fbpx

Markmið

Að styðja við úrræði til að takast á við heilsu- og lífsgæðaskerðandi áhrif kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.

Verkefnislýsing

Sigurhæðir hafa verið starfræktar frá 20. mars 2021. Sigurhæðir er úrræði sem býður þolendum upp á stuðningsviðtöl, hópastarf í þremur meðferðarlotum og EMDR áfallameðferð þegar það á við. Einnig er lögfræðileg ráðgjöf, viðtöl við lögreglu og réttindafræðsla til innflytjenda í boði ásamt túlkaþjónustu. Fjórir vel menntaðir og reyndir meðferðaraðilar starfa innan Sigurhæða auk verkefnisstjóra og sjálfboðaliða úr röðum Soroptimista. Jafn stígandi er í aðsókn að Sigurhæðum frá mánuði til mánuðar og nú hafa tæplega 200 konur verið í víðtækri þjónustu sem er endurgjalslaus. Soropimistaklúbbur Suðurlands ber einn fjárhagslega ábyrgð á Sigurhæðum. Samstarfsaðilar þeirra eru 22, þar af öll sunnlensku sveitarfélögin 15. Þessir samstarfsaðilar mynda verkefnisstjórn Sigurhæða, sem er vettvangur faglegs samstarfs og samhæfingar.

Tengsl við sóknaráætlun 2020-2024

Með SIGURHÆÐUM er stutt við áherslur Sóknaráætlunar á sviði samfélagslegra markmiða s.s um bætta velferð og víðtækt samstarf allra aðila á Suðurlandi sem koma að málefnasviði verkefnisins. Markmið verkefnisins tengjast einna helst markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands um aukna hamingju Sunnlendinga og bætta stöðu erlendra ríkisborgara..

Málaflokkur

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Með Sigurhæðum er stutt við eftirfarandi heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna:

Nr. 3 – heilsa og vellíðan, með því að takast á við neikvæð skammtíma- og langtímaáhrif á konur innan allra þjóðfélagshópa.
Nr. 5 – jafnrétti kynjanna, með því að langtímaáhrif kynbundis ofbeldis eru til þess fallin að draga úr möguleikum kvenna til að nýta hæfileika sína til fulls og þar með að njóta jafnréttis.
Nr. 10 – aukinn jöfnuður, með því að bæta aðstöðu skjólstæðinga, kvenna, til að afla tekna og einnig með því að auðvelda erlendum ríkisborgurum aðgengi að þjónustu. 
Nr. 17 – samvinna um markmiðin. 

Árangursmælikvarðar

Sigurhæðir safna tölfræðilegum gögnum yfir skjólstæðinga sem eru sambærileg g-gnum Stígamóta, Bjarkarhlíðar ofl. Einnig hafa viðhorf og reynsla skjólstæðinga, verkefnisstjórnar, meðferðaraðilia og klúbbsystra verið kannað með eigindlegum viðtölum. Niðurstöður birtust í óháðri matsskýrslu HÍ (Dr. Þorgerður Einarsdóttir og Kristín Anna Hjálmarsdóttir) í maí 2022. Þá munu að nokkru leyti sambærilegar tölur birtast í ársskýrslu Sigurhæða fyrir árið 2022 sem kemur út í ársbyrjun 2023.

Lokaafurð

Með Sigurhæðum mun velferð Sunnlendinga aukast og lífsgæði eflast því úrræði til að takast á við heilsu- og lífsgæðaskerðandi áhrif kynbundins ofbeldis verður komið á í heimabyggð Sunnlendinga.


Framkvæmdaraðili
Sigurhæðir 
Samstarfsaðilar
Sunnlensk sveitarfélög, lögreglan á Suðurlandi, lögreglan í Vestmannaeyjum, Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, HSU og geðheilsuteymi Suðurlands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvennaráðgjöfin og Soroptimistaklúbbur Suðurlands. Samstarfsyfirlýsingar liggja fyrir.
Heildarkostnaður
47.883.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.000.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið er í gangi og mun ljúka 31.12.2023
Staða
Í vinnslu
Númer
223005


Sigurhaedir_matsskyrsla_25.05.22_final