fbpx

Á síðasta stjórnarfundi SASS, sem haldinn var 12. desember sl., var eftirfarandi ályktun samþykkt um  byggðaáætlun sem vinna er að hefjast við:

,,Stjórn SASS telur mjög brýnt vegna þeirrar vinnu sem er framundan við byggðaáætlun 2010 – 2013 að höfð verði náin samvinna við atvinnuþróunarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga um mótun áætlunarinnar. Tryggt verði að forræði og ábyrgð uppbyggingar verði í höndum heimamanna. Jafnframt verði þess gætt að samþætta byggðaáætlun við svæðisskipulag sveitarfélaga, samgönguáætlun, rammaáætlun um … auðlindanýtingu, áætlanir um þjónustuuppbyggingu ráðuneyta og áætlanir um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.”


Um önnur umfjöllunarmál má sjá nánar um í 420. fundargerð sem er að finna hér á síðunni.