fbpx

Byggðaráðstefnan 2021 verður haldin dagana 26. og 27. október n.k. á Hótel Kötlu í Mýrdal. Er þetta fjórða byggðaráðstefna Byggðastofnunar, Sambandsins og landshlutasamtakana.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Menntun án staðsetningar?“ og að henni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólafélag Suðurlands og Mýrdalshreppur.

Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og menntamálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á menntamál.

Skráning á ráðstefnuna er á netfanginu katla@keahotels.is

Í skráningunni komi fram nafn, heimilisfang, stofnun/fyrirtæki og hvort óskað er eftir gistingu.

Slóð á greiðslu á ráðstefnugjaldi og gistingu á Hótel Kötlu verður send þátttakendum í tölvupósti í framhaldinu.

Ráðstefnugjald er kr. 15.000, innifalið eru veitingar, ráðstefnugögn og fyrirtækjaheimsóknir.  

Skráningarfrestur er til hádegis föstudagsinn 22. október.  

Hér má finna dagskrá ráðstefnunar og ráðstefnurit.