fbpx

 

Orkídea er þátttakandi í nýju Evrópuverkefni sem var samþykkt fyrir nokkru en er orðið opinbert núna. Verkefnið snýst um þróun á sjálfbærum virðiskeðjum með endurnýjanlegri orku til að svara þörfum bænada (Sustainable renewable energy VALUE chains for answering FARMer’ needs), eða í styttri útgáfu Value4Farm. Verkefnið hlaut styrk upp á tæplega 6,4 MEUR eða um 945 Mkr ISK. Alls taka 14 aðilar þátt, vísvegar um Evrópu og er hlutur Orkídeu um 44 Mkr ISK. Verkefnið mun standa yfir í 3,5 ár og hefst 1. sept. nk. InAgro ráðgjafafyrirtækið í Belgíu stýrir verkefninu.

Nánari frétt um verkefnið má finna hér.

                                                                                                Lífgasverksmiðja í Hollandi sem Orkídea heimsótti.