Ársþing SASS 2014 fer fram á Kirkjubæjarklaustri dagana 21. og 22. október. Dagskrá ársþingsins er sem hér segir: Þriðjudagur 21. október 9.30 – 10.00 Skráning fulltrúa 10.00 – 10.10 Setning ársþings Kosning kjörbréfanefndar 10.10 – 12.15 Aðalfundur SASS 12.15 –13.00 Hádegisverður Ávörp gesta 13.10 – 13.50 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Karl Björnsson Samband íslenskra sveitarfélaga
Hér eru gögn af heimasíðu Byggðastofnunar, www.byggdastofnun.is , þar sem annars vegar er yfirlit yfir ríkisstörf og hins vegar yfirlit yfir þjónustufyrirtæki á landinu öllu árið 2014. Þetta er fróðlegur samanburður. Þjónustustörf fyrirtækja Þjónustustörf ríkisstofnanana
Auglýst var eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs-og nýsköpunar með umsóknarfresti til og með 22. september. Alls bárust SASS 93 umsóknir að þessu sinni. Verkefnisstjórn lagði til eftirfarandi styrkveitingar er stjórn SASS samþykkti á stjórnarfundi föstudaginn 3. október. Ákveðið var að styrkja 15 verkefni um samtals 22,1 milljón króna. Þar af 8 samstarfsverkefni um
Bæjarráð Hveragerðisbæjar kom saman til fundar 2. október sl. Í upphafi fundar lagði formaður fram eftirfarandi bókun sem samþykkt var samhljóða: Hvergerðingar undrast þær fréttir sem borist hafa um væntanlegan flutning Svæðisskrifstofu Vinnueftirlits frá Hveragerði til Selfoss. Vinnueftirlitið hefur haft skrifstofu sína í Hveragerði í áratugi og er í dag í afar góðu sérhönnnuðu húsnæði
Íþrótta- og menningarnefnd sveitarfélagsins Árborg hefur skipulagt menningarmánuðinn október 2014. Dagskráin er fjölbreytt þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 5. október – Íslenskar skáldkonur – Rauða húsið á Eyrarbakka kl.14:00 Íslenskar skáldkonur í ljóðum, fræðum og tónlist. Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir flytja eigin ljóð. Anna
Dagskrá Regnbogans – List í fögru umhverfi 2014, sem haldin verður í Vík í Mýrdal helgina 10. – 12. október er nú tilbúin. Aðstandendur hátíðarinnar vonast til að sjá sem flesta í Vík þessa daga enda verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Regnbogabæklingurinn_2014
Árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík 9. og 10. október nk. Ráðstefnan verðu sett kl. 10:00 af formanni sambandsins og í framhaldinu flytur fjármála- og efnahagsráðherra stutt ávarp. Síðan stýrir Sigmar Guðmundsson fréttamaður samtali formanns sambandsins og fjármála- og efnahagsráðherra um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Fyrri dag ráðstefnunnar verða
Stofnfundur Bókabæjanna austanfjalls verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 27. september klukkan 14:00. Ávörp flytja herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Richard Booth konunglegur stofnandi Hay-on-Wye-bókabæjar í Wales, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður Rithöfundasambands Íslands, Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Kynning á verkefninu, tónlist og fleira. Veitingar í boði
Átta þúsundasti íbúinn í Sveitarfélaginu Árborg fæddist á fæðingadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi laugardaginn 20. september. Það var drengur, fyrsta barn þeirra Helga Ófeigssonar og Thelmu Karenar Ottósdóttur. Fjölskyldan býr á Selfossi. Af þessu tilefni mætti Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar á heimili þeirra á mánudaginn og heiðraði fjölskylduna með blómvendi, samfellu með áletrun og
Almannavarnir Árnessýslu standa fyrir íbúafundi í Árnesi mánudaginn 29 september næstkomandi kl 20:00 um möguleg áhrif yfirvofandi loftmengunar og flóðahættu vegna gossins í Holuhrauni. Framsögumenn verða: Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í Árnessýslu og Kristján Einarsson Framkvæmdastjóri Almannavarna Árnessýslu og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu