa og Bíó Paradís til Evrópskrar kvikmyndahátíðar og verður boðið uppá brot af hinu besta í evrópskri kvikmyndagerð hringinn í kringum landið dagana 1. – 10. júní. Myndir sem sýndar verða eru, Antboy (talsett á íslensku) kl. 16:00, Málmhaus kl. 18:00 og Broken Circle Breakdown kl. 20:00 . Sýningar verða í Vík

5. júní 2014

Tvær umsóknir bárust um menningarstyrk Flóahrepps fyrir árið 2014 en frestur til að skila inn umsóknum rann út 15. apríl s.l. Búnaðarfélag Hraungerðishrepps fékk 700.000 kr. styrk vegna örnefnasöfnunar í fyrrum Hraungerðishreppi. Þórbergur Hrafn Ólafsson fékk 300.000 kr. styrk til ljósmyndunar á sögu bændasamfélagsins í Flóahreppi, 300.000 kr.  

4. júní 2014

Niðurstaða úr skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu við Hrunamannahrepp,  sem fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí liggja nú fyrir. Já, við einhverskonar sameiningu sögðu 142 en nei sögðu 224. Auðir seðlar voru 19 og ógildir 7.  Já sögðu 97 við fyrsta valkosti en það var sameining uppsveita Árnessýslu (Hrunamannahreppur, Skeiða og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og

4. júní 2014

Samhliða nýliðnum sveitarstjórnarkosningum fór fram könnun meðal íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps um hug til sameiningar við önnur sveitarfélög. Knappur meirihluti íbúa eða 50,5 % völdu Já við einhverskonar sameiningu.  Nei sögðu  38,9 %. 10,58 % skiluðu auðu.  73,4 % þeirra sem eru á kjörskrá tóku þátt í kosningunni eða 85,9 % þeirra sem kusu til

4. júní 2014

Niðurstöður úr skoðunarkönnuninni í Flóahreppi  vegna sameiningu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög í Árnessýslu samhliða  sveitarstjórnarkosningunum 31. maí var sú að já sögðu 165 en nei sögu 163. Alls tóku 340 manns þátt  eða 75,1 % kjósenda. Af þeim sem sögðu já vilja 55 sjá sameiningu Flóahrepps við öll önnur sveitarfélög í Árnessýslu, 40 vilja sjá

3. júní 2014

Mikill meirihluti þeirra sem tók þátt í skoðanakönnun í Árborg um sameiningu sveitarfélaga vill að Árborg sameinist öðrum sveitarfélögum. Flestir vilja sjá alla Árnessýslu sameinaða. Samhliða sveitarstjórnarkosningum var spurt var um vilja íbúa til að kanna möguleika á sameiningu Sveitarfélagsins Árborgar við önnur sveitarfélög.  Alls  2.870  tóku þátt í könnuninni eða 68,8% þeirra sem komu

2. júní 2014

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þeir lýsa því yfir að unnið verði að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þannig er fylgt eftir fyrirliggjandi samningi um málið frá 8. mars 2012. Haldin hefur verið hönnunarsamkeppni um bygginguna og mun hönnun byggingarinnar ljúka á þessu

2. júní 2014

Sveitarfélagið Ölfus: B-listi Framfarasinna með 515 atkvæði eða 54,8% D-listi Sjálfstæðisflokksins með 237 atkvæði eða 25,2% Ö-listi Framboð félagshyggjufólks með 188 atkvæði eða 20,0% Á kjörskrá í Ölfusi voru 1382 og var kjörsókn 72,3 prósent. Sveitarstjórnin er þannig skipuð: 1. Sveinn Samúel Steinarsson B – lista 2. Anna Björg Níelsdóttir B – lista 3. Jón