fbpx

Fundargerð:
9. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017
Austurvegi 56, 6. nóvember, kl. 12:00

Fundinn sátu Unnur Þormóðsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson (í fjarfundi), Runólfur Sigursveinsson, Bryndís Björk Hólmarsdóttir og Sveinn Sæland.

Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundssin framkv.stj. SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður verkefnastjórnar, Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2017

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar fjallaði um tillögur fagráðs nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun styrkveitinga til verkefna úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands, í síðari úthlutun ársins. Alls bárust sjóðnum 98 umsóknir að þessu sinni, þar af 36 nýsköpunarverkefni og 62 menningarverkefni.

Niðurstaða verkefnastjórnar er að veita 47 menningarverkefnum styrki að fjárhæð 21.700.000, kr. og 24 nýsköpunarverkefnum að fjárhæð 14.920.000, kr. Samtals er því 71 verkefnum veittur styrkur í síðari úthlutun ársins að fjárhæð 36.620.000, kr.

Eftirfarandi menningarverkefni hlutu styrk:

Fornleifaskóli unga fólksins í Odda á Rangárvöllum Oddafélagið        1.500.000    
Alþjóðlegt menningarstarf í nærsamfélaginu Gullkistan, miðstöð sköpunar        1.000.000    
Strandminjasafn á Hnausum Kirkjubæjarstofa        1.000.000    
Blús- og rokkhátíð Hornafjarðar – markaðssókn á nýja markaði Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar / Hafdís Hafsteinsdóttir            800.000    
Syngjandi Stúlkur Unglingakór Selfosskirkju stjórnandi: Edit Anna Molnár            800.000    
Vefurinn eldsveitir.is – sögur og myndir úr Skaftárhreppi Lilja Magnúsdóttir            750.000    
Gangtegundir íslenska hestsins – tréskurður Sigríður Jóna Kristjánsdóttir            700.000    
ELDHEIMAR – Hugmynd verður að safni Jón Karl Helgason            700.000    
Ásjóna Kirkjubæjarklausturs – LandArt Skaftárhreppur – Menningarmálanefnd            700.000    
Myndspor sögulegar ljósmyndir úr Skaftárhreppi Fótspor, félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi            700.000    
Við hafnlausaströnd – 100 ára afmælissýning Skaftfellings Kötlusetur ses            700.000    
Barrokkvöld í Skálholti og Selfosskirkju Jón Bjarnason            700.000    
Samtal-Vinnuheiti Menningarmiðstöð Hornafjarðar            600.000    
Málþing og sýning – menningarverðmæti fortíðar Kvenfélag Selfoss/ Sigríður Emilsdóttir            500.000    
Heimildarþáttur um smölun á Skeiðarársandi Þorsteinn Roy Jóhannsson            500.000    
Hver er þetta? Samstarfsfundir um greiningu á ljósmyndum Héraðsskjalasafn Árnesinga            500.000    
Norðurljós – Ævintýri og þjóðsögur (multimedia show) Patrycja Krystyna Makowska            500.000    
Lifandi tónlist í skógi Ásmundur Þórir Ólafsson            500.000    
Útihöggmyndasýning í Ásgarði – Goð og gyðjur Erlendur F. Magnússon            450.000    
Námskeið í Bragganum í Birtingaholti árið 2018 Erna Elínbjörg Skúladóttir            400.000    
Lundapysjur í Vestmannaeyjabæ II Margrét Lilja Magnúsdóttir            400.000    
Bach í þremur kirkjum Rut Ingólfsdóttir            400.000    
Sælugaukur María Sól Ingólfsdóttir            400.000    
Hugverk í heimabyggð – Að koma sköpun á framfæri Hugverk í heimabyggð            375.000    
Söngstarf eldri borgar í Uppsveitum Árnessýslu Söngsveitin Tvennir tímar            355.000    
Heimilda/kynningarmynd um leirmótun „Rakú – frá mótun til muna“ Handverk og hugvit undir Hamri Hveragerði            350.000    
Söngur og leikur í 70 ár Leikfélag Hveragerðis            350.000    
Blessað barnalán – Leikfélag Ölfuss Leikfélag Ölfuss            350.000    
Bjartmar – Söngleikur Leikfélag Vestmannaeyja            350.000    
Klaufar og kóngsdætur Leikfélag Vestmannaeyja            350.000    
Iðubrúin í sextíu ár Jakob Narfi Hjaltason            300.000    
Menningarheimar mætast – Grísk menningarhátíð í Eyjum Safnahús Vestmannaeyja og  Eldheimar            300.000    
Heimasíða og gagnaöflun fyrir Gamla bæinn í Múlakoti í Fljótshlíð Sjálfseignarstofnunin Gamli bærinn í Múlakoti            300.000    
Sögusetur Selfoss Már Ingólfur Másson            300.000    
Markaðssetning steina- og ljósmyndasafns. Jóna Benný Kristjánsdóttir            300.000    
Emil í Kattholti, leiksýning Leikfélag Austur Eyfellinga            280.000    
Tilfinningar í litum Batasetur Suðurlands            270.000    
Menningardagskrá 1. des. Listasafn Árnesinga            260.000    
Ljóðasetur Hveragerðis – Ljóðið er líf. Lífið er ljóðrænt. Sigurður Blöndal            250.000    
Minjaverndardagur  í Skaftárhreppi Kirkjubæjarstofa            250.000    
Karlakór Hveragerðis hleypir heimdraganum. Rögnvaldur Pálmason            210.000    
Jóladagskrá  Byggðasafns Árnesinga Byggðasafn Árnesinga            200.000    
Laugarás – þorpið í skóginum Páll M. Skúlason            200.000    
Tónverk innblásin af verkum og ævi Svavars Guðnasonar listmálara Sigurður Páll Árnason            200.000    
Barnastarf Svavarssafns Menningarmiðstöð Hornafjarðar            150.000    
Afmælistónleikar Svavars Guðnasonar Menningarmiðstöð Hornafjarðar            150.000    
Vísnasafn Hafliða Kristbjörnssonar Finnur Hafliðason            100.000    

 

Eftirfarandi nýsköpunarverkefni hlutu styrk:

Þróun á EC Storage lausnamengi Júlíus Magnús Pálsson       2.000.000    
Útsýnissiglingar frá Vík í Mýrdal – þróun rekstrarmódels Reynir Ragnarsson       1.000.000    
Skyrgerðin- Þróun afurða úr Skyri og mysu Skyrgerðin/Skyr Guesthouse ehf       1.000.000    
Íslenskur leir brenndur úti í salt keramik brennsluofni Gallery Flói       1.000.000    
Sjálfvirkur fiskþurrkunarklefi Langa ehf.           850.000    
Sacred Globe Sacred Iceland ehf.           750.000    
Ride With Locals – markaðssetning Ride With Locals ehf.           700.000    
Gæludýranammi úr fiskroði – Framhaldsverkefni Langa ehf.           700.000    
Skræður – Þurrkað hrossakjöt Ársæll Markússon           700.000    
Sveitagarðurinn Sigrún Jóna Jónsdóttir           650.000    
Ölverk brugghús – vöruþróun og markaðsmál Laufey Sif Lárusdóttir           500.000    
The Cave People – markaðssetning Sólstaðir ehf           500.000    
Kerta- og sápuframleiðsla Violette Meyssonnier           500.000    
Markaðssókn Suður Súkkulaði ehf           500.000    
Umhverfisstjórnunarkerfi fyrir sveitarfélög og fyrirtæki – Þarfagreining Elísabet Björney Lárusdóttir           500.000    
Sjálfbært Suðurland – Kennslubókardæmi Herdís Friðriksdóttir           500.000    
Veiðisafnið – Markaðsmál og þróun Veiðisafnið           500.000    
Markaðssetning giftingarhringa eftir sögu Önnu frá Stóru-Borg Friður og frumkraftar           420.000    
Vöruþróun með samvinnu og samstarfi við erlend brugghús The Brothers Brewery           400.000    
Orkuleikfimi Þóru Sifjar Þóra Sif Sigurðardóttir           300.000    
DC 3 Tours – kynningarefni og markaðssetning Einar Freyr Elínarson           300.000    
Þorpið Vigdís Sigurðardóttir           250.000    
Fjallhalla Adventurers Erla Þórdís Traustadóttir           200.000    
Markaðssetning handverks Hixti ehf.           200.000    

 

Sveinn Sæland vék af fundi við afgreiðslu á umsókn um verkefnið „Fjallhalla Adventures“ og Páll Marvin Jónson vék af fundi við afgreiðslu á umsókn um verkefnið „Lundapysjur í Vestmannaeyjabæ II“.

Fundi slitið kl. 15:00.