fbpx

556. fundur stjórnar SASS 
Fjarfundur haldinn 
3. apríl 2020, kl. 11:00 – 14:00 
 

Þátttakendur: Helgi Kjartansson formaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Björk Grétarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Grétar Ingi Erlendsson, Ari Björn Thorarensen og Einar Freyr Elínarson. Þá taka þátt á fundinum Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna á fjarfund stjórnar.

.1. Fundargerð

Fundargerð 555. fundar undirrituð.

2. Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024

a. Formaður kynnir að alls bárust 156 umsóknir í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2020. Umsóknir í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna eru 63 og í flokki menningarverkefna eru 93.
Fagráð atvinnu- og nýsköpunar leggur til að veita 27 af 63 verkefnum styrk eða 43% umsókna. Samtals leggur ráðið til að úthluta kr. 16.585.000.
Fagráð menningar leggur til að veita 61 af 93 verkefnum styrk eða ríflega 65% umsókna. Samtals leggur ráðið til að úthluta kr. 22.375.000.
Stjórn samþykkir fyrrgreindar tillögur fagráðanna og eftirtalin verkefni hljóta því styrk:

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni:

Þjálfi (vinnuheiti)

 2.000.000

Marta Rut Ólafsdóttir

Sunnlenskur metnaður fyrir metani

 1.200.000

Bjarni Már Ólafsson

Umhverfisvænn gróðurmiðill

 1.200.000

Óskar Örn Vilbergsson

Lífdísel verksmiðja

 1.000.000

Gísli Daníel Reynisson

Tjarnarhólaverkefni

 1.000.000

Skógræktarfélag Árnesinga

Áhrif LED topplýs. á forræktun tómata, agúrku og papriku

 850.000

Landbúnaðarháskóli Íslands

Þróun og markaðssetning á Caves of Hella

 800.000

Hellarnir við Hellu ehf.

Slow Adventure Suðurland – ferðaleiðir

 700.000

Dyngja Travel ehf.

Uppspuni – vöruþróun

 650.000

Sveitakarlinn ehf.

Rófusnafs

 600.000

Íris Guðnadóttir

Aldur er bara tala

 500.000

Sólrún Erla Gunnarsdóttir

Beislun vindorku með sívalingum

 500.000

Þekkingars. Vestmannaeyja ses

Efling héraðsfréttablaðsins Eystrahorns

 500.000

HLS ehf.

Fabia – vöruþróun úr íslenskum skógarafurðum

 500.000

Guðný Björk Pálmadóttir

Icelandic Lava Show – endurnýjanleg orka

 500.000

Ragnhildur Ágústsdóttir

Maddabar (vinnutitill)

 500.000

Bára Magnúsdóttir

NPA Setur Suðurlands

 500.000

NPA Setur Suðurlands ehf.

Fjaðrafok

 400.000

Myrra Rós Þrastardóttir

Handsútun á gærum og skinnum

 400.000

Ari Svavarsson

Vörumerkjahönnun og heimasíðugerð

 400.000

Aldingróður ehf.

Öræfaskólinn

 400.000

Íris Ragnarsdóttir Pedersen

Stökkpallur – Softana kaffi skrúb

 300.000

Bjarni Einarsson

Úps – veitingstaður / leirvinnustofa

 300.000

Þorgrímur Tjörvi Halldórsson

Vöruþróun og kynning á nýrri fatalínu

 300.000

Jóna Kristín Snorradóttir

Standbrettaferðir á Laugarvatni, markaðss.

 250.000

Sólstaðir ehf.

Sápur og krem úr íslenskum jurtum úr nærumhverfi

 175.000

Þórunn Guðlaugsdóttir

Treystu mér

 160.000

Elísabet Sveinsdóttir

Menningarverkefni:

Uppsetning sýningar á Njálureflinum

1.500.000

Fjallasaum ehf.

Sumartónleikar í Skálholti 2020

1.200.000

Sumartónleikar Skálholtskirkju

Þorpið í bakgarðinum – eftirvinnsla

900.000

Hin ísl. frásagnarakademía ehf.

Norðrið

700.000

Listasafn Árnesinga

Sólheimar 90 ára – afmælishátíð

700.000

Sólheimasetur ses.

„TÓNA-SERÍAN“ Skaftárhreppi

500.000

Ólafur Elfar Júlíusson

Einkasafn Skúla Gunnlaugssonar

500.000

Listasafn Árnesinga

EINS VETRA – (seinni hluti)

500.000

Home Soil ehf.

Englar og menn – tónlistarhátíð Strandark. 2020

500.000

Björg Þórhallsdóttir

Í andartakinu- seinni hluti

500.000

Menningarmiðst. Hornafjarðar

Útgáfuhátíð vegna útgáfu á Reisubók séra Ólafs Egilssonar

500.000

Sigurhanna Friðþórsdóttir

VOLAÐA LAND

500.000

Anton Máni Svansson

Bixí (vinnutitill)

400.000

Guðlaug I Tinna Grétarsdóttir

Brimrót, menningarrými

400.000

Pétur Már Guðmundsson

Eyrarland Culture Center

400.000

Konrad Stanislaw Groen

Grasagrafík í Árnessýslu

400.000

Listasafn Árnesinga

Heim í (lúðra)sveitina

400.000

Lúðrasveit Vestmannaeyja

Menningarstarf að Kvoslæk

400.000

Rut Ingólfsdóttir

Múrar brotnir – listavinnustofa á Litla Hrauni

400.000

Hera Fjölnisdóttir

Stokkur Art Gallery

400.000

Stefán Hermannsson

Söngur vonarinnar

400.000

Anna Edit Dalmay

Tryggvaskáli – hús með sögu

400.000

Sjálfseignastofnun Tryggvaskáli

Ullarvika 2020 – South Iceland Woolweek

400.000

Þingborg svf.

Kötlumót 2020

350.000

Karlakórinn Jökull

Máttur Söngsins á hvunndags og tillidögum

350.000

Eyrún Jónasdóttir

Vírdós (tónlistarh. óhefðb. hljóðfæra)

350.000

Vilhjálmur Magnússon

„Er þetta Rangæingur?“

300.000

Héraðsskjalasafn Árnesinga

Bach og 300 ára ártíð Jóns Vídalín á Skálholtshátíð

300.000

Jón Bjarnason

Djöflaeyjan

300.000

Leikfélag Selfoss

Heimskonan, húsið og íslenski hesturinn – sumarsýning 2020

300.000

Byggðasafn Árnesinga

Hugverk og listasm. á Landsmóti hestamanna

300.000

Hugverk í Heimabyggð

Íslenskuþjálfun aðgengileg á netinu

300.000

Sigrún Sigurgeirsdóttir

Kleinur – íslenskt leikverk

300.000

Magnþóra Kristjánsdóttir

Konukvöld Konubókastofu „Leyndardómar

300.000

Konubókastofan, félagasamtök

Langspilsvaka 2020

300.000

Eyjólfur Eyjólfsson

Latína er list mæt

300.000

Bára Grímsdóttir

Listasmiðja við Ströndina

300.000

Alda Rose Cartwright

Myndlistarnámskeið í Íslenska bænum sumarið 2020

300.000

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir

Órói

300.000

Sædís Harpa Stefánsdóttir

Selló á ferð um Suðurland

300.000

Unna Björg Ögmundsdóttir

Spamalot – söngleikur

300.000

Leikfélag Vestmannaeyja

Suðurlands Djazz

300.000

Sigurgeir Skafti Flosason

Sumarnámskeið í teikningu

300.000

Elín María Halldórsdóttir

Fiðlufjör á Hvolsvelli 2020

275.000

Chrissie Telma Guðmundsd.

Efnisljóð frá Fagurhólsmýri

250.000

Eva Bjarnadóttir

Rangárbakkar, saga stórmóta á Suðurlandi!

250.000

Rangárb., þjóðal. Ísl. hests. ehf.

Víkingar á Þingborg

250.000

Víkingafélag Suðurlands

Afmælishátíð í Múlakoti

200.000

Vinaf. gamla bæjari. í Múlakoti

Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

200.000

Menningarmiðst. Hornafjarðar

Ljósmyndasýningin „Heima“ í Stokkur Art Gallery

200.000

Hanna Siv Bjarnardóttir

Píanóið og ég- óvissuferð

200.000

Glódís Margrét Guðmundsd.

Sunnlenskir Suzuki tónar

200.000

Ingunn Helgadóttir

Söngur á öllum einbreiðum brúm í Austur-Skaftafellssýslu

200.000

Kvennakór Hornafjarðar

Viðburðir ætlaðir gestum á Landsmóti hestamanna 2020

200.000

Hellarnir við Hellu ehf.

Kvöldið er fagurt, tónleikaröð

150.000

Eyvindartunga ehf.

Siggi Björns í Eyjum á Goslokahátíð

150.000

Kristín Jóhannsdóttir

STARA: Tónlist Halldórs Smárasonar

150.000

Halldór Music slf.

Sundlaugardiskó

150.000

Grétar Þór Eyþórsson

Hringur fagnar 15 ára afmæli

100.000

Hringur kór eldrib. í Rangárþ.

Íslandsmeistaramót í rúningi

100.000

Félag sauðfjárb. Rangárvallas.

Tjarnarsýn – Sólheimum í Grímsnesi

100.000

Náttúrust. Suðausturlands ses.

b. Núverandi aðstæður, af völdum Covid-19 veirunnar, valda því að erfitt verður að ganga frá samningum við styrkþega með hefðbundnum hætti. Vegna þessa heimilar stjórn framkvæmdastjóra að útfæra samningsgerðina með rafrænum hætti.

c. Skipulag við ráðstöfun fjármuna
Varðandi vinnuna framundan hafa ólík sjónarmið komið fram um hvernig verja skuli þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru hjá Sóknaráætlun Suðurlands. Von er á viðbótarfjármunum frá ríkinu til landshlutasamtakanna samtals 200 m.kr. sem verja á til atvinna- og nýsköpunar.
Framkvæmdastjóra falið að taka saman minnisblað um málið og senda á stjórn. Málið verður afgreitt á fundi stjórnar sem haldinn verður fljótlega eftir páska.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og fleiri

Lagðar fram til kynningar, fundargerð 151. fundar stjórnar SSV, 754. fundar stjórnar SSS, 7. fundar stjórnar SSNE, 484. fundar stjórnar SSH, 24. fundar Vestfjarðastofu og 880. fundar stjórnar sambandsins.

b. Húsnæðisúrræði fyrir nemendur við FSu

Formaður starfshópsins, Einar Freyr Elínarson, kynnti vinnu starfshópsins. Stjórn SASS samþykkir eftirfarandi áskorun til mennta- og menningarmálaráðherra:
Stjórn SASS skorar á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að aðhafast tafarlaust vegna undirbúnings húsnæðisúrræðis fyrir nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu).
Rúmir þrír mánuðir eru nú síðan að þarfagreiningu var skilað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins eins og óskað hafði verið eftir. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir af hálfu formanns starfshóps á vegum SASS og þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um að svör muni berast þá hafa engin skýr svör borist frá ráðuneytinu um stöðu málsins.
Sveitarstjórnir allra sveitarfélaga sem koma að rekstri FSu samþykktu haustið 2019 samhljóða ályktun þar sem þess er krafist að starfrækt verði heimavist við skólann. Ráðherra var afhent ályktunin á fundi í september 2019. Aðdragandi málsins er þó enn lengri enda hafa Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ítrekað ályktað um málið frá árinu 2016 þegar starfsemi heimavistar var hætt og því ekki um nýtt mál á borði ráðuneytisins að ræða.

c. Almenningssamgöngur – uppgjör fyrir árið 2019

Framkvæmdastjóri kynnti óendurskoðað uppgjör vegna reksturs almenningssamgangna árið 2019. Samkvæmt uppgjörinu er tap af rekstrinum á liðnu ári um 4,5 m.kr. Hann kynnti einnig niðurtöðu af rekstrinum á árabilinu 2012 – 2019 eða þann tíma sem samtökin hafa séð um rekstur almenningssamgangna á Suðurlandi fyrir ríkið en Vegagerðin var viðsemjandi samtakanna. Eins og kunnugt er tók Vegagerðin yfir rekstur almenningssamgangna á landsbyggðinni um nýliðin áramót. Stofnunin vinnur nú að gerð úboðsgagna og ráðgert er að bjóða akstursþjónustuna út á árinu.

d. COVID-19-kórónuveiran

Erindi barst frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 12. mars þar sem það, f.h. ríkisins, óskaði eftir samantekt um mögulegar flýtiframkvæmdir sem ríki og sveitarfélög gætu farið í á Suðurlandi til að stemma stigum við áhrifum á efnahagslífið vegna Covid-19 veirunnar. Samtökin tóku saman tillögur sem unnar voru í samráði við sveitarstjóra aðildarsveitarfélaganna.
Stjórn SASS hefur miklar áhyggjur af atvinnuleysi á Suðurlandi. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar frá því í mars sl. var atvinnuleysið á Suðurlandi að meðaltali 7,5% í mars en gert er ráð fyrir að það verði að meðaltali 12,9% í apríl. Landsmeðaltalið er á sama tímabili áætlað 14%.
Veitinga- og gistiþjónusta eru sem dæmi 29% af atvinnutekjum í Skaftafellssýslum. Það er því ljóst að breytt landslag í komu ferðamanna hefur mikil áhrif á landshlutann. Stjórn SASS skorar á ríkisvaldið að taka tillit til þessara forsendna þegar litið er til aðgerða. Það verði einnig gert þegar sjávarútvegsráðherra afgreiðir skýrslu um 5,3% veiðiheimildir. Einnig hvetur stjórn SASS aðildarsveitarfélög sín til að standa við framkvæmdaáætlanir sínar og eftir aðstæðum taki þau þátt í flýtiframkvæmdum.
Stjórn SASS ítrekar þakkir til viðbragsaðila fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

e. Önnur mál

Formaður sagði frá tveimur erindum sem stjórn hefur borist. Annað er frá Sveitarfélaginu Ölfusi og það tengist uppbyggingu á þekkingarsetri í sveitarfélaginu. Grétar Ingi kynnti erindið á fundinum. Hitt er frá Landsmóti hestamanna 2020 en ósk er um að vera með sérstakt áhersluverkefni, fjármagnað af Sóknaráætlun Suðurlands, sem gengur út á markaðssetningu á landsmótinu. Erindin verða afgreidd síðar.

Næsti fundur stjórnar verður haldinn fljótlega eftir páska.

Fundi slitið kl. 13:22.


Helgi Kjartansson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Björk Grétarsdóttir
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Ari Björn Thorarensen
Grétar Ingi Erlendsson
Friðrik Sigurbjörnsson
Einar Freyr Elínarson