fbpx

603. fundur stjórnar SASS

Austuvegi 56 Selfossi  
10. nóvember 2023 kl. 12:30-14:20

 

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Grétar Ingi Erlendsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Árni Eiríksson, Arnar Freyr Ólafsson, Einar Freyr Elínarson og Njáll Ragnarsson. Brynhildur Jónsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kemur Bragi Bjarnason. Einnig taka þátt Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð. Arnar Freyr og Njáll tengjast fundinum með fjarfundarhugbúnaði.

Formaður býður fundarmenn og gesti fundarins velkomna.

1. Fundargerð
Fundargerð 602. fundar staðfest og undirrituð. .

2. Ársþing SASS 2023

Formaður fer yfir nýliðið ársþing SASS í Vík en ályktanir ársþingsins hafa verið sendar á þingmenn, fulltrúa í fjárlaganefnd, fjölmiðla o.fl.

Þjónustukönnun hefur verið send á þingfulltrúa til að kanna viðhorf þeirra til dagskrár ársþingsins og aðalfunda SASS, SOS og HSL.

Auka aðalfund samtakanna þarf að halda fyrir miðjan júní á næsta ári. Á þeim fundi verður kosið í stjórn og tillögur að breytingum á samþykktum lagðar fram. Stjórn mun yfirfara gildandi samþykktir samtakanna og mun við yfirferðina, m.a. hafa hliðsjón af umræðu á nýliðnu ársþingi.

Fyrirhugað er að halda ársþing SASS 2024 í Hveragerði í lok október nk.

Ofangreind atriði verða til umræðu á næsta fundi stjórnar.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerðir 12. – 14. funda stjórnar SSA, fundargerðir 141 – 143. funda stjórnar Austurbrúar, þinggerð haustþings SSNE og dagskrá aðalfundar SSS 2023.

b. Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni frá síðasta fundi s.s. úrvinnslu á gögnum eftir ársþingið, þ.m.t. frágang á fundargerðum aðalfunda og ályktana, gerð þjónustukönnunar meðal þingfulltrúa um ársþingið og fundur með fjárlaganefnd þar sem umsögn samtakanna um fjárlög 2024 var fylgt eftir.

c. Samgönguáætlun SASS 2023-2033

 Formaður minnir á nýsamþykkta samgönguáætlun SASS 2023 – 2033 en hana má finna á heimasíðu samtakanna, sbr. hér

d. C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Formaður kynnir að nú hafi verið opnað fyrir umsóknir vegna C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Landshlutasamtökin verða að vera umsækjendur. Til úthlutunar núna eru allt að 130 m.kr. og frestur er til 22. janúar 2024.

Sérstök áhersla er lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf með gerð viðaukasamninga við sóknaráætlanir viðkomandi landshluta um tiltekin verkefni eftir forgangsröðun heimafólks. Nánari upplýsingar er að finna á vef innviðaráðuneytisins, sbr. hér.

e. Íbúakönnun landshlutanna

Íbúakönnun landshlutanna er nú farin af stað að nýju. Sem fyrr er tilgangurinn að kanna hug íbúa um ýmsa þætti tengda búsetu þeirra með það markmiði að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu öllu í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði á svæðunum. Niðurstöðurnar veita innsýn í stöðu íbúa á landsbyggðinni og geta nýst öllu svæðinu í heild sinni, sveitarfélögunum, fyrirtækjum og fræðimönnum svo eitthvað sé nefnt. Þær eru jafnframt góður grunnur til að nýta til frekar stefnumótunarvinnu til dæmis innan sveitarfélaga, landshlutasamtakanna og Byggðastofnunar. Nú þegar hafa niðurstöðurnar gefið þeim sem vinna að byggðaþróun t.d. á sveitarstjórnarstiginu mikilvægar upplýsingar um raunverulega stöðu í hinum ýmsu byggðum um land allt. Eldri kannanir má nálgast á mælaborði Byggðastofnunar sem sjá má hér.

Íbúakönnun landshlutanna er samstarfsverkefni landshlutasamtaka á landsbyggðinni og Byggðastofnunar og hefur verið framkvæmd á þriggja ára fresti frá árinu 2004. Þátttaka Suðurlands í könnuninni er jafnframt eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árið 2023.

Könnunin er ætluð öllum íbúum á Íslandi sem náð hafa 18 ára aldri. Stjórn hvetur alla íbúa Suðurlands til að taka þátt í könnuninni en hún er á íslensku, ensku og pólsku, sbr. hér. Áréttað er að aukin þátttaka íbúa auka líkur á að hægt sé að sundurliða niðurstöður niður á einstök sveitarfélög.

f. Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi

Opinn fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðamarkaðar á Suðurlandi verður haldinn á Hótel Selfossi miðvikudaginn 15. nóvember kl. 11:30 – 13:00. Fundurinn er hluti af fundaröð Byggðastofnunar, HMS, Lóu nýsköpunarstyrks og Samtaka iðnaðarins í samstarfi við SASS.

Á fundinum verður farið yfir stöðu á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og uppbyggingu íbúða á landsbyggðinni, sbr. hér.

Samstofna fundur er fyrirhugaður á Höfn 20. nóvember nk.

ess árétta stjórn SASS mikilvægi þessa að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli. 

4. Sóknaráætlun Suðurlands – Uppbyggingarsjóður Suðurlands seinni úthlutun 2023

Þann 3. október rann út umsóknarfrestur í Uppbyggingarsjóð Suðurlands í seinni úthlutun 2023. Alls bárust 96 umsóknir sem skiptust þannig; 74 umsóknir í flokk menningarverkefna og 22 umsóknir í flokk atvinnu- og nýsköpunarverkefna.

Þórður Freyr kynnir vinnu fagráðanna tveggja og forsendur sem liggja til grundvallar tillögum þeirra. Fagráðin gera tillögu að úthlutun alls ríflega 36,9 m.kr. til samtals 64 verkefna.

Fagráð menningar gerir tillögu um að veita 54 verkefnum af 75 styrk eða 72% verkefna, samtals að fjárhæð tæplega 24 m.kr. Að tillögu fagráðs atvinnuþróunar- og nýsköpunar var eitt verkefni úr þeim flokki flutt í flokk menningarverkefna. Úthlutun reyndist vandasöm fyrir fagráðið þar sem gæði umsókna voru mikil og mörg verkefnin verðug styrks.

Stjórn samþykkir tillögu fagráðs menningarverkefna óbreytta.

Grétar Ingi víkur af fundi af fundi þar sem fyrirtæki sem hann tengist á umsókn í flokki atvinnu- og nýsköpunar. Þetta er gert til að tryggja málsmeðferð við úthlutun og er til samræmis við sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar gerir tillögu um að veita 10 verkefnum af 21 styrk eða 48% verkefna, samtals að fjárhæð tæplega 13 m.kr. Eins og fram hefur komið var eitt verkefni í flokknum flutt í flokk menningarverkefna. Ekki voru gerðar fleiri tillögur sökum þess að aðrar umsóknir uppfylltu ekki formskilyrði eða var á annan hátt ábótavant. Stjórn samþykkir tillögu fagráðs atvinnuþróunar- og nýsköpunar óbreytta.

Um leið og stjórn SASS áréttar hvatningu til umsækjenda við gerð umsókna að leita sér aðstoðar eða yfirlesturs hjá byggðaþróunarfulltrúum þakkar hún umsækjendum fyrir áhugaverðar og vel unnar umsóknir.

Stjórn mun í byrjun næsta árs yfirfara úthlutunarreglur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands.

Þriðjudaginn 14. nóvember nk. verða niðurstöður styrkúthlutunar birtar á rafrænni úthlutunarhátíð sem hefst kl. 12:15, sbr. hér.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 8. desember nk. kl. 12:00. 

Fundi slitið kl. 14:20

Ásgerður K. Gylfadóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Einar Freyr Elínarson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Njáll Ragnarsson

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir

Arnar Freyr Ólafsson

Árni Eiríksson

Bragi Bjarnason

603. fundur stjórnar SASS (.pdf)