fbpx

Markmið

Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni og sjálfbærri matvælaframleiðslu og -vinnslu á Suðurlandi með bættri nýtingu endurnýjanlegra auðlinda svæðisins og hámarka samfélagsleg og efnahagsleg tækifæri því tengdu. Þannig eru styrkleikar svæðisins ásamt þekkingu og núverandi starfsemi nýtt til að skapa ný tækifæri til að vinna á lausnarmiðaðan hátt gegn helstu áskorunum nútímans. Í verkefninu verður stutt við uppbyggingu matvælaframleiðu og líftækni á svæðinu ásamt því að gera sveitarfélögum, núverandi matvælaframleiðendum og nýjum fyrirtækjum kleift að byggja upp aukna framleiðslu á svæðinu ásamt því að þróa nýjar aðferðir og skapa matvælaframleiðslu með sérstöðu á heimsvísu.
Sértæk markmið verkefnisins eru meðal annars að:

  1. Koma á fót þverfaglegum samstarfsverkefnum innan og utan svæðisins
  2. Að sækja erlenda þróunarstyrki inn á Suðurland
  3. Efla þekkingu og menntun á sviði matvælaframleiðslu á Suðurlandi
  4. Greina, þróa og stuðla að uppbyggingu innviða fyrir matvælaframleiðslu framtíðarinnar á Suðurlandi
  5. Kynna Suðurland sem fjárfestingarkost fyrir matvælaframleiðslu framtíðarinnar

Verkefnislýsing

Verkefnið byggir á samstarfi sveitarfélaga á Suðurlandi, Landsvirkjunar, Landsbúnaðarháskóla Íslands, matvælaráðuneytis og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Þannig er ætlunin að leiða saman íbúa svæðisins, leiðandi fyrirtæki í orkuvinnslu á svæðinu og þekkingarsamfélagið. Gert er ráð fyrir virku samstarfi út verkefnið og með því að draga saman ólíka hagaðila sé mögulegt að skapa ný tækifæri sem byggja á þverfaglegri nálgun.

Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni og sjáfærri matvælaframleiðslu og vinnslu á Suðurlandi með bættri nýtingu endurnýanlegra auðlinda svæðisins og hámarka samfélagsleg og efnahagsleg tækifræi því tengdu. Þannig eru styrkleikar svæðisins ásamt þekkingu og núverandi starfsemi nýtt til að skapa ný tækifæri til að vinna að á lausnarmiðaðan hátt gegn helstu áskorunum nútímas. Í verkefninu verður stutt við uppbyggingu matvælaframleiðslu og líftækni á svæðinu ásamt því að gera sveitarfélögum, núverandi matvælaframleiðendum og nýjum fyrirtækjum kleift að byggja upp aukna framleiðslu á svæðinu ásamt því að þróa nýjar aðferðir og skapa matvælaframleiðslu með sérstöðu á heimsvísu.

Málaflokkur

Ráðuneyti háskóla, nýsköpunar og iðnarðar

Árangursmælikvarðar

  • Fjöldi nýskráðra fyrirtækja á svæðinu á sviði matvælaframleiðslu, þjónustu og rannsókna.
  • Fjármagn í nýsköpun á verksviði verkefnisins á svæðinu
  • Fjöldi nýrra starfa sem krefjast sérmenntunar
  • Fjöldi viðburða tengdir verkefninu
  • Fjöldi samstarfsverkefna fyrirtækja á sviði matvælaframleiðslu
  • Fjöldi lokaverkefna á háskólastigi sem tengjast verkefninu
  • Fjöldi umsókna í rannsóknarsjóði tengdir matvælarannsóknum
  • Heildarvelta fyrirtækja í matvælaframleiðslu á svæðinu
  • Ný fyrirtæki á sviði aukinnar verðmætasköpunar úr hráefni sem til er á svæðinu

Lokaafurð

Lokaafurð verkefnisins verður fjárhagslega sjálfbært þekkingarsetur sem fjármagnar sig að fullu í gegnum erlendar styrkveitingar og samstarfsverkefni að verkefnatíma loknum.


Framkvæmdaraðili
Orkídea
Samstarfsaðilar
SASS, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matvælaráðuneytið, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Landsvirkjun
Heildarkostnaður
30.500.000 kr. árið 2020 og 43.000.000 kr. á ári á árabilinu 2021 til 2024
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
Árið 2020: 7.500.000 kr.
Árið 2021: 15.000.000 kr.
Árið 2022: 15.000.000 kr.
Árið 2023: 15.000.000 kr.
Árið 2024: 15.000.000 kr.
Ár
2023
Upphaf og lok verkefnis
2020-2024
Staða
Í vinnslu
Númer
203001


Skýrsla Orkídeu til ANR

arsskyrsla-2022-orkidea

Heimasíða: www.orkidea.is