fbpx

Í fundargerð sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps frá 7. janúar er greint frá niðurstöðum um viðhorfskönnun um málefni aldraðra í héraðinu,  sem fór fram í desember 2014. Könnunin var send til allra íbúa sveitarfélagsins sem fæddir eru árið 1964 og fyrr. Spurt var um áhuga á því að byggt yrði dvalarheimili fyrir aldraða í sýslunni og hvar æskilegt væri að staðsetja það. Fjöldi í úrtaki voru 193, svörun var 40,4 %. Auk þess var spurt um áhuga fyrir dag-og þrepaþjónustu við aldraða.

Helstu niðurstöður voru á þann veg að 67 % svarenda  voru hlynntir því að byggt yrði dvalarheimili í uppsveitum Árnessýslu. Aðrir voru hlynntir því að dvalarheimili yrði byggt á Selfossi utan einn sem taldi staðsetningu ekki skipta máli. Allir nema tveir vildu að dagþjónusta yrði til staðar. Allir að þremur undanskildum vildu sjá þrepaþjónustu.