fbpx

Niðurstöður úr skoðunarkönnuninni í Flóahreppi  vegna sameiningu sveitarfélagsins við önnur sveitarfélög í Árnessýslu samhliða  sveitarstjórnarkosningunum 31. maí var sú að já sögðu 165 en nei sögu 163. Alls tóku 340 manns þátt  eða 75,1 % kjósenda. Af þeim sem sögðu já vilja 55 sjá sameiningu Flóahrepps við öll önnur sveitarfélög í Árnessýslu, 40 vilja sjá Flóahrepp sameinast Árborg og 38 vilja sjá Flóahrepp sameinast Uppsveitum Árnessýslu. Aðrir sameiningarkostir fengu færri atkvæði.