fbpx

Haustið 2014 var unnin greining á þörf fyrir þekkingu og menntun á sviði verk- og tæknigreina á Suðurlandi.  R3-Ráðgjöf ehf. vann greininguna fyrir Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.  Gísli Sverrir Árnason ráðgjafi stýrði verkefninu, en Sandra D Gunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu og Kristín Hreinsdóttir  verkefnastjóri hjá SASS unnu náið með honum.

Við undirbúning verkefnisins var ákveðið að láta hana ná til fárra vaxandi atvinnugreina á Suðurlandi, s.s. ferðaþjónustu, byggingariðnaðar og annarra iðngreina, matvælaframleiðslu og garðyrkju.  Allir grunnskólanemendur í 10. bekk á Suðurlandi og foreldrar þeirra, ásamt öllum framhaldsskólanemum á svæðinu, fengu sendan spurningalista og einnig var rætt við forsvarsmenn um 40 fyrirtækja úr ólíkum áttum atvinnulífs og fræðslustarfs á Suðurlandi.

Í stuttu máli má draga þær ályktanir af niðurstöðum könnunarinnar að í öllum geirum atvinnulífsins er þörf fyrir iðn- og tæknimenntað starfsfólk.  Margar aðrar áhugaverðar vísbendingar er að finna í niðurstöðum könnunarinnar og má lesa þær í heild sinni í skýrslunni hér