fbpx

Fundargerð
aðalfundar SASS
haldinn á Hótel Geysi
24. og 25. október 2019

Setning ársþings

Eva Björk Harðardóttir, formaður SASS, setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna á ársþing SASS á 50 ára afmælisári samtakanna. Þakkaði hún Bláskógabyggð fyrir móttökurnar.

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Formaður tilnefndi Ástu Stefánsdóttur og Helga Kjartansson sem fundarstjóra og Rósu Sif Jónsdóttur sem fundarritara. Var það samþykkt samhljóða. 

Í lok máls síns fól formaður fundarstjórum stjórn fundarins. 

Ásta Stefánsdóttir tók til máls og bauð fundargesti velkomna í Bláskógabyggð.

Kosning kjörbréfanefndar

Ásta Stefánsdóttir tók til máls og lagði hann fram svohljóðandi tillögu stjórnar SASS að kjörbréfanefnd.

Kjörbréfanefnd                                                 Sveitarfélag 
Aldís Hafsteinsdóttir                                            Hveragerðisbær 
Ari Björn Thorarensen                                         Sveitarfélagið Árborg 
Kristján Guðnason                                              Sveitarfélagið Hornafjörður 

Var tillagan samþykkt samhljóða og tók kjörbréfanefnd þegar til starfa. 

Starfsskýrsla 2018 -2019

Eva Björk Harðardóttir, formaður, flutti skýrslu stjórnar. Fór hún yfir stjórn og skipulag hjá SASS. Fastráðnir starfsmenn SASS eru 7. Haldnir hafa verið 12 stjórnarfundir auk vinnufunda og hafa þeir verið haldnir víðs vegar um Suðurland.
SASS stóð fyrir Starfamessu en hún var haldin í þriðja sinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands og tókst vel. Haldin var ráðstefna um náttúruvá. Samráðsvettvangur um Sóknaráætlun Suðurlands var haldinn og kynning á Tækniþróunarsjóðnum fór fram á vormánuðum. Ráðstefna um 4. iðnbyltinguna og svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið var haldin nú í upphafi vetrar. Ungmennaráð hefur einnig haldið fundi í samvinnu við SASS.
Fór hún yfir starfsnefndir stjórnar sem skipað hefur verið í. Um er að ræða samgöngunefnd sem hefur mótað drög að samgönguáætlun 2019-2029, starfshópur sem fjallað hefur um heimavistarúrræði fyrir FSu og vinnuhópur um gerð á svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið.

Starfsemi Þróunarsviðs hefur það að meginmarkmiði að framfylgja núgildandi Sóknaráætlun Suðurlands og sjá um Uppbyggingarsjóð. Helstu verkefni sviðsins eru greiningar, ráðgjöf, styrkveitingar, verkefnaþróun og verkefnastjórnun. Hver og einn ráðgjafi getur veitt ráðgjöf í allt að 7 klst. fyrir einstaklinga og allt að 20 fyrir sveitarfélög og stofnanir. Markmið ráðgjafarþjónustunnar er að styðja við atvinnuþróun og nýsköpun á Suðurlandi, ásamt því að sinna menningarstarfi og samstarfsverkefnum á sviði byggðaþróunar. Unnið er samkvæmt ákveðnum reglum og fjölda veittra tíma en með því er jafnræðis gætt og sama þjónusta veitt um allan landshlutann. Gerðar eru reglulegar kannanir hjá þeim sem nýta sér þjónustuna.
Úthlutað er úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands tvisvar á ári, annars vegar í menningarverkefni og hins vegar í atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Ásóknin hefur aldrei verið meiri en á þessu ári en 263 umsóknir bárust. Á sama tíma er horft til þess að skorið verði niður í fjárveitingum ríkisins til sóknaráætlana á næsta ári og þá mest á Suðurlandi.

Flestar umsóknir eru vegna tónlistar en myndlistin er að sækja á. Nokkuð jöfn skipting er hvað varðar umsóknir um nýsköpunarverkefni. Verkefnin eru betur mótuð en verið hefur og má þar þakka góðri samvinnu ráðgjafa og styrkumsækjenda. Reglulega eru gerðar þjónustukannanir meðal umsækjenda og er gagnlegt og gaman að skoða niðurstöður úr þeim. Einnig ræddi hún um árangursmat á styrkveitingum.
Fór hún yfir helstu áhersluverkefni Sóknaráætlunar en verkefnin eru mörg og fjölbreytt. Má þar nefna greiningu á úrgangsmálum hjá sveitarfélögunum, veðurathuganir, Invest south heimasíðu, námskeið um markaðssetningu, uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn, samræmda ásýnd Suðurlands, þematengdar ferðaleiðir, uppbyggingu þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri, fjárhagslegt gildi landbúnaðar í landshlutunum og stöðu garðyrkju á Íslandi svo eitthvað sé nefnt.
Lokaáfangi í mótun nýrrar Sóknaráætlunar 2020 – 2024 verður til umfjöllunar hér á ársþinginu en fjöldi kjörinna fulltrúa og íbúa af svæðinu hafa komið að málinu á einn eða annan hátt.
Drögin voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Tvær umsagnir bárust, annars vegnar frá Landsvirkjun og hins vegar frá Skógræktinni, voru þær báðar nokkuð jákvæðar og gáfu ekki tilefni til breytinga. Er þetta í fyrsta skipti sem efni er birt í samráðsgátt stjórnvalda frá öðrum en ráðuneytunum sjálfum.
Eva ræddi um hin ýmsu verkefni sem eru á borði SASS.
Almenningssamgöngur en Vegagerðin mun taka við verkefninu af samtökunum um áramótin. Uppgjör á tapi vegna reksturs almenningssamgangna árið 2018 hefur ekki farið fram við samtökin.
ART verkefnið – samningur við Barnaverndarstofu rennur út um áramótin og er óvissa um gerð nýs samnings en það er mjög mikilvægt að áframhald verði á verkefninu og samningurinn endurnýjaður.

SASS er með marga samninga má þar nefna þjónustusamning um Sóknaráætlun Suðurlands, þjónustusamninga við SOS, HSL, EFS, HfSu og Fræðslunetið. Einnig eru samstarfssamningar við þekkingarsetrið Nýheima og í Vestmannaeyjum, Kirkjubæjarstofu, Kötlusetur, Markaðsstofu Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands.
Að lokum ræddi hún um áskoranir sem fram undar eru. Samtökin eru mikilvægur samráðsvettvangur og þau sinna hagsmunagæslu og eru í forsvari í mikilvægum málefnum. Ef einhver sveitarfélög sameinast mun verða breyting hjá SASS, hverjar þær verða er ekki gott að segja. Ræddi hún um innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, m.a. um hvort sveitarfélögin eigi að vinna saman að verkefninu eða hvert fyrir sig? Fjórða iðnbyltingin, innviðir eru ekki alls staðar í lagi. Einnig er nauðsynlegt að fá störf án staðsetningar í auknum mæli á Suðurlandi.

Ársreikningur SASS 2018

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, kynnti ársreikning SASS fyrir árið 2018. Tekjur SASS 2018 voru 160 m.kr., rekstrargjöld 172 m.kr., fjármunatekjur 1 m.kr. og rekstrartap ársins var því 11 m.kr. Tapið skýrist að öllu leyti af tapi á rekstri almenningssamgangna.

Ársreikningur SASS 2018 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fjárhagsáætlun SASS 2020

Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri, kynnti fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2020 og fór yfir forsendur tekju- og gjaldaliða.

Lagt er til að vísa fjárhagsáætlun til fjárhagsnefndar. Var það samþykkt samhljóða.

Niðurstaða kjörnefndar um lögmæti fundarins

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður kjörnefndar, kvaddi sér hljóðs og kynnti niðurstöðu um lögmæti fundarins. Kom fram að kjörnir fulltrúar eru 65 en gild kjörbréf eru fyrir 50 fulltrúa. Alls eru 46 aðalfulltrúar mættir og 4 varamenn, 15 fjarverandi. Fundurinn úrskurðast því lögmætur.

Kosning starfsnefnda ársþingsins

Ásta Stefánsdóttir, fundarstjóri, bar upp eftirfarandi tillögur að starfsnefndum:

Tillögurnar um skipan starfsnefnda voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

Starfsnefndir á ársþingi SASS 2019

Atvinnumálanefnd

Grétar Ingi Erlendsson                         Sveitarfélagið Ölfus og stjórn SASS, formaður
Hrafn Sævaldsson                               SASS – Þekkingarsetur Vestmannaeyja, ráðgjafi
Arndís Harðardóttir                               Skaftárhreppur
Ása Valdís Árnadóttir                            Grímsnes‐ og Grafningshreppur
Bryndís Björk Hólmarsdóttir                 Sveitarfélagið Hornafjörður
Brynja J. Jónasdóttir                            Ásahreppur
Elín Fríða Sigurðardóttir                       Rangárþing eystra
Elís Jónsson                                        Vestmannaeyjabær
Helgi S. Haraldsson                             Sveitarfélagið Árborg
Hrafnkell Guðnason                             Flóahreppur
Steindór Tómasson                             Rangárþing ytra
Þuríður Helga Benediktsdóttir              SASS ‐ Kirkjubæjarstofa

Allsherjarnefnd

Ari Björn Thorarensen                         Sveitarfélagið Árborg og stjórn SASS, formaður
Þórður Freyr Sigurðsson                    SASS, ráðgjafi
Árni Eiríksson                                      Flóahreppur
Ásgerður K. Gylfadóttir                        Sveitarfélagið Hornafjörður og stjórn SASS
Ásta Berghildur Ólafsdóttir                  Ásahreppur
Christiane L. Bahner                           Rangárþing eystra
Eyþór H. Ólafsson                              Hveragerðisbær
Guðrún Magnúsdóttir                          Bláskógabyggð
Hugrún Harpa Reynisdóttir                 SASS ‐ Nýheimar
Jón G. Valgeirsson                              Sveitarstjóri Hrunamannahrepps
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir            Rangárþing ytra
Trausti Hjaltason                                 Vestmannaeyjabær
Yngvi Harðarson                                 Rangárþing ytra

Fjárhagsnefnd

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir         Vestmannaeyjabær og stjórn SASS, formaður
Bjarni Guðmundsson                           SASS , ráðgjafi
Anna Kr. Ásmundsdóttir                     Skeiða‐ og Gnúpverjahreppur
Eggert Valur Guðmundsson              Sveitarfélagið Árborg
Gísli Halldór Halldórsson                     Bæjarstjóri Árborgar
Halldóra Hjörleifsdóttir                       Hrunamannahreppur
Ingibjörg Harðardóttir                          Sveitarstjóri Grímsnes‐ og Grafningshrepps
Matthildur Ásmundardóttir              Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Smári Bergmann Kolbeinsson           Grímsnes‐ og Grafningshreppur
Valtýr Valtýsson                                     Sveitarstjóri Ásahrepps
Þorbjörg Gísladóttir                              Sveitarstjóri Mýrdalshrepps
Þrúður Sigurðardóttir                           Sveitarfélagið Ölfus

Mennta‐ og menningarmálanefnd

Einar Freyr Elínarson                            Mýrdalshreppur, formaður
Sigurður Sigursveinsson                     SASS – HfSu, ráðgjafi
Alda Pálsdóttir                                        Hveragerðisbær
Elín Grétarsdóttir                                  Ásahreppur
Eydís Þ. Indriðadóttir                           Sveitarstjóri Flóahrepps
Garðar R. Árnason                                Hveragerðisbær
Gunnar Þór Gunnarsson                     SASS ‐ ART
Íris Róbertsdóttir                                   Vestmannaeyjabær
Katrín Gunnarsdóttir                            Skaftárhreppur
Kjartan Björnsson                                  Sveitarfélagið Árborg
Kolbrún Haraldsdóttir                          Hrunamannahreppur
Kristín Magnúsdóttir                            Sveitarfélagið Ölfus
Kristján S. Guðnason                            Sveitarfélagið Hornafjörður
Nói Mar Jónsson                                    Ungmennaráð Suðurlands
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir          SASS ‐ Markaðsstofa Suðurlands
Rósa Matthíasdóttir                             Flóahreppur
Vala Hauksdóttir                                    SASS – Kötlusetur
Yngvi Karl Jónsson                                Rangárþing ytra

Samgöngunefnd

Sæmundur Helgason                           Sveitarfélagið Hornafjörður, formaður
Dagný Jóhannsdóttir                            SASS – Markaðsstofa Suðurlands, ráðgjafi
Benedikt Benediktsson                       Rangárþing eystra
Drífa Bjarnadóttir                                  Mýrdalshreppur
Eiríkur Vignir Pálsson                           Sveitarfélagið Ölfus
Elliði Vignisson                                       Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss
Gunnar Egilsson                                     Sveitarfélagið Árborg
Hjalti Tómasson                                     Rangárþing ytra
Kolbeinn Sveinbjörnsson                   Bláskógabyggð
Kristófer A. Tómasson                         Sveitarstjóri Skeiða‐ og Gnúpverjahrepps
Njáll Ragnarsson                                    Vestmannaeyjabær
Páll Marvin Jónsson                              SASS – Þekkingarsetur Vestmannaeyja
Sandra Brá Jóhannsdóttir                   Sveitarstjóri Skaftárhrepps
Sigurjón Vídalín Guðmundsson       Sveitarfélagið Árborg
Sólmundur Sigurðarson                      Ungmennaráð Suðurlands

Umhverfis ‐ og skipulagsnefnd

Björk Grétarsdóttir                               Rangárþing ytra og stjórn SASS, formaður
Ingunn Jónsdóttir                                  SASS – HfSu, ráðgjafi
Anna Sigríður Valdimarsdóttir          Skeiða‐ og Gnúpverjahreppur
Anton Kári Halldórsson                        Rangárþing eystra
Ágúst Sigurðsson                                   Sveitarstjóri Rangárþings ytra
Ásgrímur Ingólfsson                             Sveitarfélagið Hornafjörður
Bjarki Guðnason                                    Skaftárhreppur
Bryndís Eir Þorsteinsdóttir                 Hveragerðisbær
Eyrún M. Stefánsdóttir                        Bláskógabyggð
Eyþór Harðarson                                    Vestmannaeyjabær
Guðlaug Ósk Svansdóttir                    SASS – HfSu
Guðmundur Oddgeirsson                  Sveitarfélagið Ölfus
Páll Tómasson                                        Mýrdalshreppur
Sólveig Þorvaldsdóttir                          Sveitarfélagið Árborg
Þórunn Pétursdóttir                             Hveragerðisbær

Velferðarnefnd

Lilja Einarsdóttir                                     Rangárþing eystra, formaður
Kristín Vala Þrastardóttir                    SASS ‐ Nýheimar, ráðgjafi
Bjarney Vignisdóttir                              Hrunamannahreppur
Bjarni Þorkelsson                                  Grímsnes‐ og Grafningshreppur
Björgvin Skafti Bjarnason                   Skeiða‐ og Gnúpverjahreppur
Björn Kristinn Pálmarsson                  Grímsnes‐ og Grafningshreppur
Brynhildur Jónsdóttir                           Sveitarfélagið Árborg
Hildur Sólveig Sigurðardóttir             Vestmannaeyjabær
Katrín Þrastardóttir                               SASS ‐ ART
Klara Öfjörð Sigfúsdóttir                     Sveitarfélagið Árborg
Rafn Bergsson                                         Rangárþing eystra
Sveinn Ægir Birgisson                           Sveitarfélagið Árborg
Tómas Ellert Tómasson                       Sveitarfélagið Árborg

Kjörbréfa‐ og kjörnefnd

Aldís Hafsteinsdóttir                            Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, formaður
Anna Margrét Ólafsdóttir Briem      SASS, ráðgjafi
Drífa Bjarnadóttir                                  Mýrdalshreppur
Elís Jónsson                                             Vestmannaeyjabær
Haraldur Eiríksson                                 Rangárþing ytra
Helgi Haraldsson                                    Sveitarfélagið Árborg
Ingibjörg Harðardóttir                          Grímsnes‐ og Grafningshreppur
Kristján Sig. Guðnason                        Sveitarfélagið Hornafjörður
Steinar Lúðvíksson                                Sveitarfélagið Ölfus
Valgerður Sævarsdóttir                       Bláskógabyggð

Tillaga um laun stjórnar og nefnda/ráða 

Ásta Stefánsdóttir, fundarstjóri, kynnti tillögu um laun stjórnar, ráða og nefnda.

 Tillaga til aðalfundar SASS 24. – 25. október 2019 um laun stjórnar, ráða og nefnda

 1. Laun stjórnar skulu nema 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Föst mánaðarlaun formanns skulu nema 10% af þingfararkaupi en auk þess fær formaður 4,5% af þingfararkaupi fyrir hvern stjórnarfund. Fyrir aðra fundi í ráðum og nefndum skulu þau nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund.
 2. Laun fulltrúa í ráðum og nefndum skulu nema 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund. Laun formanns ráðs eða nefndar skulu nema 4% af þingfararkaupi fyrir hvern fund.
 3. Fulltrúar í stjórnum, ráðum og nefndum skulu fá greitt fyrir akstur til og frá fundarstað skv. akstursdagbók í samræmi við reglur RSK um aksturskostnað.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Enginn tók til máls.

Lagt er til að vísa tillögu að launum stjórnar, nefnda og ráða til fjárhagsnefndar. Var það samþykkt samhljóða.

Helgi Kjartansson, fundarstjóri tók til máls og bauð fulltrúa velkomna í Bláskógabyggð. Kynnti hann breytingu á dagskrá en liðurinn Höfnin í Þorlákshöfn fellur niður en Ingunn Jónsdóttir, ráðgjafi á vegum SASS, mun kynna verkefnin Umhverfis Suðurland og Starfamessuna.


Ingunn er starfsmaður Háskólafélags Suðurlands og ráðgjafi á vegum SASS og hefur verið að vinna að málinu Umhverfis Suðurland. Mánaðarlega eru gefin út fréttabréf en einnig er mánaðarlegt þema og upplýsingar á heimasíðunni verkefnisins. Þau eru dugleg að setja inn fréttir á samfélagsmiðlana en einnig er haldið úti Facebook síðu og þar er reynt að setja inn fréttir daglega. Það hefur orðið gríðarleg vakning í umhverfismálum og hefur fréttum sem tengjast málaflokknum fjölgað í takt við aukna vitund um málefnið. Umhverfis Suðurland er í samstarfi við matvöruverslanir á Suðurlandi og eru settar upp upplýsingar um umhverfismál í verslunum.
Gerð hafa verið nokkur örmyndbönd, m.a. um flokkun og umhverfismál og hversu mikið á að nota af þvottaefni svo einhver séu nefnd. Farið var í samstarf við Sorpstöð Suðurlands um gerð myndbands. Þar er fjallað um lífræna flokkun með upplýsingum um hvað gerist þegar við flokkum eða flokkum ekki, einnig eru þau í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands og ferðafyrirtæki.
Ræddi hún um fataslá sem er í Fjölheimum þar sem starfsmenn geta komið með föt sem þeir eru hættir að nota og sett á slána og þá er einnig hægt að ná sér í „ný“ föt.
Á bæjarhátíðinni Blóm í bæ og var farið í nýsköpunarkeppni í samstarfi við Listastafn Árnesinga og var þetta skemmtilegt og gott samstarf.
Benti hún á að hægt er að gera könnun á því hvar maður er staðsettur í grænum lífstíl á heimasíðu verkefnisins. Ræddi hún um mikilvægi samstarfs við sveitarfélögin. Haldnir hafa verið svokallaðir Diskósúpufundir og verkefnið Umhverfis Suðurland hefur verið í samstarfi við hreinsanaátök innan bæjarfélaga. Umhverfis Suðurland hefur fengið góðar umsagnir í blöðum.

Ingunn ræddi einnig um Starfamessuna í FSu en hún hefur haldið utan um það verkefni s.l. tvö ár. Þar fá nemendur í 9. og 10. bekk kynningu á því hvað er í boði fyrir tilvonandi og núverandi nemendur í verklegum greinum og hvað þeim stendur til boða þegar kemur að störfum hjá sunnlenskum fyrirtækjum. Mikilvægt er að kynna þetta fyrir krökkunum en það hefur verið vöntun á að nemendur sæki verk- og tæknigreinar. Á Starfamessu hitta krakkarnir þá aðila sem eru með fyrirtæki í hinum ýmsu verknámsgreinum og geta þá rætt við þá sem eru á staðnum. Einnig er reynt að fá foreldra til að vera með og einnig hefur verið opið fyrir almenning. Eftir fyrstu messuna var hugsað um hvernig hægt væri að fá krakkana til að undirbúa sig fyrir Starfamessuna. Voru krakkarnir fengnir til að útbúa myndbönd og eru þau aðgengileg inn á heimasíðunni. Ratleikur hefur einnig verið notaður á messunum og hefur það gefist vel. Síðast var ratleikurinn rafrænn.

Fundarstjóri gaf orðið laust, enginn tók til máls.

Drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 – 2024 og gagnatorg SASS, Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs og Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Capacent

Þórður Freyr kynnti Gagnatorg SASS.

Gagnatorgið er mælaborð fyrir líffræðilega þróun á Suðurlandi og samanstendur af 50 gagnasettum. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um mannfjöldaspár, upplýsingar frá Byggðastofnun, Þjóðskrá og Hagstofunni en einnig er hægt að fá upplýsingar um utangarðsskráningar en það eru þeir aðilar sem koma tímabundið til landsins og fá kennitölur á meðan þeir eru hér en þessir aðilar koma ekki fram í gögnum frá Hagstofunni. Hægt verður að greina sérstaklega niður á íbúa, kyn, aldur, ríkisfang o.fl. Hægt verður að skoða yfirlit yfir landshlutann og einnig er hægt að taka hvert sveitarfélag út fyrir sig.
Þegar ný gögn koma inn á vef Hagstofunnar eru þau beintengd við Gagnatorg SASS. Sýndi Þórður hvernig þetta virkar og hvernig þetta lítur út.
Þetta verður stærsta gagnatorg um líffræðilega þróun á landinu og mun verða aðgengilegt fljótlega en spennandi verður að sjá áframhaldandi þróun.

Fundarstjóri gaf orðið laust.
Til máls tók Eyþór H. Ólafsson.


Þórður Freyr Sigurðsson frá SASS kynnti Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafa hjá Capacent.
Héðinn þakkaði starfsfólki SASS fyrir samstarfið en hann sagði þetta hafa verið gefandi og skemmtilegt verkefni að vinna að. Í upphafi fór hann rúmlega 260 ár aftur í tímann og ræddi um hvernig Sunnlendingum var lýst í Ferðabók Eggerts og Bjarna.
Fór hann í framhaldi yfir ferlið að vinnu við Sóknaráætlun Suðurlands 2020 – 2024 en meginmarkmiðið er að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun og aukinni samkeppnishæfni Suðurlands. Haldnir voru 7 íbúafundir og tóku um 500 manns þátt í fundunum. Hægt er að skipta Sóknaráætluninni í 3 meginflokka, atvinna og nýsköpun, umhverfi og samfélag. Farið var yfir fjórþætta greiningu á þessum fundum. Allir fundirnir voru mjög góðir og mikið efni sem hægt er að vinna með í framhaldi. Unnið var með „peningaspilið“ á fundinum á Selfossi og varð til ákveðin framtíðarsýn. Á Suðurlandi hefur aukin nýsköpun, fjölgun fyrirtækja og bætt framleiðni leitt af sér öflugt atvinnulíf. Menning og lífsgæði á Suðurlandi blómstra með aukinni velferð og aukinni umhverfisvitund. Sett voru fram 14 mælanleg meginmarkmið sem tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þessi markmið eru sameign allra sveitarfélaga og verður hægt að sjá í framtíðinni hvernig þetta gengur og hvernig staðan er á hverju markmiði fyrir sig. Sóknaráætlunin er mjög kröftugt verkfæri sem á að nýta, það er synd að ríkið skuli ætla að minnka fjármagn til þessa málaflokks á Suðurlandi. Samstarf og samráð hefur gengið mjög vel. Það er tækifæri fyrir sveitarfélögin að stilla sér inn á þessi markmið og vinna samkvæmt þeim.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Enginn tók til máls.

Lagt er til að vísa tillögu að launum stjórnar, nefnda og ráða til allsherjanefndar. Var það samþykkt samhljóða.

Umræður  

Fundarstjóri gaf orðið laust. Enginn tók til máls.
Helgi Kjartansson, fundarstjóri kynnti breytingu á dagskrá en Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun ávarpa þingið á undan Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.


Ávarp 

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Aldís tók til máls en í upphafi sýndi hún hagvöxt á Íslandi á árunum 2000 til dagsins í dag og eins spá Hagstofunnar til ársins 2024. Hagvöxtur hefur tvöfaldast á þessum tíma. Þjóðin var ótrúlega fljót að ná sér upp úr hruninu.
Hún ræddi um vinnustundir og meðalárslaun í landinu. Viðsemjendur sambandsins eru 61 stéttarfélag með 43 kjarasamninga. Það er mikil vinna hjá kjaradeildinni að halda utan um viðræður. Laun opinberra starfsmanna hafa hækkað meira en almenni markaðurinn. Það er mikilvægt fyrir sveitarfélög að standa saman í kjarasamningsviðræðum. Sambandið semur fyrir hönd sveitarfélaga á Íslandi og það er óheimilt að víkja frá þeim samningi. Til að stuðla að verðstöðugleika mælist sambandið til þess við sveitarfélög að hækka ekki gjaldskrár sínar á árinu umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig mun sambandið mælast til þess við sveitarfélög að gjöld muni ekki hækka nema um 2,5% á árinu 2020 og minna ef verðbólga er lægri. Þetta á einnig við um B-hluta fyrirtækja.

Fór hún yfir skuldahlutfall sveitarfélaga á Suðurlandi og hvernig staðan er hjá þeim. Kom fram að þar sem fjölgun er á fólki þá er skuldahlutfallið hærra af þeim sökum.

Fór hún aðeins inn á sameiningu sveitarfélaga. Í landinu er 72 sveitarfélög. Hver er geta sveitarfélaga til að taka þátt í framþróun og standa undir auknum kröfum, s.s. á sviði loftslagsmála, heimsmarkmiða, stafrænnar stjórnsýslu, persónuverndar, félagsþjónustu, fræðslu- og fjármála og krefjandi byggðaþróunarverkefna o.fl.
84% íbúa hafa valið að búa á milli Hvítánna tveggja og við þær. Hvernig á að þróa byggð í þessu landi? Sveitarstjórnarmenn verða að leggja línurnar en í fyrsta sinn hefur verið mótuð stefna um framtíðarþróun á sveitarstjórnarstiginu. Með þingsályktunartillögu ráðherra er fyrst og fremst verið að efla og styrkja sveitarstjórnarstigið.
Sveitarfélagamörk eru ekki annað en mannanna verk, það er ekki girðing, við búum til samfélögin. Ef þingmenn missa kjarkinn núna í sameiningu mun ekki gerast neitt á næstu tíu árum. Sambandið styður við stækkun og eflingu sveitarfélaga.
Úrgangsmál og urðunarskattur. Sambandið leggst eindregið gegn frumvarpi um urðunarskatt og kallar eftir víðtæku samráði um mögulega útfærslu slíkrar skattheimtu. Það er ekki hægt að skella þessum skatti á heimilin. Þessu fylgir engin aðgerð því er ekki hægt að samþykkja þetta, þessi skattur mun bara fara beint í ríkiskassann.
Samstarfið við ríkisstjórnina er mjög gott og Aldís sækir marga fundi með ráðherrum. Fór hún yfir framlög ríkisins til byggðar- og sóknaráætlunar og ljósleiðaravæðingar sem er í góðum málum.
Í lokin minnti hún á heimasíðu sambandsins, þar eru ýmsar góðar upplýsingar og minnti hún á skólamálaþing en kjörnum fulltrúum ber að mæta á þessa fundi. Einnig er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn mæti á aðra viðburði sem haldnir eru.


Ávarp

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Sigurður Ingi tók til máls og þakkaði fyrir boðið á SASS þingið. Honum finnst skipta máli sem ráðherra að geta skipst á skoðunum um málefni líðandi stundar. Íbúaþróunin hefur verið landshlutanum hagstæð undanfarin ár en íbúum á Suðurlandi hefur fjölgar um tæplega 3.500 á síðustu 10 árum. Fyrir um 10 árum bjuggu hér um 7,5 % landsmanna en í upphafi þessa árs var hlutfallið komið í 7,7%. Fjölgun hefur orðið í 14 af 15 sveitarfélögum síðustu 10 árin, aðeins hefur verið fækkun í Hrunamannahreppnum en þó ekki nema um 2 einstaklinga.
Uppbygging hefur verið mikil á sviði nýsköpunar í matvælaiðnaði og sjávarútvegi einnig hefur ferðaþjónustan vaxið gífurlega um land allt, ekki hvað síst hér á Suðurlandi. Það hefur orðið mikil fjölgun á fólki af erlendum uppruna sem skapar fjölbreytni og tækifæri en um leið áskoranir.
Í gegnum sóknaráætlun Suðurlands hafa Sunnlendingar lagt áherslu á að efla miðsvæðið, má þar nefna áherslu á hækkun menntunarstigs, stuðning við verkefnið Brothættar byggðir í Skaftárhreppi og stuðningur við innleiðingu fjarheilbrigðisþjónustu. Ræddi hann um styrk sem SASS fær frá byggðaáætlun til að hanna og vinna útboðsgögn fyrir nýbyggingu Erróseturs á heimavist Kirkjubæjarskóla. Við þurfum að hugsa í lausnum og styrkja stoðir atvinnulífsins til að laða að íbúa. Samstarf milli sveitarfélaga er mikilvægt en sameinuð yrðu sveitarfélögun enn sterkari.
Nýleg úttekt á sóknaráætlun sýnir að stoðir menningar í landshlutanum hafa styrkst. Áhersluverkefnin eru helst til of mörg og er spurning hvort betra sé að velja færri verkefni og verja meira fé til þeirra verkefna sem unnið er að. Allir landshlutar eru nú að undirbúa nýjar sóknaráætlanir. Því miður er framlag ríkisins að lækka til Suðurlands en það kemur til af því að Suðurland stendur vel að vígi. Sunnlendingar brutu ísinn með því að setja áætlunina inn í samráðsgátt stjórnvalda og hafa önnur sveitarfélög fylgt í kjölfarið.
Byggðaráætlun gegnir lykilhlutverki og er mikilvægt stjórntæki fyrir sveitarfélög. Vel hefur til tekist með verkefnið Ísland ljóstengt en þar er að nást gríðarlega góður árangur. Þrífösun rafmagns er næsta átaksverkefni.
Góðu árin koma og fara, það þarf að líta til þeirra blika sem á lofti eru. Ríki og sveitarfélög þurfa að vera tilbúin að takast á við áföll og áskoranir ef verða. Verið er að vinna að því hvernig best er að taka á fækkun í ferðaþjónustu og loðnubresti. Aukin framlög til opinberra framfara eru til að milda áhrif niðursveiflu.
Samgönguáætlun er komin til umsagnar í samráðsgátt en hægt er senda umsögn til loka mánaðar. Mikið er inni í þessari samgönguáætlun og er mörgum framkvæmdum flýtt til að auka öryggi íbúa, má þar nefna aðgreiningu á akstursstefnu frá Skeiðavegamótum að Hellu, brú yfir Ölfusá, ný brú yfir Hornafjarðarfljót og göng í gegnum Reynisfjall.
Það þarf að taka á samgöngumálum víðs vegar um landið, aukið öryggi á vegum skiptir höfuðmáli.
Nýrri tillögu þingsályktunar um stefnumótun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er ætlað að auka sjálfbærni sveitarfélagsstigsins. Sjálfbærni þarf að vera leiðarljós fyrir okkur í umhverfis- félags- og efnahagsmálum. Markmið stefnunnar eru skýr en þau eru að sveitarfélög verði öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi, að sjálfstjórn og ábyrgð sveitarfélaga verði virt og tryggð verði sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.
Að lokum sagði hann að framtíðin væri björt og það bæri að hafa samvinnu að leiðarljósi.

Helgi Kjartansson, fundarstjóri, tók til máls og bauð fundarmönnum að leggja spurningar fyrir Aldísi og Sigurð.

Til máls tóku Njáll Ragnarsson, Íris Róbertsdóttir, Rósa Matthíasdóttir og Gunnar Egilsson.

Sigurður Ingi svaraði fyrirspurnum sem lagðar voru fyrir hann.


Ungmennaráð Suðurlands - kynning á starfi ungmennaráðs Suðurlands

Nói Mar Jónsson, formaður ungmennaráðs Suðurlands, og Sólmundur Sigurðarson, varaformaður, kynntu starfsemi ráðsins.

Stóra spurningin er „Hvað hefur ungmennaráðið verið að gera og hvað er fram undan”? Ungmennaráðið í samvinnu við ungmennaráð Árborgar héldu ráðstefnu á árinu og þökkuðu þeir fulltrúum fyrir að mæta.
Þau málefni sem helst brenna á ungmennum eru að það verður að útrýma einbreiðum brúm og fjölförnum malarvegum, leggja þarf áherslu á fræðslu í samfélagslegum málefnum í skólum, efla þarf skólastarf, huga þarf að forvörnum og samræma flokkunarstaðla fyrir úrgang á öllu Suðurlandi.
Haldnir hafa verið vor- og haustfundir og sendu flest sveitarfélög fulltrúa á þessa fundi. Eftir síðasta fund sem metþátttaka var á var sambandinu sent erindi um það hvernig framtíðarskólaumhverfi ætti að vera og hvað ætti að leggja áherslu á. Skólinn undirbýr nemendur fyrir lífið. Það er lykilatriði að efla elsta gunnskólastigið. Það þarf að leggja meiri áherslu á markmiðsetningu og almenna samfélagskunnáttu. Nauðsynlegt er að bæta fjármálalæsi, auka aðstoð við nemendur með námsörðugleika í framhaldsskólum. Það er áhyggjuefni hve mikið brottfall drengja er úr framhaldsskólum.
Sögðu þeir frá því að fulltrúar frá ungmennaráðinu verða með erindi á skólaráðstefnunni. Ungmennaráð hefur verið með fulltrúa í nefnd fyrir heimavist fyrir FSu og einnig í samgöngunefnd og eru þeir ánægðir með það, með þessu má virkja ungmennaráðið og einnig koma nýjar víddir inn í nefndir.
Næsta verkefni er málþing í haust en þeir munu taka við keflinu frá ungmennaráði Árborgar og er enn frekar verið að efla samstarf ungmennaráða á svæðinu en planið er að vera með þing á tveggja ára fresti á ýmsum stöðum á svæðinu. Þingin eru fjármögnuð í gegnum Erasmus+ en með þessu er verið að efla og virkja ungmennaráð á hverjum stað fyrir sig.
Í dag eru nánast öll sveitarfélög með ungmennaráð í einhverri mynd. Þeir hvetja þau sveitarfélög sem ekki eru komin með ungmennaráð að vera í sambandi við ungmennaráð Suðurlands til að fá upplýsingar um hvernig megi koma upp svona ráðum.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Enginn tók til máls.


Samgönguáætlun SASS 2019 – 2029

Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar SASS, kynnti samgönguskýrslu SASS 2019-2029.

Sæmundur byrjaði á að þakka þeim sem eru búnir að vinna að þessari áætlun með einum eða öðrum hætti. Á ársþingi SASS árið 2017 var eldri samgönguáætlunin kynnt og samþykkt. Skilaði nefndin af sér forgangsröðun á verkefnum og voru 11 verkefni sem þarf að fara í á árunum 2019-2029.
Í forgangi er að tryggja öryggi vegfarenda á Suðurlandi. Vegir eru víða þröngir og vegaxlir lélegar eða ekki fyrir hendi. Útrýma þarf einbreiðum brúm, fjölga þarf útskotum þar sem þau eiga við og aðreinar á vegum við merka staði í náttúrunni, passa þarf að aðgreina umferð og efla þarf löggæslu einkum á miðsvæði og styrkja almannavarnir.
Stórar nýframkvæmdir eins og Ölfusárbrú, vegurinn við Vík og brú yfir Hornafjarðarfljót eru nauðsynlegar og hugsanlega má fara í þessar framkvæmdir með tekjum af veggjöldum. Auka þarf fjármagn til vega sem ekki hafa bundið slitlag en auðvitað ætti að leggja bundið slitlag á þessa vegi á næstu 10 árum. Huga þarf að flugsamgöngum og tryggja fjármagn til dýpkunarframkvæmda í höfnum í landshlutanum. Auk þess er lagt til að nýsköpunarteymi almenningssamgangna verði sett á laggirnar. Ungmennaráð Suðurlands lagði fram séráliti um samgönguáætlunina.
Fulltrúar Vegagerðarinnar komu á fund nefndarinnar og kynntu þau verkefni sem sveitarfélögin eru að kalla eftir, sumar framkvæmdir eru á áætlun fyrr en aðrar síðar.
Margar framkvæmdir eru líka ekki á vegaáætlunum.

Fundarstjóri gaf orðið laust.

Enginn tók til máls.

Lagt er til að vísa drögum að samgönguáætlun 2019 – 2029 umhverfis- og skipulagsnefndar. Var það samþykkt samhljóða.


Tímamót í starfi SASS – Hvað hefur gerst og hvar verðum við 2050?

Hugleiðingar um starfið síðustu ár. Hvað er fram undan og hvar verður sunnlenskt samfélag eftir 30 ár? Hvernig búum við okkur undir þá framtíðarsýn?

Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður, sem fenginn var til að stýra umræðum tók til máls og stiklaði á stóru hvernig hann sér hlutina eftir 30 ár.

Eva Björk Harðardóttir, formaður SASS, fór yfir starf samtakanna á liðnum árum og hvar við erum stödd. 
SASS er 50 ára í ár. Fór hún yfir samgöngumálin. Frá þessum tíma hefur margt breyst, má þar nefna að búið er að reisa brú yfir Óseyri, höfnin í Þorlákshöfn hefur verið löguð, ný sjúkrahús hafa verið reist og sveitarfélögin sameinuðust um Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Mikil breyting hefur orðið í samskiptamáta, hér áður fyrr var ekki hægt að ná símasambandi á virkum dögum og það voru mismunandi gjöld milli landsvæða. Þetta var tími fyrir gsm, ljóstengingu o.fl. Á ársþingi samtaknna árið 1977 var samþykkt ályktun um að hraða uppbyggingu á 3ja fasa rafmagni og þess krafist að orka væri nýtt heima í héraði, hjá SASS fór svo fljótlega að starfa orkustefnunefnd.
Unnið hefur verið að Art verkefninu og þarf enn að berjast fyrir því. Einnig hefur umdæmið orðið fyrir áföllum. Má nefna eldgosið í Vestmannaeyjum 1973, jarðskjálftana 2000 og 2008 og eldgosin í jöklunum 2010 og 2011.
Ræddi hún um að það væri gott að horfa til fortíðar. 1982 sendi ársþing SASS Halldóri Laxness heillaóskaskeyti. Einnig ályktaði ársþingið um opnun áfengisverslunar á Selfossi og fagnaði 200 mílna fiskveiðilögsögu. Já það hafa verið ýmis mál til umræðu á þingum SASS.

Til máls tók Ásgerður Kristín Gylfadóttir frá Höfn og velti upp hve mörg sveitarfélög verði nú í umdæminu eftir 30 ár.

Í dag eru 15 sveitarfélög innan SASS. En eftir nokkur ár er spurningin hvort sveitarfélögin verði ekki 8, en þessi spurning hefur komið upp.
Mikið er rætt um sameiningarmál og hefur m.a. komið beiðni frá sveitarfélögum um að fara í sameiningu en það er spurning hvort og hvernig sameiningarnar verða. Velti hún upp hinum ýmsu sviðsmyndum um hvernig hægt er að sameina. Spurningin er hvort Höfn verður með eða hvort hún muni tilheyra Austurlandinu en svo gæti líka gerst að Höfn og Vestmannaeyjar verði eitt. Kannski verða ekki neinar stórar breytingar. Kannski verða landshlutasamtökin áfram. Hver veit?

Til máls tók Njáll Ragnarsson frá Vestmannaeyjum og ræddi um atvinnumál í framtíðinni. Hann velti upp spurningunni: Hvað dettur manni í hug þegar framtíðin er rædd? Þá þurfi að skoða stöðuna í dag og hvað sé búið að gera. Ræddi hann m.a. um þróunina í flugi.
Það er erfitt að spá um framtíðina. En í Vestmannaeyjum er sjávarútvegurinn nr. 1, 2 og 3. Gert er ráð fyrir að hægt verði að veiða úr auðlindinni í dag og á morgun og eftir 30 ár en við verðum að huga vel að málunum. Það má ekki leyfa frjálsar veiðar. Eitt sinn unnu margir við sjávarútveginn en í dag eru fyrirtækin orðin ansi vélvædd og ekki þarf eins margt fólk og mörg störf í sjávarútvegi. Störfum hefur fækkað og fer fækkandi. Ræddi hann um loðnu og makríl.
Velti hann því upp að með hlýnun jarðar komi inn nýir veiðistofnar og einnig geti farið svo að aðrir stofnar fari.

Nú er farið að búa til hinar ýmsu vörur úr sjávarfangi, ræddi hann um laxeldi. Íbúum á jörðinni er að fjölga og með því að nota laxeldi getum við framleitt meira prótein fyrir fleira fólk.

Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra, tók til máls og sagði að ekki væri gott að segja til um hvernig hlutirnir verða eftir 30 ár.
Þegar litið sé á tæknina þá er þetta langur tími en þó að tækninni fleygi fram þá breytumst við rosalega hægt. Það er óhætt að segja að maðurinn sjálfur hafi ekki við að fylgja tækninni eftir. Maðurinn sjálfur þróast ótrúlega hægt og þar af leiðandi tefjum við margar breytingar.
Hvernig viljum við sjá málin eftir 30 ár? Lífsglaðir og sáttir Sunnlendingar. Þeir vilja sjá bættari samgöngur, tækifæri og fjölbreytni til menntunnar og atvinnu. Fjórða iðnbyltingin er hafin, störfum fækkar, vélar taka við og á þetta bæði við í sjávarútvegi og landbúnaði. Þetta gerist með auknum hraða og fyrr en við ætlum. Störfum fækkar en við þurfum um leið að reyna að fjölga störfum. Það eru meiri líkur á fækkun starfa í dreifbýli en þéttbýli. Það þarf að búa til fleiri störf sem krefjast meiri menntunar. Unga kynslóðin mun frekar vilja búa í meðalstórum þéttbýlum. Það er mikið tækifæri. Við verðum að passa upp á ferðaþjónustuna og okkar frábæru staði svo að þeir verði áfram eftirsóknarverðir.

Þjóðgarðar – það er líklegt að þeir verði að veruleika í framtíðinni, við verðum að passa að stýra þróuninni og gæta þess að missa þá ekki frá okkur.
Samgöngumál – aukið fjármagn þarf til að laga samgöngumálin.
Stjórnsýslan á Suðurlandi – það er mjög líklegt að sveitarfélögum fækki, stjórnsýslan mun einfaldast, það er ekki vit í öðru.
Fjölmenning – með henni fáum við nýja sýn, það á að nýta þá krafta sem koma með nýju fólki.

Sigmar Guðmundsson, dagskrárgerðarmaður, tók til máls og stjórnaði pallborðsumræðum og voru Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Höfn, Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum, og Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra, við pallborðið.
Hvar verðum við eftir 30 ár og hvernig komumst við þangað?  

Íris Róbertsdóttir spurði Ásgerði hver hennar óskastaða væri í sameiningu sveitarfélaga.

Gísli Halldór Halldórsson, velti fyrir sér hvernig staða fiskvinnslu verður á enn styttri tíma jafnvel á næstu 5-10 árum. Munu þær ekki leggjast af flestar. Störf án staðsetningar. Hvað á að gera, það er mikið verk óunnið í að þjónusta fólk, fyrst þá sem eru fatlaðir og eldri borgarar.

Njáll Ragnarsson tók til máls. Sjávarútvegur mun ekki flytjast, það er svo mikilvægt að vera nálægt fiskimiðunum. 
 
Ágúst Sigurðsson – staðsetning starfa skiptir minna og minna máli. Hefur trú á framtíðinni og það verði búin til ný störf, menntakerfið þarf að laga, taka vel á í umhverfismálum en auðvitað verður að vera til fjármagn.
 
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, -þjónusta við fólk mun alltaf þurfa að vera til staðar. Störf án staðsetningar, við þurfum að huga að þessu í sameiningu, það er alveg hægt að dreifa stjórnsýslustörfum á milli staða.
 
Kjartan Björnsson tók til máls og ræddi m.a. um texta eftir Vilhjálm Vilhjálmsson og mikilvægi menningarmiðstöðvar á Suðurlandi.

Hrafnkell Guðnason ræddi um 4. iðnbyltinguna, störf hverfa ekki þau breytast og við eigum að vinna að þessum breytingum. Varðandi störf án staðsetningar þá þurfum við að búa til platformið og kynna fyrir aðilum sem geta nýtt sér þetta og þar skiptir ljósleiðaravæðing miklu máli. – Hann telur að eftir 30 ár eigum við ekki bíla heldur verður til app sem pantar bíla fyrir okkur. Í framtíðinni munum við ekki þurfa bílskúra heldur munum við nýta þá til að vera sjálfbær í einhverri framleiðslu.

Ásta Stefánsdóttir, fundarstjóri, þakkaði fulltrúum fyrir umræður á fundinum í dag og þakkaði gestum fyrir komuna og frestaði fundi til morguns. 

Nefndarstörf hófust.


Fundarstjórar, Ásta Stefánsdóttir og Helgi Kjartansson, settu fundinn kl. 10:35 þann 25.október

Umræður og ályktanir ársþings

Hér á eftir fara tillögur, ályktanir og afgreiðslur starfsnefnda. 

Allsherjarnefnd

Ari Björn Thorarensen, formaður allsherjarnefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019. 

Starfsskýrsla
Allsherjarnefnd leggur til við ársþing SASS 2019 að fyrirliggjandi starfsskýrsla stjórnar SASS verði samþykkt. 

Framlög til sóknaráætlana 

Ársþing SASS 2019 skorar á ráðherra umhverfismála að leggja fé til sóknaráætlana landshluta. Áskorun sú byggir á því að einn af þremur meginflokkum í nýrri Sóknaráætlun Suðurlands snýr að umhverfismálum. Það er því vilji íbúa og kjörinna fulltrúa á Suðurlandi að umhverfismálin eigi stóran sess í nýrri sóknaráætlun. Eðlilegt er að fjármögnun verkefna á sviði umhverfismála séu að einhverju leyti fjármögnuð með framlagi frá viðkomandi ráðuneyti. Ársþing SASS lýsir jafnframt yfir óánægju með að ekki hafi verið viðhaft samráð við endurskoðun á reiknireglu við skiptingu fjármagns milli sóknaráætlunarsvæða.

Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024

Ársþing SASS 2019 leggur til að framkomin drög að Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024 verði samþykkt.

Lýðræðishalli og upplýsingamiðlun 

Ársþing SASS 2019 skorar á stjórn SASS að fundargögn stjórnarfunda séu opin og aðgengileg öllum. Einnig að skoðaður verði sá möguleiki að halda vorfundi á vegum SASS. Til að auka á upplýsingamiðlun til kjörinna fulltrúa, sérstaklega m.t.t. aukinnar upplýsingamiðlunar til kjörinna fulltrúa sveitarfélaga sem ekki eiga fulltrúa í stjórn SASS. Hvatt er til að fundunum verði streymt.

Fundarstjóri gaf orðið laust, Bjarni Þorkelsson tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir allsherjarnefndar og voru þær samþykktar samhljóða.

Mennta og menningarmálanefnd

Einar Freyr Elínarson, formaður mennta- og menningarmálanefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019.

Menntamál

Ársþing SASS 2019 undirstrikar mikilvægi þess að íbúar héraðsins sitji við sama borð þegar kemur að aðgengi að menntun, hvort sem litið er til framhaldsfræðslu eða háskólanáms. Sérstaklega er þeim tilmælum beint til fjárlaganefndar að auka framlög til kennslu í íslensku fyrir útlendinga. Á starfssvæði SASS er mikill fjöldi útlendinga og sums staðar er um að ræða umtalsverðan hluta íbúa einstakra sveitarfélaga, t.d. á miðsvæði Suðurlands. Afar brýnt er að fræðsluaðilum sé gert kleift að auðvelda aðlögun þessa hóps að íslensku samfélagi með því að bjóða upp á nám í íslensku með fjölbreyttum aðferðum og í náinni samvinnu við fyrirtæki í héraðinu.

Ársþing SASS 2019 tekur undir ályktun þeirra 13 sveitarfélaga sem standa að Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem þess er krafist að aftur verði komið á heimavist við skólann. Heimavist er lykilforsenda þess að ungmenni af stóru svæði búi við jafnrétti til náms. Ársþingið skorar á mennta- og menningarmálaráðherra og skólanefnd FSu að vinna hratt og örugglega að því að koma upp heimavist við skólann. Ársþingið leggur til að gerð verði könnun á unglingastigi grunnskóla í Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu til þess að meta þörfina á þeim hluta skólasvæðisins þar sem daglegur skólaakstur er ekki raunhæfur valkostur.

Ársþing SASS hvetur sveitarfélög á Suðurlandi að efla enn frekar listnám og nýsköpun á grunnskólastigi.

Menningarmál

Ársþing SASS 2019 ítrekar nauðsyn þess að fjárlaganefnd Alþingis komi Menningarsal Suðurlands á Selfossi á fjárlög 2020.

Ársþing SASS beinir því til stjórnar að skilgreina áhersluverkefni á sviði fjölmenningar sem miði að því að aðstoða sveitarfélög á Suðurlandi við að nýta mannauð allra þegna samfélagsins.

Ársþing SASS ítrekar mikilvægi ART verkefnisins og beinir því til ríkisins að gerður verði langtímasamningur um verkefnið.

Fundarstjóri gaf orðið laust. Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir mennta- og menningarmálanefndar og voru þær samþykktar samhljóða.

Fjárhagsnefnd

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, formaður fjárhagsnefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019.

Ársreikningur SASS 2018
Fjárhagsnefnd SASS leggur til að ársreikningur SASS fyrir árið 2018 verði samþykktur eins og hann er lagður fram.

Fjárhagsáætlun SASS 2020
Fjárhagsnefnd SASS leggur til að fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 2020 verði samþykkt eins og hún liggur fyrir.

Það er afdráttarlaus krafa ársþings SASS að ríkið geri upp 36 m.kr. halla vegna reksturs almenningssamgangna á árinu 2018.

Þóknun stjórnar og nefnda
Fjárhagsnefnd leggur til að tillaga að launum stjórnar, ráða og nefnda verði samþykkt.

90 daga reglan

Ársþing SASS 2019 telur breytingu á lögum um veitinga- og gististaði (90 daga reglan) sem samþykkt var sumarið 2016 hafa verið misráðna og krefst þess að gerðar verði breytingar á henni og það verði gert í samráði við sveitarfélögin. Jafnframt telur ársþingið nauðsynlegt að efla eftirlit með óleyfisstarfsemi í sölu gistinga.

Gistináttagjald

Ársþing SASS 2019 telur nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög komist að niðurstöðu um gistináttagjaldið og hvernig því skuli skipt á milli sveitarfélaga. Ársþing SASS hvetur ríkið til að ljúka þessari vinnu fyrir áramót þannig að tekjur af gistináttagjaldinu byrji að berast sveitarfélögum í upphafi árs 2020.

Lagt er til við stjórn SASS að skipaður verði starfshópur til að koma með tillögu að því hvernig skynsamlegast er að úthluta gistináttagjaldinu.

Urðunarskattur
Árþing SASS leggst eindregið gegn hugmynd í fjárlagafrumvarpi 2020 um urðunarskatt. Telja samtökin að frumvarpið sé ótímabært, óútfært og án nauðsynlegrar tengingar við stefnumótun í úrgangs- og loftslagsmálum. Forsenda þess að til álita komi að leggja á slíkan skatt er að þær tekjur sem með honum er aflað verði nýttar til að bæta meðhöndlun úrgangs hér á landi. Engin áform um slíka ráðstöfun skattsins koma fram í frumvarpinu. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinum aðlögunarfresti gagnvart þessum nýja skatti og verður rekstraraðilum urðunarstaða því gert skylt að standa skil á skattinum til ríkissjóðs frá næstu áramótum. Þetta er með öllu óásættanlegt. Þessar auknu álögur á heimilin ganga augljóslega í berhögg við þá lífskjarasamninga sem undirritaðir voru fyrr á árinu.

Nauðsynlegt er að setja fram stefnu um hvernig ber að meðhöndla úrgang sem á endanum stendur eftir þegar flokkun er lokið og byggja þarf upp lausnir sem leiða til minni urðunar sorps.

Framlög til Byggða- og Sóknaráætlunar
Hægt er að færa fleiri verkefni undir Sóknaráætlun og gera hana þannig að enn öflugra stjórntæki sem tryggir valddreifingu. Mikilvægt er að tryggja Sóknaráætlunum aukið fjármagn. Byggðaáætlun er einnig mikilvæg og mikilvægt er að tryggja þeim verkefnum sem þar eru skilgreind fjármagn.

Í fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til Sóknaráætlana landshluta lækki um tæplega 15 m.kr. eða 2% frá árinu 2019. Fjárveitingin til málaflokksins hækkar hinsvegar í heild fyrir árið 2020 eða um tæplega 57 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Þetta er í mótsögn við texta frumvarpsins þar sem talað er um að styrkja sóknaráætlanir landshluta sem því miður er ekki raunin.

SASS lýsir yfir vonbrigðum með þessa tillögu frumvarpsins og eins með tillögur í fjármálaáætlun 2019-2023 þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi lækkun framlaga til Sóknaráætlunar. Eins þarf að tryggja aðild fleiri ráðuneyta til að styðja við málaflokka s.s. heilbrigðis-, nýsköpunar-, umhverfismála.

SIS framlag
SASS mótmælir því hámarki sem SIS greiðslugrunnurinn setur á framlög til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólks. Ljóst er að umtalsverður fjöldi einstaklinga þarf aðstoð sem kostar jafnvel tugum milljóna meira en sveitarfélög fá í framlög skv. SIS mati.

Fundarstjóri gaf orðið laust, Sæmundur Helgason tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir fjárhagsnefndar og voru þær samþykktar samhljóða.

Samgöngunefnd

Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019. 

Samgönguáætlun Suðurlands

Samkvæmt ályktun ársþings SASS 2018 var samgöngunefnd falið að uppfæra Samgönguáætlun Suðurlands 2019-2029 sem ársþingið leggur til grundvallar sinni ályktun, þar sem í forgangi er að tryggja öryggi vegfarenda á Suðurlandi. Ástæða þess að farið var í að uppfæra fyrri áætlun er að mikið hefur áunnist á síðustu misserum og er það vel.

Þar koma fram 11 áherslupunktar sem eru forgangsverkefni í samgöngumálum á Suðurlandi 2019-2029. Ársþingið telur alla áherslupunkta jafn mikilvæga. 

 1. Í forgangi er að tryggja öryggi vegfarenda á Suðurlandi. Ferðafólk sem og íbúar upplifa sig ekki örugga á þjóðvegi 1; enda er umferðarþunginn mikill allt árið um kring.
 2. Vegir eru víða þröngir og vegaxlir lélegar eða ekki fyrir hendi. Þetta á sérstaklega við á þjóðvegi 1, frá Markarfljóti og austur í Skaftafellssýslur, sömuleiðis á mörgum stofnvegum í Uppsveitum. Þessa vegi þarf að breikka og styrkja vegaxlir. Gera þarf ráð fyrir hjólreiðafólki og gangandi umferð í þeim framkvæmdum sem ráðist er í í dag. Setja þarf rifflur á miðju vega þar sem pláss er. Sömuleiðis setja vegrið þar sem bratt er niður af vegi og veghelgunarsvæðin lítil. Þetta á sérstaklega við um veginn í Eldhrauni og á Síðu, í Öræfum, undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.
 3. Einbreiðar brýr í Suðurkjördæmi á þjóðvegi 1 eru 21 talsins. Þeim verður að útrýma.
 4. Setja þarf útskot, afreinar og aðreinar á hættulega staði þar sem umferðarþungi og hröð umferð mæta heimreiðum og tengivegum.
 5. Efla þarf löggæslu. Það er óumdeilt að sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit heldur niðri umferðarhraða og spornar við ofsaakstri sem oftar en ekki er orsök alvarlegustu umferðarslysanna. Einkum þarf að efla löggæslu á miðsvæði, í Vík, á Klaustri og í Öræfum. Einnig þarf að styrkja almannavarnir og störf annarra viðbragðsaðila.
 6. Stórar nýframkvæmdir sbr. Ölfusárbrú, vegur yfir Hornafjörð og göng gegnum Reynisfjall eru framkvæmdir sem fara verður í strax. Þessar nýframkvæmdir mætti hugsanlega fjármagna með hóflegum veggjöldum að hluta eða öllu leyti. Útfæra þarf aðkomu ríkisins, hvort framkvæmdir verði að fullu greiddar með veggjöldum eða að hluta frá ríkissjóði.
 7. Stofnvegir og tengivegir sem enn eru ekki lagðir bundnu slitlagi þurfa að fá aukið fjármagn til uppbyggingar og viðhalds. Malarvegir í byggð á starfssvæði SASS eru samtals 452,35 km, tengivegir þ.a. 414.35 km. Miðað við óbreytt fjármagn, samkvæmt gildandi vegaáætlun, tekur a.m.k. 75 ár að ljúka við að leggja bundið slitlag á þá. Löngu tímabært er að gert verði sérstakt átak í lagfæringu malarvega svo leggja megi þá bundu slitlagi á næstu 10 árum. Þetta á við t.d. vegi í Flóa, Uppsveitum Árnessýslu og Rangárvallasýslu.
 8. Tryggja þarf með öflugum dýpkunaraðgerðum að Landeyjarhöfn sé haldið opinni árið um kring. Sama gildir um Þorlákshöfn, Grynnslin við ós Hornafjarðar og Hornafjarðarhöfn.

Ársþing SASS hvetur Vegagerðina til að breyta kostnaðarskiptingu endurbóta við gerð varnargarða, úr 60/40% skiptingu í 85/15%. Í þessu samhengi er bent á að viðhaldsframkvæmd við garð á Suðurfjörum við Hornafjörð, sem breytir varnargarði út í Einholtskletta, mun draga úr sandburði inn á Grynnslin.

 1. Sveitarfélög á Suðurlandi eiga að vera brautryðjendur í grænum samgöngum á Íslandi, líkt og gert var með rafvæðingu Herjólfs. Efla þarf almenningssamgöngur. Lagt er til að nýsköpunarteymi almenningssamgangna verði sett á laggirnar. 

Almenningssamgöngur

Ársþing SASS 2019 ítrekar mikilvægi almenningssamgangna á Suðurlandi. Við tilfærslu málaflokksins frá sveitarfélögum til Vegagerðar verður að tryggja að þjónusta skerðist ekki, heldur þvert á móti þróist og eflist.

 1. Flugsamgöngur þarf að tryggja áfram til Hornafjarðar og Vestmannaeyja með opinberum stuðningi. Þær eru mikilvægar almenningssamgöngur og tryggja aðgengi íbúa að öruggri heilbrigðisþjónustu og sérfræðiþjónustu sem ekki fæst heima fyrir og þarf um langan veg að sækja.
 2. Ungmennaráð Suðurlands leggur fram aðrar áherslur í samgöngumálum á Suðurlandi sem fylgja sem fylgiskjal í Samantekt Samgöngunefndar SASS (a).

Til viðbótar þessum forgangsverkefnum leggur Ársþing SASS 2019 til að gerð verði svokölluð félagshagfræðileg greining á fyrirhuguðum samgönguverkefnum á Suðurlandi. Þannig væri betur hægt að setja fram forgangsröðun verkefna, út frá þeim gögnum og mælingum sem mjög víða liggja fyrir og eru lögð til grundvallar slíkri greiningu.

Vel hefur gengið að leggja ljósleiðara í flestar byggðir á Suðurlandi. Í mörgum þéttbýliskjörnum á enn eftir að leggja ljósleiðara í stað ljósnets. Ársþing SASS 2019 bendir á að horft verði til þess að verkefnið Ísland ljóstengt haldi áfram með það markmið að ljósleiðari komi í stað ljósnets í smærri byggðarkjörnum á Suðurlandi.

Fundarstjóri gaf orðið laust, Njáll Ragnarsson tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir samgöngunefndar og voru þær samþykktar samhljóða.

Umhverfis- og skipulagsnefnd

Eyrún Margrét Stefánsdóttir, nefndarmaður umhverfis- og skipulagsnefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019.

Umhverfismál s.s. samræmd sorpflokkun (er liður í umhverfis og auðlindastefnu)

Ársþing SASS 2019 hvetur til áframhaldandi vinnu við sameiginlega stefnu um úrgangsmál sem taki á tilhögun meðferðar úrgangs á Suðurlandi.

Ársþingið vill árétta að málaflokkurinn er umfangsmikill og brýnn, en ljóst er að framundan eru nýjar áherslur stjórnvalda í málaflokknum. Staðan er sú að að verið er að vinna að nýrri stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum sem verður fljótlega tilbúin. Stefna ráðherra mun taka mið af tilskipunum Evrópusambandsins um hringrásarhagkerfi. Stefnt er að því að mun stærri hluti úrgangs verði endurunninn og að dregið verði stórlega úr urðun úrgangs.

Nú þegar hefur Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisfræðingu, unnið ákveðna stöðugeiningu á málflokkum á Suðurlandi og ætti áframhaldandi vinna byggja á þeim greiningum sem og þeirri vinnu sem hefur verið unnin af stjórnvöldum um stefnu í úrgangsmálum í tengslum við hringrásarhagkerfið.

Endurgreiðsla virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum

Ársþing SASS 2019 fagnar þeirri vinnu sem hafin er og hvetur til þess að niðurstaða náist sem fyrst enda verkefnið brýnt fyrir sveitarfélögin.

Aðgerðaráætlun Sunnlendinga í loftslagsmálum

Unnin hefur verið stöðugreining fyrir Suðurland, áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands, unnið af Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðings, sem heitir „Aðgerðaráætlun um loftslagsmarkmið“ sem felur í sér stöðugreiningu með útreikningum á kolefnisspori Suðurlands og tillögur að aðgerðum.

Ársþing SASS 2019 leggur til að unnið verði aðgerðaráætlun upp úr niðurstöðum Stefáns Gíslasonar.

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið 

Ársþing SASS 2019 fagnar því að þessi vinna er komin af stað og hvetur til áframhaldandi vinnu í þessu verkefni.

Svifryksmælingar 

Ársþing SASS 2019 leggur til að könnuð verði þörfin á mælingum á svifryksmengun á Suðurlandi og hvar sú mæling ætti að eiga sér stað.

 Framhald á Kortavef Suðurlands

Ársþing SASS 2019 hvetur til frekari uppbyggingar á Kortavefi Suðurlands með nýjum og áhugaverðum þekjum sem nýst geta íbúum og gestum Suðurlands.
Umhverfis Suðurland (áhersluverkefni)

Ársþing SASS 2019 hvetur til þess að verkefnið Umhverfis Suðurland fái tækifæri til þess að eflast og þróast sem hattur yfir önnur umhverfistengd verkefni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands og tengdra verkefna.

Fundarstjóri gaf orðið laust. Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir umhverfis- og skipulagsnefndar og voru þær samþykktar samhljóða.

Velferðarnefnd

Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður velferðarnefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019.

ART verkefnið

Ársþing SASS 2019 beinir því til ríkisvaldsins að nauðsynlegt sé að fjármagn fáist til lengri tíma svo hægt verði að tryggja starfseminni eðlilegt starfsumhverfi og börnum og fjölskyldum þeirra öruggt aðgengi að þjónustunni.

ART verkefnið hefur sannað sig sem þarft verkefni á Suðurlandi sem og á landsvísu. Velferðarráðuneytið fór í þá vegferð 2017 að greiða Rannsóknastofnun í barna – og fjölskylduvernd fyrir rannsókn á ART verkefninu og ári seinna komu mjög jákvæðar niðurstöður úr þeirri vinnu, enda hefur það sýnt sig að snemmtæk íhlutun skiptir sköpun í velferð barna.

Löggæsla og sýnileiki hennar

Ársþing SASS 2019 vekur athygli á að þrátt fyrir aukið fjármagn í málaflokkinn er aukningin þó engan veginn næg þar sem álag á starfslið lögreglunnar er gríðarlegt. Bætt hefur verið í löggæslu í vestanverðu umdæminu en enn þarf að bæta í hvað svæðið frá Vík austur að Höfn í Hornafirði varðar. Þar eru lögreglumenn einir við störf og langt í aðstoð í tíma og vegalengdum. Við því þarf að bregðast, meðal annars með fjölgun starfsfólks svo hægt sé að tryggja fullnægjandi löggæslu, draga úr álagi og bæta starfsumhverfi. Sýnt er að aukning í umferðareftirliti hefur skilað marktækum árangri í fækkun slysa og er sú leið sem fljótlegust er til bætts umferðaröryggis. Þá er brýnt að bæta í allt forvarnarstarf af hálfu lögreglunnar en veruleg aukning er í þeim málaflokkum er tengjast misnotkun vímuefna.

Hjúkrunarrými

Ársþing SASS 2019 hefur verulegar áhyggjur af rekstrargrundvelli hjúkrunarheimila á Suðurlandi þar sem dvalargjöld hafa ekki fylgt þróun launa- og verðlags ásamt því að hjúkrunarþyngd hefur aukist á undanförnum árum. Í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2020 er aðhaldskrafa til málaflokksins sem er ótækt. Mikilvægt er að tryggja fjármagn til að fullnýta það húsrými sem nú þegar er til staðar á Suðurlandi og tryggja minni heimilum rekstrargrundvöll. Ársþingið hvetur ríkisvaldið til þess að bæta hér í og tryggja að fjárframlög standi undir rekstri þessa mikilvæga málaflokks og áframhaldandi aukningu hjúkrunarrýma á Suðurlandi.

HSU – heilbrigðisþjónusta

Ársþing SASS 2019 krefst þess að fjárframlög til HSU fylgi umfangi í starfsemi stofnunarinnar og eðli þeirrar þjónustu sem henni ber að veita á öllu Suðurlandi. Frá sameiningu heilbrigðisstofnanna á Suðurlandi hefur vöxtur í starfseminni verið fordæmalaus og hefur vaxið um tugi prósenta á hverju ári. Áætlaður rekstrarhalli HSU 2019 skv. fyrirliggjandi endurskoðun á rekstraráætlun ársins verður afkoman neikvæð sem nemur allt að 240 m.kr.

Ársþing SASS 2019 áréttar mikilvægi þess að heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta verði efld, ekki er til staðar kvöld- og helgarþjónusta á öllu Suðurlandi sem er þó forsenda þess að þjónustuþegar geti búið heima, sem er stefna heilbrigðisyfirvalda.

Ársþing SASS 2019 lýsir yfir ánægju með fjarheilbrigðisþjónustu sem nú þegar er veitt og leggur mikla áherslu á að sú þjónusta verði efld til muna og veitt á fleiri stöðum til að draga úr kostnaði og auka þjónustu.

Ársþing SASS 2019 áréttar ályktun frá fyrra ári þar sem kallað var eftir efndum gagnvart því að komið verði til móts við fæðandi konur og fjölskyldur þeirra sem verða fyrir auka kostnaði vegna fæðinga fjarri heimabyggða. Brýnt að aukakostnaður vegna slíks verði ekki lagður á fæðandi konur og fjölskyldur þeirra.

HSU Hornafirði

Ársþing SASS 2019 hvetur til áframhaldandi samstarfssamnings milli HSU og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur heilbrigðisþjónustu byggt á þeim grunni sem skapast hefur undanfarin 23 ár í gegnum þjónustusamning við ríkið.

Sjúkraflutningar, þ.m.t. sjúkraþyrlur

Ársþing SASS 2019 ítrekar að ekkert hefur gerst í því tilraunaverkefni sem átti að hefja með sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap staðsettri á Suðurlandi í samræmi við skýrslur sem unnar hafa verið um verkefnið.

Sjúkraflutningar á svæðinu hafa vaxið gríðarlega með auknum fjölda íbúa og gesta og því þarf að bregðast við með auknu fjármagni og fjölbreyttari lausnum svo lágmarks viðbragðstími sé ávallt tryggður á Suðurlandi öllu. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða nú þegar.

Málefni fatlaðra

Ársþing SASS 2019 vekur enn athygli á því að rekstur málaflokks fatlaðs fólks á Suðurlandi er mjög fjársveltur og hefur verið til margra ára. Ekki hefur í mörg ár skapast svigrúm til uppbyggingar og þróunar þjónustunnar.

Úrræði í húsnæðismálum

Ársþing SASS 2019 hvetur til þess að þau úrræði sem komu fram við gerð lífskjarasamninga 2019 komi til framkvæmda í náinni framtíð.

Fundarstjóri gaf orðið laust. Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir velferðarnefndar og voru þær samþykktar samhljóða.

Atvinnumálanefnd

Hrafnkell Guðnason, nefndarmaður atvinnumálanefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019.

Aukin hlutdeild í tekjustofnum ríkisins

Ársþing SASS krefst þess að Ríkissjóður eftirláti aukinn hluta skatttekna sinna af atvinnulífinu s.s. tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt og gistináttaskatt, til sveitarfélaga, þar sem aukin hagræðing og tæknistig í atvinnulífinu hefur valdið því að störfum er að fækka sem leiðir aftur til þess að útsvarstekjur sveitarfélaga minnkar. Að öllu öðru jöfnu batnar hagur fyrirtækja og ríkisins af tæknivæðingu og hagræðingu á kostnað útsvarstekna sveitarfélaga.

Suðurland ljósleiðaravætt 2020

Ársþing SASS krefst þess að lokið verði við lagningu ljósleiðara í öll heimili á Suðurlandi árið 2020 og að unnin verði framkvæmdaáætlun þar um fyrir lok árs 2019. Fyrirsjáanlegt, er að öllu öðru óbreyttu að Sunnlendingar munu allir ekki hafa aðgang að ljósleiðara fyrir lok árs 2020, dæmi um slíkt er Vestmannaeyjabær, Eyrabakki, Stokkseyri og Hornafjörður, svo dæmi sé tekið. Til þessa að traust og örugg byggð getið blómstrað á Suðurlandi þá þarf m.a. trygga raforku auk tíðra og öruggra samgangna til að takast á við fjórðu iðnbyltinguna.

Fundarstjóri gaf orðið laust. Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir atvinnumálanefndar og voru þær samþykktar samhljóða.

Kjörnefnd

Helgi S. Haraldsson, nefndarmaður kjörnefndar, tók til máls og lagði fram tillögur nefndarinnar á ársþingi SASS 2019.

Stjórn Fræðslunets Suðurlands skipað til 1 árs í senn

Aðalmaður:
Ása Valdís Árnadóttir, Grímsnes- og Grafningshreppur 

Varamaður:
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur

Stjórn Markaðsstofu Suðurlands til 1 árs í senn

 Aðalmaður:
Grétar Ingi Erlendsson, Sveitarfélagið Ölfus
Eva Björk Harðardóttir, Skaftárhreppur

Til vara:
Ása Valdís Árnadóttir, Grímsnes- og Grafningshreppur

Fundarstjóri gaf orðið laust. Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar upp ályktanir kjörnefndar og voru þær samþykktar samhljóða.


Afhending menningarverðlauna SASS

Afhending menningarverðlauna SASS fór fram fyrir hátíðarkvöldverði í gærkvöldi þann 24. október og af því tilefni flutti Helgi Kjartansson, varformaður SASS eftirfarandi ræðu.
Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands 2019. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Um er að ræða fyrstu menningarverðlaunin sem eru afhent fyrir allan landshlutann.
Alls bárust 19 tilnefningar af öllu Suðurlandi. Mikil breidd var í tilnefningunum og einnig í gæðum þeirra. Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að veita Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri Menningarverðlaun Suðurlands 2019.
Í umsögn dómnefndar kemur fram að Kirkjubæjarstofa hefur unnið markvisst að eflingu Kirkjubæjarstofu með fjölbreyttum menningarverkefnum sem eru eins ólík eins og þau eru mörg. Kirkjubæjarstofa hefur auðnast að sinna menningarhluta starfseminnar einstaklega vel þar sem stuðlað er að þátttöku íbúa og gesta meðal annars með fjölbreyttum sýningum og verkefnum. Mörg þeirra eru nýjungar og má þar nefna verndum menningarminja í formi söfnunar á ljósmyndum, þjóðsögum og örnefnum og skrásetning þeirra og framsetning í formi heimasíðu og bóka er til fyrirmyndar. Kirkjubæjarstofa hefur lagt áherslu á menningu hjá börnum og ungmennum og tengt saman kynslóðir af ólíkum uppruna.
Kikjubæjarstofa hefur einnig staðið að fjölda ráðstefna og málþinga undanfarin ár sem vakið hafa athygli og eftirtekt.
Ólafía Jakobsdóttir er forstöðumaður Kirkjubæjarstofu og hefur verið það frá árinu 2003. Hjá Kirkjubæjarstofu starfa fjórir starfsmenn. Kirkjubæjarstofa hefur ásamt fleirum unnið markvisst að því að koma á fót þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri, nú hefur verið úthlutað fjármagni úr Byggðaáætlun 2018-2024 til hönnunar samtals 67,5 m.kr. á þremur árum. Þekkingarsetrinu er ætlað að vera öflugur vettvangur Kirkjubæjarstofu, Erróseturs, sveitarfélagsins Skaftárhrepps og margra aðila sem koma til með að sinna rannsóknum, fræðslu, listsköpun og menningu og stuðla þannig að eflingu búsetu og atvinnulífi á svæðinu.
Innilega til hamingju Kirkjubæjarstofa, Ólafía og annað starfsfólk Kirkjubæjarstofu, Skaftárhreppur og sunnlendingar með fyrstu menningarverðlaun Suðurlands.

Ásta Stefánsdóttir, fundarstjóri, lagði til að vísa tillögum og ályktunum frá nefndum til stjórnar til nánari útfærslu. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Nú var komið að fundarlokum og gaf fundarstjóri formanni, Evu Björk Harðardóttur, orðið. Formaður SASS þakkaði það traust sem henni er sýnt til að leiða samtökin. Þakkaði hún góðan, málefnalegan og gagnlegan fund. Einnig þakkaði hún starfsmönnum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrir góðan undirbúning fyrir fundinn og Bláskógabyggð viðurgjörning allan.

Fundi slitið kl.: 11:36

Rósa Sif Jónsdóttir, fundarritari.

Fundargerð aðalfundar SASS 2019 (.pdf)