fbpx

Niðurstaða úr skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga í Árnessýslu við Hrunamannahrepp,  sem fór fram samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí liggja nú fyrir. Já, við einhverskonar sameiningu sögðu 142 en nei sögðu 224. Auðir seðlar voru 19 og ógildir 7.  Já sögðu 97 við fyrsta valkosti en það var sameining uppsveita Árnessýslu (Hrunamannahreppur, Skeiða og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes og Grafningshreppur). já sögðu 26 við sameiningu uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps, já sögðu 2 við sameiningu uppsveita Árnessýslu, Flóahrepps, Hveragerðis og Sveitarfélagsins Ölfus og já sögðu 17 við sameiningu allra sveitarfélaga í Árnessýslu