fbpx

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hafa undirritað yfirlýsingu þar sem þeir lýsa því yfir að unnið verði að stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Þannig er fylgt eftir fyrirliggjandi samningi um málið frá 8. mars 2012. Haldin hefur verið hönnunarsamkeppni um bygginguna og mun hönnun byggingarinnar ljúka á þessu ári.

Stefnt er að því að nýja byggingin verði tilbúin á árinu 2016.

Fjölbrautarskólinn-Selfossi